Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Dæmdir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af tilraun til hryðjuverka

Dóm­ur féll í hryðju­verka­mál­inu í dag í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur þar sem Sindri Snær Birg­is­son og Ísi­dór Nathans­son hlutu dóma fyr­ir vopna­laga­brot. Þeir voru hins veg­ar sýkn­að­ir af til­raun til hryðju­verka.

Dæmdir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af tilraun til hryðjuverka

Dómur féll í hryðjuverkamálinu svokallaða klukkan eitt í dag. Hlaut Sindri Snær Birgisson 24 mánaða fangelsisdóm og Ísidór Nathansson hlaut 18 mánaða fangelsisdóm. „Gæsluvarðhald sem þeir hafa sætt verður dregið frá refsingunni,“ kemur fram á Vísi. Þeir eru sýknaðir af tilraun til hryðjuverka en sakfeldir fyrir vopnalagabrot. 

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sindra, sagði að dómurinn verði afplánaður í gegnum Samfélagsþjónustu.

Sindri var ákærður „fyrir tilraun til hryðjuverka, með því að hafa ákveðið að valda, með skot- og/eða sprengjuárás, hér á landi, ótilgreindum hópi fólks, á ótilgreindum stað og tíma, bana eða stórfelldu líkamstjóni eða stefna lífi þeirra í hættu með stórfelldum eignaspjöllum, í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta og veikja eða skaða stjórskipun og þjóðfélagslegar undirstöður ríkisins. Ásetning sinn til hryðjuverka sýndi ákærði ótvírætt í verki á tímabilinu maí til september 2022.“ Er það rakið nánar á tíu blaðsíðum hvernig hann hafi gert það. 

Hryðjuverkin hafi hann ætlað að fremja dulbúinn sem lögreglumaður. Í tölvusamskiptum er þeim Sindra og Ísidóri tíðrætt um ýmsa þekkta hryðjuverkamenn og fjöldamorðingja, til að mynda Anders Behring Breivik sem drap 77 manns í hryðjuverkaárásum í Osló og Útey árið 2011. Fjöldamorðin framdi Breivik dulbúinn sem lögreglumaður til að fólk teldi sér ekki standa ógn af honum.

„Ég er búinn að missa allan áhuga á skotvopnum,“ sagði Sindri fyrir dómi í febrúar. Ísidór sagði að það hefði ekki hvarflað að honum á neinum tímapunkti að það yrðu einhver voðaverk framin. 

Sveinn Andri SveinssonLögmaður Sindra.

Málarekstur ákæruvaldsins byggði meðal annars á samskiptum sem Sindri og Ísidór áttu á samskiptaforritinu Signal þar sem rætt var um að drepa ýmist þekkt og háttsett fólk í íslensku samfélagi og ásetning Sindra um að fremja ýmis konar hryðjuverk. 

Við aðalmeðferðina sögðust þeir báðir sjá eftir þeim óviðeigandi skilaboðum sem fóru þeirra á milli. Hvorugur hafi meint það sem þeir skrifuðu og þeir hafi sannarlega ekki ætlað sér að drepa neinn. Þótt skoðanir þeirra væru ólíkar skoðunum þess fólks sem um var rætt þá stafi því fólki engin ógn af þeim. Um fíflaskap hafi verið að ræða, í einhverjum tilvikum eftir að umrætt fólk hafði verið í fréttum, hótanirnar því innantómar.

Sindri játaði sök að hluta og viðurkenndi að hafa framleitt 40 þrívíddarprentaða parta í byssur. 

Ég held að það sé gríðarlegur léttir að þeir hafi verið hreinsaðir af þessum ásökum til hryðjuverka,“ sagði Sveinn Andri við blaðamenn fyrir utan dómssal. Sagði hann þetta vera óvenju alvarleg vopnalagabrot, „náttúrulega framleiðsla á vopnum og fleira, breytingar. En að öllu jöfnu á það ekki að þýða að okkar umbjóðendur þurfa að afplána sína dóma í fangelsi. Þeir eiga að geta tekið sína dóma út í samfélagsþjónustu.

Þetta er áfellisdómur fyrir ákæruvaldið,“ sagði Sveinn Andri. Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Ísidórs, tók undir það. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    3x27=helvíti væri nú gaman að afhjúpa þessa glæpatrúða sem bera ábyrgð á mörgum af þessum sönnu íslensku sakamálum algjörir sérfræðingar í leiksýningum engu öðru viss um að glæpum myndi fækka á íslandi um 70% ef þessir fávitar yrðu dregnir fram í dagsbirtuna. Þetta er hluti af valdakerfinu sem gömlu fíflin byggðu upp að koma reglulega með svona sýningar ógn og skelfing skrítið að engin blaðamaður hafi fattað það ennþá
    0
  • GHG
    Gunnar Hjalti Guðmundssson skrifaði
    Í greininni eru ekki reyfuð dómsorð varðandi ógnvekjandi orðræðu þeirra félaga. Svo virðist að þurft hefði að minnsta kosti tímasetta áætlun með skilgreindu skotmarki. Sakborningar virðast efniviður í hryðjuverkamenn samkvæmt dómsorðunum. Einungis er fjallað um háðslega framkomu verjanda. Saklausu drengirnir ættu að vera undir eftirliti fyrir lífstíð eftir ummælin sem féllu. Þeir eru hryðjuverkaógn.
    1
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Er ekki hægt að marka það sem fólk segir - þangað til það framfylgir því?
    Ég skora á heimildina að fylgja þessu máli eftir með viðtölum við fróða menn á þessu sviði. Það hlaðast upp urmull af spurningum: Er hryðjuverkalöggjöfin ófullkomin? Var málið illa unnið af hálfu ákæruvaldsins? Er íslenska dómskerfið of lint?
    1
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Nei það er ekki alltaf að marka það sem fólk segir. Prófaðu að hlusta á stjórnmálamenn og fylgjast svo með því hvað þeir gera og gera ekki.

      Ef maður segir við mann í tveggja manna tali að hann vilji gera eitthvað á einhverjum stað á einhverjum tíma. Getur það þá verið refisvert ef hann framkvæmir það aldrei? Eru "hugsanaglæpir" refsiverðir samkvæmt íslenskum lögum?
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
4
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.
Stefán Ólafsson
6
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Illugi Jökulsson
7
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár