Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stöðumælavörður öskrar á fólk fyrir brot á umferðarlögum

Versl­un­ar­eig­end­ur í Mið­borg­inni eru að eig­in sögn í helj­ar­greip­um stöðu­mæla­varð­ar sem miss­ir stjórn á skapi sínu við minnsta brot á um­ferð­ar­lög­um. Hann öskr­ar á eig­end­ur og gesti þeirra og sýn­ir af sér ógn­andi hegð­un. Borg­in stað­fest­ir að kvart­an­ir hafi borist vegna manns­ins.

„Við erum búin að vera í heljargreipum þessa stöðumælavarðar í margar vikur ef ekki mánuði. Það líður ekki sú vika að það séu óp og köll úti á götu,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradís, í samtali við Heimildina.

Umræddur stöðumælavörður á það til að bregðast nokkuð harkalega við þegar fólk leggur bílum sínum ólöglega. Hann hefur uppi ógnandi hegðun og öskrar á meinta sökudólga. Hrönn segir að maðurinn missi reglulega stjórn á skapi sínu við bílstjóra, til dæmis þá sem séu að stoppa stutt fyrir utan til að koma með vörur í bíóið. „Við eigum öll sögur af honum.“

Hrönn segir að eitt sinn hefði hún stöðvað bíl sinn við framkvæmdirnar á Vatnsstígnum fyrir utan gleraugnaverslunina Sjáðu til að fara með vörur í bíóið. Þegar stöðumælavörðurinn kom færði maðurinn hennar bílinn strax. Hrönn varð þó eftir með stöðumælaverðinum. „Hann varð brjálaður svo fljótt. Hann fór að öskra á mig …

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ETK
    Eysteinn T. Kristinsson skrifaði
    Það er alltaf verið að ógna stöðumælavörðum, eða jafnvel ráðist á þá í sumum tilfellum. Svona maður er kanski bara það sem þarf í þessa vinnu.
    0
  • Dísa Litla skrifaði
    Maðurinn á augljóslega ekki heima á vinnumarkaði og virðist sjálfur ekki kunna umferðarreglur. En samkvæmt þeim, þá hefur bíl ekki verið lagt ef verið er að ferma eða afferma.
    Þegar ég var að flytja af Snorrabraut hafði ég lagt mínum bíl upp á gangstétt þar sem engin voru bílastæðin og ekki gat ég lagt fyrir Strætó. Lögga á mótorhjóli gaf sig á tal við mig og benti mér á að þarna væri ólöglegt að leggja. Ég benti honum á að ég væri að fylla bílinn og þ.a.l. ekki formlega búin að leggja honum þarna og löggi óskaði mér góðs gengis með flutningana og ók burt.
    Þessi stöðumælavörður er ekki starfi sínu vaxinn.
    -1
    • Fun fact þessi lögga gerði vitlaust þú mátt ekki fara upp á gangstétt til þess að ferma eða afferma jafnvel þótt þú sért ekki lögð. Það er alveg frekar skýrt í lögum sem þú samþykktir þegar þú þóttist læra keyra að þú megir ekki fara upp á gangstétt bara því það hentar þér. Þetta hefur verið bannað síðan áður en bílar voru thing á íslandi. Hestvagnar máttu heldur ekki fara upp á gangstétt til að ferma eða afferma.
      8
    • IV. kafli. Umferðarreglur fyrir ökumenn.
      17. gr. Notkun akbrauta.
      Ökumaður skal aka á akbraut. Bannað er að aka eftir gangstétt, göngustíg, hjólastíg og göngugötu, sbr. þó 2. mgr. 27. gr., 1. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 46. gr. Sama á við um almenna reiðstíga sem skipulagðir hafa verið á vegum sveitarfélags og eru merktir sem slíkir.

      28. gr. Stöðvun ökutækis og lagning þess.
      Eigi má stöðva [skráningarskylt] 1) ökutæki eða leggja því á stöðum sem ekki eru ætlaðir fyrir umferð slíkra ökutækja, svo sem gangstétt, göngustíg, göngugötu, hjólarein eða hjólastíg nema annað sé ákveðið, sbr. 1. mgr. 84. gr. Sama á við um umferðareyjar, grassvæði og aðra svipaða staði.


      Stöðva er ekki það sama og að leggja.
      4
    • JHÞ
      Jóhann Hjalti Þorsteinsson skrifaði
      það er einmitt bannað að stöðva bifreið á gangstétt svo að þessi lögga kunni ekki reglurnar eða kaus að fara ekki eftir þeim
      2
  • Mér blöskrar við lestur þessarar frásagnar. Að forsvarsmanneskja Sjáðu gefi í skyn að fólk geti lagt í stæði sem ætluð eru fötluðum ef því líður nógu illa?! Mínum viðskiptum við þessa gleraugnaverslun er lokið! Skammist ykkar.
    -8
  • Flott hjá honum! Bölvuð frekja alltaf í bílaeigendum sem halda að þeir geti lagt hvar sem er, þ.m.t. á gangstéttum, án þess að þurfa að mæta nokkrum afleiðingum.
    -5
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Í upphafi voru stöðumælaverðirnir roskið fólk sem fór sér engu óðslega. Í dag eru í þessu krakkar á uppleið sem keppast við að sekta sem flesta.
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár