Formenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar vildu fá að vita hvernig ríkisstjórnin hygðist fjármagna aukin útgjöld ríkissjóðs vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Fjármála- og efnahagsráðherra og forsætisráðherra stóðu fyrir svörum.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði að á blaðamannafundi þar sem nýjir kjarasamningar voru kynntir hefði ekki verið talað skýrt um það hvernig ríkissjóður hygðist fjármagna sína aðkomu.
„Það er svona uml um að það eigi að beita aðhaldi í ríkisrekstri. Hugsanlega fara í sameiningar. Þessi ríkisstjórn hefur enga afrekaskrá þegar það kemur að aðhaldi í ríkisrekstri eða hagræðingu í ríkisrekstri,“ sagði hún.
Ríkisstjórnin kunni ekkert í aðhaldi í ríkisrekstri
Þorgerður Katrín spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort hækka ætti skatta og gjöld eða hvort beita ætti „raunverulegu aðhaldi í ríkisrekstri, efni sem hún [ríkisstjórnin] kann ekkert í.“ Forsætisráðherra sagði þá að kynnt …
Athugasemdir