Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Við þurfum raunveruleikatengsl, ekki einhverjar sjónhverfingar“

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir gagn­rýndi rík­is­stjórn­ina fyr­ir að kunna ekk­ert fyr­ir sér í að­haldi í rík­is­rekstri í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um á Al­þingi í dag. Hún og Kristrún Frosta­dótt­ir vildu fá að vita hvernig að­koma rík­is­ins að kjara­samn­ing­um yrði fjár­mögn­uð.

„Við þurfum raunveruleikatengsl, ekki einhverjar sjónhverfingar“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ,formaður Viðreisnar, tók til máls á Alþingi í dag. Mynd: Bára Huld Beck

Formenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar vildu fá að vita hvernig ríkisstjórnin hygðist fjármagna aukin útgjöld ríkissjóðs vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Fjármála- og efnahagsráðherra og forsætisráðherra stóðu fyrir svörum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði að á blaðamannafundi þar sem nýjir kjarasamningar voru kynntir hefði ekki verið talað skýrt um það hvernig ríkissjóður hygðist fjármagna sína aðkomu.

„Það er svona uml um að það eigi að beita aðhaldi í ríkisrekstri. Hugsanlega fara í sameiningar. Þessi ríkisstjórn hefur enga afrekaskrá þegar það kemur að aðhaldi í ríkisrekstri eða hagræðingu í ríkisrekstri,“ sagði hún.

Ríkisstjórnin kunni ekkert í aðhaldi í ríkisrekstri

Þorgerður Katrín spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort hækka ætti skatta og gjöld eða hvort beita ætti „raunverulegu aðhaldi í ríkisrekstri, efni sem hún [ríkisstjórnin] kann ekkert í.“ Forsætisráðherra sagði þá að kynnt …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár