Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Við þurfum raunveruleikatengsl, ekki einhverjar sjónhverfingar“

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir gagn­rýndi rík­is­stjórn­ina fyr­ir að kunna ekk­ert fyr­ir sér í að­haldi í rík­is­rekstri í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um á Al­þingi í dag. Hún og Kristrún Frosta­dótt­ir vildu fá að vita hvernig að­koma rík­is­ins að kjara­samn­ing­um yrði fjár­mögn­uð.

„Við þurfum raunveruleikatengsl, ekki einhverjar sjónhverfingar“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ,formaður Viðreisnar, tók til máls á Alþingi í dag. Mynd: Bára Huld Beck

Formenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar vildu fá að vita hvernig ríkisstjórnin hygðist fjármagna aukin útgjöld ríkissjóðs vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Fjármála- og efnahagsráðherra og forsætisráðherra stóðu fyrir svörum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði að á blaðamannafundi þar sem nýjir kjarasamningar voru kynntir hefði ekki verið talað skýrt um það hvernig ríkissjóður hygðist fjármagna sína aðkomu.

„Það er svona uml um að það eigi að beita aðhaldi í ríkisrekstri. Hugsanlega fara í sameiningar. Þessi ríkisstjórn hefur enga afrekaskrá þegar það kemur að aðhaldi í ríkisrekstri eða hagræðingu í ríkisrekstri,“ sagði hún.

Ríkisstjórnin kunni ekkert í aðhaldi í ríkisrekstri

Þorgerður Katrín spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort hækka ætti skatta og gjöld eða hvort beita ætti „raunverulegu aðhaldi í ríkisrekstri, efni sem hún [ríkisstjórnin] kann ekkert í.“ Forsætisráðherra sagði þá að kynnt …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár