Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Hótar að hella sýru yfir verðmæt listaverk ef Julian Assange deyr í fangelsi

Rúss­nesk­ur lista­mað­ur seg­ist munu hella sýru yf­ir lista­verk eft­ir Picasso, Rembrandt og War­hol ef Ju­li­an Assange deyr í fang­elsi. „Þetta er svona gísla­taka list­ar­inn­ar en ábyrgð­ar­að­il­inn er sá sem að held­ur ör­lög­um Ju­li­an Assange um sín­ar hend­ur,“ seg­ir Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks. Verk­in eru met­in á um 6,2 millj­arða króna.

Hótar að hella sýru yfir verðmæt listaverk ef Julian Assange deyr í fangelsi
Gíslataka listaverka Ef Julian Assange deyr í fangelsi mun sýru vera úðað yfir listaverk sem samtals eru metin á yfir 6,2 milljarða króna. Mynd: afp

Gjörningalistaverkið Sjálfseyðingarrofinn (e. Dead Man's Switch) eftir rússneska listamanninn Andrei Molodkin er verk sem heldur listaverkum eftir Picasso, Rembrandt, Andy Warhol og fleiri þekkta listamenn í gíslingu. Listaverkin eru metin á 45 milljónir bandaríkjadollara eða um 6,2 milljarða íslenskra króna. Þau eru 16 talsins og eru geymd í sérútbúinni hvelfingu sem vegur 32 tonn. 

Í hvelfingunni eru tunnur fullar af sýru sem munu hellast yfir listaverkin ef Julian Assange deyr í fangelsi. Á hverjum einasta sólarhring þarf einhver nákominn Assange að staðfesta við Molodkin að Assange sé á lífi, annars verða verkin eyðilögð. Listaverkin verða í gíslingu þar til Assange verður látinn laus. Þetta kemur fram í grein The New Yorker um listamanninn. 

Í greininni kemur fram að það sé sjaldgæft að listamenn séu tilbúnir að eyða eigin verkum, enn sjaldgæfara að verk eftir aðra séu eydd og mikið sjaldgæfara að þeir sem safni listaverkum séu tilbúnir til þess að bjóða verk í sinni eigu til eyðingar. Það er þó erfitt að staðfesta að verkin sem að Molodkin segir að séu í hvelfingunni séu þar í raun og veru eða hvort að þeim verði eytt ef að Assange deyr.

Verkið heitir Sjálfseyðingarrofinn vegna þess að bandarísk stjórnvöld hafa örlög Julian Assange í hendi sér. Hann situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. Bandarísk stjórnvöld reyna að fá Assange framseldan til Bandaríkjanna þar  sem hann á yfir höfði sér allt að 170 ára fangelsi á grundvelli njósnalöggjafar. Þann 11. apríl mun hann hafa verið þar í fimm ár. Kristinn Hrafnsson, rit­stjóri Wiki­Leaks, hefur hitt listamanninn Molodkin og séð verkin eftir hann. „Eins og inntakið í verkinu bendir til er Assange búinn að vera í apríl í fimm ár í þessu öryggisfangelsi í Bretlandi,“ segir hann í samtali við Heimildina. 

Kristinn sagði í viðtali í Pressu í lok febrúar að það sé „alveg absúrd“ að útgefandi og blaðamaður sem ekki hafi unnið nokkrum manni mein sé látinn sitja inni um hryðjuverkamenn og morðingja. Aðbúnaður í varðhaldinu eru að sögn Kristins verri en þeirra sem afplána dóm. „Hans aðstæður eru mun verri en dæmdra brotamanna fyrir alvarlega glæpi.“

Krist­inn heimsækir Julian Assange reglu­lega í fangelsið og seg­ir að­stæð­urnar þar vera mjög slæm­ar. Síðast heimsótti hann Assange á miðvikudaginn og gat því staðfest að hann væri enn þar. „Þetta ógeðslega ástand er það sem kveikir í listamanninum að styðja við bakið á hans slag, því að listamenn skilja það betur en margir að þetta eru slagir í málfrelsi og tjáningarfrelsi,“ segir Kristinn. Hann tekur það fram að hvelfingin sé svipuð á stærð og fangaklefi Assange. 

Kristinn Hrafnssonrit­stjóri Wiki­Leaks, hefur hitt listamanninn Molodkin

Það kom Kristni á óvart hvað listamenn, söfn og eigendur listaverka voru tilbúnir að leggja verk sín undir í þessum gjörningi. Hann segir að þarna sé um að ræða gjörning „sem leggur áherslu á það að sá sem að heldur um gikkinn og sá sem ber ábyrgð á hvað verður af þessum verkum er Bandaríkjastjórn. Þetta er svona gíslataka listarinnar en ábyrgðaraðilinn er sá sem að heldur örlögum Julian Assange um sínar hendur.“

Molodkin framkvæmdi þennan gjörning af eigin frumkvæði en Kristinn kveðst vera mjög ánægður með hann. Hann finnur fyrir vaxandi skilningi hjá listamönnum um hve mikið sé undir í málum Assange. Hann segir að listamenn séu „hópur sem getur gripið til tjáningar sem er sterk og öflug.“

Ef íslenskir listamenn og listaverkaeigendur hafa áhuga á að taka þátt í gjörningi Molodkin segist Kristinn geta komið þeim í samband við listamanninn. 

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Óskandi að hann fengi að losna úr þessu víti og fái að lifa sem frjáls maður, nóg komið.
    0
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það er spurning hvor kendin er sterkari, buddan eða frelsið. Rophænsn líðræðis víla ekki fyrir sér eyðingu hvers sem er fyrir aurinn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
6
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár