Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mansalsmálið, Kristrún Frostadóttir og Bashar Murad í Pressu

Grím­ur Gríms­son, yf­ir­mað­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Jenný Krist­ín Val­berg, teym­is­stjóri Bjarka­hlíð­ar og Sigrún Skafta­dótt­ir, deild­ar­stjóri hjá Vel­ferð­ar­sviði Reykja­vík­ur koma í Pressu og ræða um man­sals­mál­ið. Í þætt­in­um verð­ur líka rætt við Kristrúnu Frosta­dótt­ur, formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Bash­ar Murad, tón­list­ar­mann frá Palestínu.

Mansalsmálið, Kristrún Frostadóttir og Bashar Murad í Pressu

Aðgerðir lögreglu í vikunni sem gerðar voru í samstarfi við ýmsar stofnanir og samtök voru með þeim umfangsmestu sem ráðist hefur verið í hér á landi.

Rætt verður um aðgerðirnar og það sem er framundan í málinu við Grím Grímsson, Jenný Kristínu Valberg og Sigrúnu Skaftadóttur í Pressu en Jenný Kristín segir í samtali við Heimildina að þau sem hafi komið að málinu ætli sér að halda þétt utan um fólkið sem grunur leikur á að sé fórnarlömb mansalsins. 

Hún segir að ekki hafi enn tekist að ná tali af öllum sem talið er að séu þolendur í málinu. Í næstu viku verði fólkinu sem þá verði búið að ná tali af boðið að hitta fulltrúa frá samtökum og stofnunum sem hafi staðið að aðgerðunum í vikunni. Við stefnum að því að geta svarað spurningum þeirra og hlúð að þeim eftir fremsta megni.

Jenný Kristín segir að grunur leiki á að fólkið hafi unnið tólf klukkustunda vinnudaga sex daga vikunnar og ekki fengið greitt í samræmi við það. Starfsfólk ASÍ mun skoða launaseðlana og hugsanlega er tilefni til að gera launakröfur á eigendur fyrirtækjanna. 


Í þættinum ræðir Helgi Seljan, rannsóknaritstjóri Heimildarinnar  við Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar og sýnt verður brot úr viðtali Ölmu Mjallar Ólafsdóttir, blaðakonu á Heimildinni við Bashar Murad sem keppti í söngvakeppninni um síðustu helgi.

Pressa er send út í beinu streymi í hádeginu alla föstudaga á vef Heimildarinnar. Útsending hefst klukkan 12.00.

 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár