Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mansalsmálið, Kristrún Frostadóttir og Bashar Murad í Pressu

Grím­ur Gríms­son, yf­ir­mað­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Jenný Krist­ín Val­berg, teym­is­stjóri Bjarka­hlíð­ar og Sigrún Skafta­dótt­ir, deild­ar­stjóri hjá Vel­ferð­ar­sviði Reykja­vík­ur koma í Pressu og ræða um man­sals­mál­ið. Í þætt­in­um verð­ur líka rætt við Kristrúnu Frosta­dótt­ur, formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Bash­ar Murad, tón­list­ar­mann frá Palestínu.

Mansalsmálið, Kristrún Frostadóttir og Bashar Murad í Pressu

Aðgerðir lögreglu í vikunni sem gerðar voru í samstarfi við ýmsar stofnanir og samtök voru með þeim umfangsmestu sem ráðist hefur verið í hér á landi.

Rætt verður um aðgerðirnar og það sem er framundan í málinu við Grím Grímsson, Jenný Kristínu Valberg og Sigrúnu Skaftadóttur í Pressu en Jenný Kristín segir í samtali við Heimildina að þau sem hafi komið að málinu ætli sér að halda þétt utan um fólkið sem grunur leikur á að sé fórnarlömb mansalsins. 

Hún segir að ekki hafi enn tekist að ná tali af öllum sem talið er að séu þolendur í málinu. Í næstu viku verði fólkinu sem þá verði búið að ná tali af boðið að hitta fulltrúa frá samtökum og stofnunum sem hafi staðið að aðgerðunum í vikunni. Við stefnum að því að geta svarað spurningum þeirra og hlúð að þeim eftir fremsta megni.

Jenný Kristín segir að grunur leiki á að fólkið hafi unnið tólf klukkustunda vinnudaga sex daga vikunnar og ekki fengið greitt í samræmi við það. Starfsfólk ASÍ mun skoða launaseðlana og hugsanlega er tilefni til að gera launakröfur á eigendur fyrirtækjanna. 


Í þættinum ræðir Helgi Seljan, rannsóknaritstjóri Heimildarinnar  við Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar og sýnt verður brot úr viðtali Ölmu Mjallar Ólafsdóttir, blaðakonu á Heimildinni við Bashar Murad sem keppti í söngvakeppninni um síðustu helgi.

Pressa er send út í beinu streymi í hádeginu alla föstudaga á vef Heimildarinnar. Útsending hefst klukkan 12.00.

 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár