Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lýsir skelfilegri upplifun af akstursþjónustu fatlaðra: „Það eru margir sem geta ekki talað“

Kona, sem not­ast við hjóla­stól, seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar af akst­urs­þjón­ustu fatl­aðra. Hún hef­ur lent í því að bíl­stjór­ar gleymi henni, valdi henni lík­am­leg­um skaða og telji að hún kunni ekki að tala. „Ég keypti bíl því akst­urs­þjón­ust­an var ekki að standa sig,“ seg­ir hún.

Lýsir skelfilegri upplifun af akstursþjónustu fatlaðra: „Það eru margir sem geta ekki talað“
Fanney Ósk Eyjólfsdóttir keypti sér bíl til þess að þurfa ekki að nýta sér akstursþjónustu fatlaðra. Mynd: Golli

„Það lá við að þeir drápu mig einu sinni,“ segir hin 31 árs gamla Fanney Ósk Eyjólfsdóttir um akstursþjónustu fatlaðra. Fanney Ósk er með cerebral palsy hreyfiihömlun, eða fjórlömun, sem hefur það í för með sér að hún þarf að notast við hjólastól. 

Atvikið sem um ræddi fólst í því að bílstjóri á vegum akstursþjónustu fatlaðs fólks, sem var þá rekin undir merkjum Strætó en heitir í dag Pant, gleymdi að setja bremsu á hjólastól Fanneyjar með þeim afleiðingum að hún keyrði á vegg. Fanney hlaut höfuðhögg við þetta og þrátt fyrir að nokkur ár hafi liðið frá atvikinu hefur hún þjáðst af krónískum höfuðverk síðan. Í annað skipti var belti sett vitlaust um Fanneyju þannig að það þrengdi að hálsi hennar og hún átti erfitt með að anda. 

„Þeir töluðu við mig eins og ég væri ekki talandi,“ segir Fanney. En hún er aðeins með líkamlega fötlun, ekki andlega. …

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Fanney Osk Eyolfsdottir skrifaði
    Ég er ekki að setja alla undir sama flokk en margir eiga ekki að vera í þessari vinnu. Þetta segir kona með með reynslu af Pant.
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Þannig verður þjónustan þegar hún er boðin út til hagnaðardrifinna fyrirtækja. Starfsfólk vinnur væntanlega á lægstu mögulegum kaupum, fær enga umbun fyrir gott starf og einhverjir huldumenn fara með gróðann burt úr hagkerfinu í eitthvert skattaskjól.
    Næst á lista er heilbrigðiskerfið.
    1
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Ég vann lengi með fötluðum fyrir nokkrum árum og verð að segja að þetta er dapurleg þróunn að þjónustan sé orðin svona kaldranaleg og óábyrg að sumu leyti . Hversvegna vilja þeir ekki þjálfun og bæta sig? Við sem erum í umönnun og hjúkrun, ég er sjúkraliði, þurfum sífellt að sækja námskeið til að hressa upp á kunnáttu og að vanda til verka. Blessað fólkið sem er háð ökuþjónustu og hjálpartækjum á betra skilið en svona. Vandið valið við að ráða fólk og gerið líka starfið eftirsóknarvert með því að þjálfa fólk til að umgangast þjónustuþega af umhyggju og virðingu. Lágmarkskrafa.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár