Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Efling birtir yfirlýsingu um hvað stendur út af í kjarasamningum

Efl­ing seg­ir að það séu góð­ar lík­ur á því að hægt verði að skrifa und­ir nýja kjara­samn­inga í dag eða á morg­un. Þrjú at­riði standa eft­ir sem samn­inga­nefnd Efl­ing­ar og Sam­tök At­vinnu­lífs­ins eiga eft­ir koma sér sam­an um. Enn á eft­ir að semja um út­færslu á upp­sagn­ar­vernd starfs­fólks á al­menn­um vinnu­mark­aði, orða­lag samn­inga sem snúa að trún­að­ar­mönn­um og að lok­um á eft­ir semja um kjör ræst­inga­fólks.

Efling birtir yfirlýsingu um hvað stendur út af í kjarasamningum
Samninganefnd Eflingar segir að hægt verði að ganga frá samningum í dag eða morgun. Boltinn sé hjá Samtökum Atvinnulífsins. Mynd: Bára Huld Beck

Samninganefnd Eflingar segir að mögulega verði hægt að undirrita nýja kjarasamninga á næstu sólarhringum – jafnvel í dag. Í fréttatilkynningu sem birt var á vefsíðu Eflingar segir að aðeins þrjú atriði séu eftir útistandandi sem eigi eftir að semja um.

Þá segir í tilkynningunni að það sé í hendi Samtaka atvinnulífsins að ganga frá þessum lausu endum hratt og þar með binda enda á flóknar kjaraviðræður, sem hafa á undanförnum vikum harðnað töluvert. 

Atriðin sem samninganefnd Eflingar telur upp í færslunni snúa að útfærslu á styrkingu uppsagnarverndar starfsfólks, ýmsum atriðum og orðalagi í samningum um trúnaðarmenn og ýmis atriði sem varða bætt kjör ræstingafólks.

Vilja vernda uppljóstrara og fjölga trúnaðarmönnum á stærri vinnustöðum  

Í yfirlýsingu Eflingar segir að félagið hafi lagt fram ýmsar tillögur við útfærslu á styrkingu uppsagnarverndar starfsfólks á almennum vinnumarkaði.

Tillögurnar snúa að vernd uppljóstrara á vinnustaðnum þar sem ekki eru starfandi trúnaðarmenn og „þar sem fyrirtæki hafa ekki sjálf sett sér verklagsreglur um meðhöndlun ábendinga og kvartana starfsfólks.“ Í tilkynningunni segir að tillögunnar taki mið af gildandi lögum um vernd uppljóstrara.

Þá hefur samninganefnd Eflingar einnig farið fram á trúnaðarmönnum verði fjölgað á stærri vinnustöðum svo að þeir verði í „eðlilegu hlutfalli við fjölda starfsfólks á hverjum vinnustað.“

Athugasemd er gerð við það að núverandi samningar geri ráð fyrir einum trúnaðarmanni fyrir vinnustað þar sem vinna allt frá fimm til 50 starfsmenn. Trúnaðarmönnum er fjölgað í tvo ef fjöldi starfsmanna er umfram 50 en ekki þó gert ráð fyrir að trúnaðarmenn verði fleiri en tveir heilt yfir. 

Betri kjör fyrir ræstingafólk

Í tilkynningu Eflingar segir að enn eigi eftir að klára ýmis atriði sem snúa að kjörum ræstingafólks. Efling fer fram á að skerpt verði á skilgreiningum á því hvenær ræstingafólk er í tímamældri ákvæðisvinnu.

Er því haldið fram að „[b]rögð eru að því að atvinnurekendur reyni að skjóta sér framhjá því að greiða umsamið álag sem með réttu á að greiða þegar um tímamælda ákvæðisvinnu er að ræða.“

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár