Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Efling birtir yfirlýsingu um hvað stendur út af í kjarasamningum

Efl­ing seg­ir að það séu góð­ar lík­ur á því að hægt verði að skrifa und­ir nýja kjara­samn­inga í dag eða á morg­un. Þrjú at­riði standa eft­ir sem samn­inga­nefnd Efl­ing­ar og Sam­tök At­vinnu­lífs­ins eiga eft­ir koma sér sam­an um. Enn á eft­ir að semja um út­færslu á upp­sagn­ar­vernd starfs­fólks á al­menn­um vinnu­mark­aði, orða­lag samn­inga sem snúa að trún­að­ar­mönn­um og að lok­um á eft­ir semja um kjör ræst­inga­fólks.

Efling birtir yfirlýsingu um hvað stendur út af í kjarasamningum
Samninganefnd Eflingar segir að hægt verði að ganga frá samningum í dag eða morgun. Boltinn sé hjá Samtökum Atvinnulífsins. Mynd: Bára Huld Beck

Samninganefnd Eflingar segir að mögulega verði hægt að undirrita nýja kjarasamninga á næstu sólarhringum – jafnvel í dag. Í fréttatilkynningu sem birt var á vefsíðu Eflingar segir að aðeins þrjú atriði séu eftir útistandandi sem eigi eftir að semja um.

Þá segir í tilkynningunni að það sé í hendi Samtaka atvinnulífsins að ganga frá þessum lausu endum hratt og þar með binda enda á flóknar kjaraviðræður, sem hafa á undanförnum vikum harðnað töluvert. 

Atriðin sem samninganefnd Eflingar telur upp í færslunni snúa að útfærslu á styrkingu uppsagnarverndar starfsfólks, ýmsum atriðum og orðalagi í samningum um trúnaðarmenn og ýmis atriði sem varða bætt kjör ræstingafólks.

Vilja vernda uppljóstrara og fjölga trúnaðarmönnum á stærri vinnustöðum  

Í yfirlýsingu Eflingar segir að félagið hafi lagt fram ýmsar tillögur við útfærslu á styrkingu uppsagnarverndar starfsfólks á almennum vinnumarkaði.

Tillögurnar snúa að vernd uppljóstrara á vinnustaðnum þar sem ekki eru starfandi trúnaðarmenn og „þar sem fyrirtæki hafa ekki sjálf sett sér verklagsreglur um meðhöndlun ábendinga og kvartana starfsfólks.“ Í tilkynningunni segir að tillögunnar taki mið af gildandi lögum um vernd uppljóstrara.

Þá hefur samninganefnd Eflingar einnig farið fram á trúnaðarmönnum verði fjölgað á stærri vinnustöðum svo að þeir verði í „eðlilegu hlutfalli við fjölda starfsfólks á hverjum vinnustað.“

Athugasemd er gerð við það að núverandi samningar geri ráð fyrir einum trúnaðarmanni fyrir vinnustað þar sem vinna allt frá fimm til 50 starfsmenn. Trúnaðarmönnum er fjölgað í tvo ef fjöldi starfsmanna er umfram 50 en ekki þó gert ráð fyrir að trúnaðarmenn verði fleiri en tveir heilt yfir. 

Betri kjör fyrir ræstingafólk

Í tilkynningu Eflingar segir að enn eigi eftir að klára ýmis atriði sem snúa að kjörum ræstingafólks. Efling fer fram á að skerpt verði á skilgreiningum á því hvenær ræstingafólk er í tímamældri ákvæðisvinnu.

Er því haldið fram að „[b]rögð eru að því að atvinnurekendur reyni að skjóta sér framhjá því að greiða umsamið álag sem með réttu á að greiða þegar um tímamælda ákvæðisvinnu er að ræða.“

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár