Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Tilkynningum kynferðisbrota fækkar til lögreglu

Drífa Snæ­dal, tals­mað­ur Stíga­móta, seg­ir fækk­un til­kynn­inga á kyn­ferð­is­brot­um ekki end­ur­spegl­ast í kom­um þeirra sem leita til Stíga­móta. Þau finna ekki fyr­ir því að kyn­ferð­is­brot­um hafi far­ið fækk­andi og seg­ir kær­ur til lög­reglu ekki vera góð­an mæli­kvarða á það hvort að kyn­ferð­is­brot séu færri eða fleiri.

Tilkynningum kynferðisbrota fækkar til lögreglu
Tilkynningar um nauðganir til lögreglunnar á síðasta ári voru 184. Mynd: Golli

„Ég held að kærur séu í sjálfu sér ekkert frábær mælikvarði á það hvort að kynferðisbrot séu færri eða fleiri. Það er lítið brot sem kærir,“ segir Drífa Snædal, talsmaður Stígamóta. Í dag kom út ný skýrsla frá Ríkislögreglustjóra þar sem kemur fram að ekki hafa komið jafn fáar tilkynningar um kynferðisbrot til lögreglu síðan árið 2017.    

Í skýrslunni kemur fram að tilkynningar um nauðganir og kynferðisofbeldi gegn börnum fækkar umtalsvert. Um 45% brotaþola eru börn.

Í tilkynningu Ríkislögreglustjóra segir að „þegar litið er til kynferðisbrota sem tilkynnt eru lögreglu árið 2023 má sjá að tilkynnt brot voru 521 talsins á árinu 2023 eða 15% færri en að meðaltali samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan.“ 

Finna ekki fyrir fækkun á komum til Stígamóta

Drífa segir að þau hjá Stígamót finni ekki fyrir neinni fækkun á fólki sem leitar til þeirra vegna kynferðisbrota. „Það sem ákveður það hvort að fólk kærir kynferðisbrot er traust gagnvart lögreglunni, traust á kerfinu, stuðningur til þess að kæra og svo framvegis. Þannig það eru önnur öfl í gangi sem gefa mynd af því hvort að kærur séu fleiri en færri heldur en tíðni kynferðisbrota.“ 

Tilkynningar um nauðganir til lögreglunnar á síðasta ári voru 184. Þar af voru 121 sem áttu sér stað á síðasta ári. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 13% samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan“ kemur fram í tilkynningunni.

„Við höfum verið að sjá það gegnum gangandi hér hjá Stígamótum í gegnum tíðina að það er rétt rúmlega 10% prósent sem koma til okkar sem að hafa kært. Þetta er nú ekki hátt hlutfall,“ segir Drífa.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár