Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tilkynningum kynferðisbrota fækkar til lögreglu

Drífa Snæ­dal, tals­mað­ur Stíga­móta, seg­ir fækk­un til­kynn­inga á kyn­ferð­is­brot­um ekki end­ur­spegl­ast í kom­um þeirra sem leita til Stíga­móta. Þau finna ekki fyr­ir því að kyn­ferð­is­brot­um hafi far­ið fækk­andi og seg­ir kær­ur til lög­reglu ekki vera góð­an mæli­kvarða á það hvort að kyn­ferð­is­brot séu færri eða fleiri.

Tilkynningum kynferðisbrota fækkar til lögreglu
Tilkynningar um nauðganir til lögreglunnar á síðasta ári voru 184. Mynd: Golli

„Ég held að kærur séu í sjálfu sér ekkert frábær mælikvarði á það hvort að kynferðisbrot séu færri eða fleiri. Það er lítið brot sem kærir,“ segir Drífa Snædal, talsmaður Stígamóta. Í dag kom út ný skýrsla frá Ríkislögreglustjóra þar sem kemur fram að ekki hafa komið jafn fáar tilkynningar um kynferðisbrot til lögreglu síðan árið 2017.    

Í skýrslunni kemur fram að tilkynningar um nauðganir og kynferðisofbeldi gegn börnum fækkar umtalsvert. Um 45% brotaþola eru börn.

Í tilkynningu Ríkislögreglustjóra segir að „þegar litið er til kynferðisbrota sem tilkynnt eru lögreglu árið 2023 má sjá að tilkynnt brot voru 521 talsins á árinu 2023 eða 15% færri en að meðaltali samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan.“ 

Finna ekki fyrir fækkun á komum til Stígamóta

Drífa segir að þau hjá Stígamót finni ekki fyrir neinni fækkun á fólki sem leitar til þeirra vegna kynferðisbrota. „Það sem ákveður það hvort að fólk kærir kynferðisbrot er traust gagnvart lögreglunni, traust á kerfinu, stuðningur til þess að kæra og svo framvegis. Þannig það eru önnur öfl í gangi sem gefa mynd af því hvort að kærur séu fleiri en færri heldur en tíðni kynferðisbrota.“ 

Tilkynningar um nauðganir til lögreglunnar á síðasta ári voru 184. Þar af voru 121 sem áttu sér stað á síðasta ári. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 13% samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan“ kemur fram í tilkynningunni.

„Við höfum verið að sjá það gegnum gangandi hér hjá Stígamótum í gegnum tíðina að það er rétt rúmlega 10% prósent sem koma til okkar sem að hafa kært. Þetta er nú ekki hátt hlutfall,“ segir Drífa.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár