Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hagvöxtur árið 2022 var sá mesti síðan 1971

Sam­kvæmt þjóð­hags­reik­ing­in­um Hag­stof­unn­ar var hag­vöxt­ur í fyrra 4,1 pró­sent. Sam­kvæmt upp­færð­um út­reikn­ing­um var hag­vöxt­ur 8,9 pró­sent ár­ið 2022, sem er með því mesta sem hef­ur mælst hér landi. Leita þarf aft­ur til ár­anna fyr­ir hrun og átt­unda ára­tug 20. ald­ar til að sjá við­líka töl­ur.

Hagvöxtur árið 2022 var sá mesti síðan 1971
Meiri hagvöxtur en áður var ætlað Hagstofan tók nýverið hagtölur fyrri ára til endurskoðunar. Samkvæmt nýju mati var hagvöxtur árið 2022 um 1,7 prósentum hærri en upphafleg mæling gaf til kynna. Mynd: Golli

Hagstofa Íslands birti fyrr í vikunni niðurstöður þjóhagsreikninga fyrir árið 2023. Áætlað nafnvirði vergrar landsframleiðslu var 4.279 milljarðar króna. Breyting á landsframleiðslu á föstu verðlagi nam því um 4,1 prósentum.  

Í tilkynningunni kemur fram að hagvöxtur í fyrra hafi að miklu leyti verið drifinn áfram af raunaukningu þjónustuútflutnings sem var jókst um 9,8 prósent. 

Á þriðja og fjórða ársfjórðungi dróst úr aukningu landsframleiðslunnar í samanburði við árið þar á undan. Í tilkynningunni segir að sennilega megi rekja samdráttinn til eldsumbrotanna á Reykjanesi. Þá er þess einnig getið að einkaneysla hafi dregist saman um 2,4 prósent að raunvirði frá sama tímabili og árið á undan. 

Metárið 2022

Í fréttatilkynningu Hagstofunnar er einnig sagt frá þvík að áður útgefnar hagvaxtarmælingar fyrir árin 2020 til 2022 hafi verið endurskoðaðar. Endurmatið byggir að miklu leyti á uppfærðum og nákvæmari gögnum um fjármunamyndun, sem urðu aðgengileg í fyrra. 

Ljóst er að fjármunamyndun atvinnuveganna var töluvert vanmetin í fyrri hagvaxtartölum. Á vef Hagstofunnar segir að á þessum árum hafi mest hafi farið fyrir fjárfestingum í mannvirkjum og bílaleigubílum.  Þannig fór mældur hagvöxtur árið 2022 úr 7,2 prósentum yfir 8,9 prósent.

Það er með því mesta sem hefur mælst í íslenskri hagsögu. Til að mynda er það meiri hagvöxtur en mældist árið 2007, þegar bankabólan náði hámarki, en þá var hann 8,5 prósent. Leita þarf aftur til ársins 1971 til þess að sjá hærri hagvaxtartölur en það ár jókst hagvöxtur um heil 13,1 frá árinu þar á undan. 

Hafa ber þó í huga að árið 2022 var um margt óvenjulegt og samanburður við árin þar á undan bjagaður vegna áhrifa af völdum heimsfaraldursins.  Það ár tók ferðaþjónustan við sér að fullum krafti og störfum fjölgaði hratt á milli ára.

Til að mynda jukust útgjöld ferðamanna hér landi um 107 prósent milli ára og námu alls um 390 milljörðum króna. Á því ári gætti einnig talsverðra áhrifa af stýrivaxtarlækkun Seðlabankans sem studdu við hraðan vöxt í framboði og eftirspurn sem átti sér stað á árinu, eftir að takmörkunum var aflétt.

Þá ber einnig að nefna efnahagslegar aðgerðir stjórnvalda sem beitt var til að bregðast við kórónuveirfaraldrinum. Þessar aðgerðir ýttu einnig undir þenslu í hagkerfinu. Á árunum 2020 og 2021 var afkoma ríkissjóð neikvæð um 274 milljarðar króna, vegna fallandi tekna í tengslum við faraldurinn og stóraukinna ríkisútgjalda sem ráðist var í til að takast á við efnahagslegar afleiðingar hans. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Þessi framsetning er misvísandi. Rangur mælikvarði. Í landi þar sem íbúafjöldi vex rosalega hratt eins og hér verður að skoða þjóðarframleiðslu á mann, ekki þjóðarframleiðslu ef bera á saman ár. Einnig er misvísandi að skoða eingöngu stutt tímabil sem byrjar í miðri Covid kreppu - það segir lítið um stöðuna miðað við fyrri ár. Sem dæmi má nefna að þjóðarframleiðsla á mann er sú sama 2022 og 2018 mælt í USD. Það hlýtur að teljast mjög athyglisvert - okkur hefur ekkert miðað fram á við á þessum 4 árum. Og til enn lengri tíma drögumst við mjög aftur úr samanburðarþjóðum í vexti þjóðarframleiðslu á mann sem er auðvitað mjög ískyggilegt.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu