Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Hagvöxtur árið 2022 var sá mesti síðan 1971

Sam­kvæmt þjóð­hags­reik­ing­in­um Hag­stof­unn­ar var hag­vöxt­ur í fyrra 4,1 pró­sent. Sam­kvæmt upp­færð­um út­reikn­ing­um var hag­vöxt­ur 8,9 pró­sent ár­ið 2022, sem er með því mesta sem hef­ur mælst hér landi. Leita þarf aft­ur til ár­anna fyr­ir hrun og átt­unda ára­tug 20. ald­ar til að sjá við­líka töl­ur.

Hagvöxtur árið 2022 var sá mesti síðan 1971
Meiri hagvöxtur en áður var ætlað Hagstofan tók nýverið hagtölur fyrri ára til endurskoðunar. Samkvæmt nýju mati var hagvöxtur árið 2022 um 1,7 prósentum hærri en upphafleg mæling gaf til kynna. Mynd: Golli

Hagstofa Íslands birti fyrr í vikunni niðurstöður þjóhagsreikninga fyrir árið 2023. Áætlað nafnvirði vergrar landsframleiðslu var 4.279 milljarðar króna. Breyting á landsframleiðslu á föstu verðlagi nam því um 4,1 prósentum.  

Í tilkynningunni kemur fram að hagvöxtur í fyrra hafi að miklu leyti verið drifinn áfram af raunaukningu þjónustuútflutnings sem var jókst um 9,8 prósent. 

Á þriðja og fjórða ársfjórðungi dróst úr aukningu landsframleiðslunnar í samanburði við árið þar á undan. Í tilkynningunni segir að sennilega megi rekja samdráttinn til eldsumbrotanna á Reykjanesi. Þá er þess einnig getið að einkaneysla hafi dregist saman um 2,4 prósent að raunvirði frá sama tímabili og árið á undan. 

Metárið 2022

Í fréttatilkynningu Hagstofunnar er einnig sagt frá þvík að áður útgefnar hagvaxtarmælingar fyrir árin 2020 til 2022 hafi verið endurskoðaðar. Endurmatið byggir að miklu leyti á uppfærðum og nákvæmari gögnum um fjármunamyndun, sem urðu aðgengileg í fyrra. 

Ljóst er að fjármunamyndun atvinnuveganna var töluvert vanmetin í fyrri hagvaxtartölum. Á vef Hagstofunnar segir að á þessum árum hafi mest hafi farið fyrir fjárfestingum í mannvirkjum og bílaleigubílum.  Þannig fór mældur hagvöxtur árið 2022 úr 7,2 prósentum yfir 8,9 prósent.

Það er með því mesta sem hefur mælst í íslenskri hagsögu. Til að mynda er það meiri hagvöxtur en mældist árið 2007, þegar bankabólan náði hámarki, en þá var hann 8,5 prósent. Leita þarf aftur til ársins 1971 til þess að sjá hærri hagvaxtartölur en það ár jókst hagvöxtur um heil 13,1 frá árinu þar á undan. 

Hafa ber þó í huga að árið 2022 var um margt óvenjulegt og samanburður við árin þar á undan bjagaður vegna áhrifa af völdum heimsfaraldursins.  Það ár tók ferðaþjónustan við sér að fullum krafti og störfum fjölgaði hratt á milli ára.

Til að mynda jukust útgjöld ferðamanna hér landi um 107 prósent milli ára og námu alls um 390 milljörðum króna. Á því ári gætti einnig talsverðra áhrifa af stýrivaxtarlækkun Seðlabankans sem studdu við hraðan vöxt í framboði og eftirspurn sem átti sér stað á árinu, eftir að takmörkunum var aflétt.

Þá ber einnig að nefna efnahagslegar aðgerðir stjórnvalda sem beitt var til að bregðast við kórónuveirfaraldrinum. Þessar aðgerðir ýttu einnig undir þenslu í hagkerfinu. Á árunum 2020 og 2021 var afkoma ríkissjóð neikvæð um 274 milljarðar króna, vegna fallandi tekna í tengslum við faraldurinn og stóraukinna ríkisútgjalda sem ráðist var í til að takast á við efnahagslegar afleiðingar hans. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Þessi framsetning er misvísandi. Rangur mælikvarði. Í landi þar sem íbúafjöldi vex rosalega hratt eins og hér verður að skoða þjóðarframleiðslu á mann, ekki þjóðarframleiðslu ef bera á saman ár. Einnig er misvísandi að skoða eingöngu stutt tímabil sem byrjar í miðri Covid kreppu - það segir lítið um stöðuna miðað við fyrri ár. Sem dæmi má nefna að þjóðarframleiðsla á mann er sú sama 2022 og 2018 mælt í USD. Það hlýtur að teljast mjög athyglisvert - okkur hefur ekkert miðað fram á við á þessum 4 árum. Og til enn lengri tíma drögumst við mjög aftur úr samanburðarþjóðum í vexti þjóðarframleiðslu á mann sem er auðvitað mjög ískyggilegt.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár