Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Lítur á stóru ræstingafyrirtækin sem starfsmannaleigur

Val­gerð­ur Árna­dótt­ir, vara­þing­mað­ur Pírata, vill kanna það hvort út­vist­un ræst­inga­þjón­ustu hins op­in­bera sé rétt­læt­an­leg með til­liti til kjara starfs­fólks. Hún vill einnig fá að vita hvort ein­hver ræst­inga­fyr­ir­tæki fái samn­inga við rík­ið um­fram önn­ur.

Lítur á stóru ræstingafyrirtækin sem starfsmannaleigur
Valgerði Árnadóttur, varaþingmanni Pírata, þykir ekki réttlætanlegt að ríki og opinberar stofnanir útvisti ræstingarstörfum í nafni hagræðingar bitni það á þeim sem inna störfin af hendi.

Valgerður Árnadóttir, varaþingmaður Pírata, vill ganga úr skugga um að útvistun ræstingaþjónustu hjá hinu opinbera feli í raun í sér sparnað. Enn fremur vill hún vita hvort sá sparnaður væri þá réttlætanlegur með tilliti til lakra kjara ræstingafólks.

Varaþingmaðurinn sendi á dögunum fyrirspurn til félags- og vinnumarkaðsráðherra um málið. 

Valgerður greindi frá því í Facebook-færslu að hún þekkti starfsvettvanginn nokkuð þar sem hún starfaði við ræstingar hjá Reykjavíkurborg þrisvar í viku þegar hún var í menntaskóla. Þar hafi hún upplifað sig sem hluta af vinnustaðnum – hafi mætt á árshátíðir og þekkt starfsfólkið.

„Svo fór ég að starfa fyrir ISS sem nú heitir Dagar og þá þurfti ég að þrífa miklu stærra húsnæði 5 sinnum í viku fyrir sömu laun,“ skrifar hún. „Á staðnum sem ég þreif fyrir ISS var ég ósýnileg, þekkti engan og var ekki hluti af vinnustað, fyrir utan að búa við lakari kjör,“ skrifar hún.

Kjósa
65
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Garðarsson skrifaði
    Hef aðeins fengið sýn á þau kjör sem ræstingafólki er boðið í þessum fyrirtækjum. Ætla samt ekki að segja að þau séu öll með sömu kjörin en mig grunar að fyrirtækið sem nákomin mér prófaði að vinna hjá sé eitt af þeim skárri fyrir starfsfólkið. Ætlast var til afkasta sem ég mundi telja yfir mörkum hins eðlilega. Að ein manneskja klári t.d. heilann leikskóla, 3 klósett, eldhús, 2 salir og skrifstofur á 3 klst. Ég hugsaði með mér, þetta getur ekki verið vel þrifið í þessum tímaramma. Ræstitæknir getur verið lengur en fær ekkert borgað umfram þessar 3 klst. Hefði talið að það þyrfti tvær manneskjur í þetta tiltekna verk. Sóst er eftir að fá innflytjendur/flóttamenn í þessi störf. Þau sætta sig við lægri laun og eru ólíklegri að vera með uppsteit vegna vinnutíma, aðstöðu eða annars. Það er mikil samkeppni á þessum markaði og þess vegna þarf að setja regluverk um þetta svo fyrirtækin standi jafnt og þurfi ekki að freystast til að láta keppnina bitna á kjörum og aðstöðu starfsfólksins.
    9
  • Asmundur Richardsson skrifaði
    Flott fyrirspurn og nauðsynleg.
    10
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Það er skömm að þessari útvistunarstefnu ríkis og sveitafélaga!
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár