Samninganefnd Eflingar hefur boðað komu sína á samningafund breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins sem haldin verður í Karphúsinu snemma í fyrramálið. Þá mun samninganefnd Eflingar einnig mæta á sérstakan fund með Samtökum atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara sem haldinn verður klukkan eitt morgun.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við Heimildina að félagið vinni nú hörðum höndum að því að undirbúa sig fyrir báða fundina. Þá mun kjörstjórn Eflingar einnig koma saman í dag funda um atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hjá ræstingafólki.
„Í dag mun kjörstjórn Eflingar í dag funda til þess að undirbúa þá auglýsinguna sem verður birt á morgun um verkfallsatkvæðagreiðsluna og jafnframt erum við hér að undirbúa greiðslu verkfallsstyrkja fara yfir stöðu vinnudeilusjóðs,“ segir Sólveig Anna.
Atkvæðagreiðslan fer fram á mánudaginn og verði hún samþykkt mun ræstingarfólk leggja niður störf þann 18. mars.
Athugasemdir