Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Vísað á götuna með átján mánaða dóttur

Precious Lor­rence og átján mán­aða dótt­ur henn­ar Söruh var vís­að á göt­una á þriðju­dag­inn og mæðg­urn­ar svipt­ar allri þjón­ustu, seg­ir Precious og talskon­ur tveggja hjálp­ar­sam­taka.

Vísað á götuna með átján mánaða dóttur
Í strætó Mæðgurnar Precious Lorrence og Sarah. Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ég hélt að það væri alveg búið að sverja að hér yrðu ekki börn á götunni,“ segir Sema Erla Serdaroglu, formaður hjálparsamtakanna Solaris um mál Precious Lorrence og dóttur hennar Söruh sem voru á þriðjudag sviptar allri þjónustu og sendar úr húsnæði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni, að sögn Precious, Morgane Priet-Mahéo, hjá Rétti barna á flótta, og Semu. 

Mæðgurnar áttu ekki í nein hús að venda svo þær leituðu til Solaris. Fulltrúi samtakanna bókaði fyrir þær hótelherbergi til bráðabirgða svo mæðgurnar þyrftu ekki að sofa á götunni. 

Þær geta ekki sótt í neyðarskýli Rauða krossins því þar er einungis tekið á móti fullorðnu fólki en almennt á ríkið ekki að þjónustusvipta hælisleitendur ef börn eru í spilinu. 

Það hefur þó verið gert við Precious og Söruh, sem er eins og hálfs árs gömul. Vert er að taka fram að mál þeirra er ekki einfalt hælismál og er ekki skýrt hvort Precious sé skilgreind þannig að hún sé inni í hæliskerfinu eður ei.

Komu aftur þrátt fyrir þriggja ára bann

Heimildin fjallaði ítarlega um mál mæðgnanna í síðasta tölublaði en þær eru upprunalega frá Nígeríu. Þær flúðu hingað frá Ítalíu með föður Söruh en var hafnað um hæli og vísað frá landi í lögreglufylgd 28. janúar síðastliðinn. Þau fengu þriggja ára endurkomubann til Íslands. 

Samt komust mæðgurnar, án föðurins, aftur hingað til lands 30. janúar. Precious segir að það hafi verið vegna þess að hún hafi alls ekki getað hugsað sér að fara út af flugvellinum. Hún segist hafa verið neydd í vændi á Ítalíu og var hrædd um að konan sem neyddi hana í vændið myndi finna hana í Róm. Eins og fram kom í umfjöllun Heimildarinnar í síðustu viku er nokkuð um að nígerískar konur sem hingað leita eftir dvöl á Ítalíu hafi verið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra.

Precious lagði inn hælisumsókn skömmu eftir að þær mæðgur komu hingað en umsókninni var hafnað innan nokkurra daga. Hún segist þó hafa fengið að dvelja í húsnæði ríkislögreglustjóra Í Bæjarhrauni, húsnæði sem samtökin Réttur barna á flótta hafa gagnrýnt harðlega að barnafjölskyldur séu hýstar í. 

Precious er sem stendur ekki með virka hælisumsókn í kerfinu og er því ekki skýrt hvort hún falli inn í kerfi hælisleitenda eður ei. Mögulega gæti staða hennar flokkast undir sérstaka stöðu útlendings og er Morgane Priet-Mahéo hjá Rétti barna á flótta nú að kanna hvort Reykjavíkurborg geti aðstoðað hana á þeim grundvelli.

Eigi ekki að fá þjónustu í ólögmætri dvöl

Í svari upplýsingafulltrúa stoðdeildar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Heimildarinnar um stöðu manneskju sem kemur hingað þrátt fyrir endurkomubann og er hafnað segir:

Fólk í þessari stöðu er hér í ólögmætri dvöl og fær þar af leiðandi ekki þjónustu á meðan það dvelur hér á landi. Viðkomandi er á eigin vegum.

Getur manneskja í slíkri stöðu leitað í einhver úrræði á vegum hins opinbera? 

 

„Sveitarfélögin veita útlendingum í sérstakri aðstöðu aðstoð,“ segir í svari frá upplýsingafulltrúans, Marínar Þórsdóttur. Hún segir að að viðurlög við endurkomu þrátt fyrir endurkomubann séu sú að fólki sé vísað úr landi. 

„Það er hlutverk lögreglustjóra á Suðurnesjum eða ÚTL að frávísa fólki. Dæmi eru um að fólk fari í gæsluvarðhald, þá dvelja aðrir á eigin vegum þar til fólk fer af landinu.“

Þrátt fyrir þessi svör stoðdeildarinnar segist Precious hafa fengið þjónustu, bæði í húsnæðinu í Bæjarhrauni og með vikulegri framfærslu. Hún segir að nú sé búið að stöðva þá framfærslu og að þeim Söruh hafi verið vísað úr Bæjarhrauni þegar hún neitaði að yfirgefa Ísland á eigin spýtur. 

Ósátt„Það er forkastanlegt að setja fólk í þessa stöðu,“ segir Sema Erla.

Gefi skýra mynd af hryllingnum

Sema Erla segir að sú staðreynd að Precious sé enn hér þrátt fyrir húsnæðis- og framfærsluleysi gefi skýra mynd „af hryllingnum sem bíður hennar á Ítalíu og jafnvel í Nígeríu ef hún verður send frá Ítalíu þaðan.“

„Það er forkastanlegt að setja fólk í þessa stöðu. Ég held að það að hún grípi til þessa örþrifaráðs segi okkur nógu mikið um stöðuna,“ segir Sema Erla. 

Í sumar var útlendingalögum breytt með þeim hætti að hælisleitendur sem neita að yfirgefa Ísland af sjálfsdáðum voru sviptir bæði þjónustu og húsnæði um 30 dögum eftir að þeir fengu endanlega synjun. Aftur á móti segir í lögunum að ekki sé heimilt að fella niður réttindi barna og foreldra þeirra.

Er þetta í fyrsta sinn sem þið aðstoðið móður með barn eftir að þessar breytingar voru gerðar um þjónustusviptingu? 

„Því hefur ítrekað verið hótað, að svipta foreldra þjónustu og setja börn á götuna en það hefur yfirleitt verið hægt að koma í veg fyrir það á lokametrunum. Þetta er allavega eina dæmið sem ég veit um akkúrat núna þar sem er barn í þessari stöðu á götunni,“ segir Sema. 

Hún gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir að vísa móður og barni á götuna, sérstaklega þar sem ráðherrar hafi áður sagt að slíkt ætti ekki að eiga sér stað. 

„Stjórnvöld eru að ganga á bak orða sinna [...]. Þetta er ekkert annað en enn ein birtingarmynd þessa kerfisbundna rasisma hjá þessari ríkisstjórn þar sem þetta beinist alltaf gegn fólki frá Miðausturlöndum og Afríku. Það er átakanlegt að horfa upp á þetta aftur og aftur, þetta er bara hryllingur.“

MæðgurSöruh líður vel, þrátt fyrir allt, segir Precious.

Segir stjórnvöld stefna Precious í hættu

Precious og Söruh var upphaflega neitað um vernd vegna þess að þær höfðu dvalarleyfi á Ítalíu. Sema telur ekki skýrt hvort Precious yrði jafnvel vísað frá Ítalíu og til Nígeríu   ef henni er vísað héðan til Ítalíu.

„Ítalir vilja ekki lengur taka á móti Dyflinnarmálum – einfaldlega vegna þess að kerfið ræður ekki við það,“ segir Sema. Hún telur að yfirvöld á Ítalíu myndu ekki endilega grípa Precious þar úti. 

„Hún hefur greinilega hvorki vernd né stuðningsnet á Ítalíu svo hún mun vera neydd út í frekara mansal hvort sem það er á Ítalíu eða Nígeríu. Það er ekkert leyndarmál hver staða þessara nígerísku kvenna er á Ítalíu,“ segir Sema. „Fólk þarf að grípa til örþrifaráða. Við erum í raun að stefna henni í hættu líka með þessari framkomu.“

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Bjarni Þór Þórarinsson skrifaði
    Í forríku landi líðst þessi grimmd... Hjartalaust í svokölluðu kristnu samfélagi, sleggjusamfélag hinna hörðu... ekki í mínu nafni.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.
„Þið eruð djöfulsins fasistar og ættuð að skammast ykkar“
FréttirFlóttamenn

„Þið er­uð djöf­uls­ins fas­ist­ar og ætt­uð að skamm­ast ykk­ar“

Drög að frum­varpi um lok­að bú­setu­úr­ræði hafa feng­ið á sig tölu­verða gagn­rýni í sam­ráðs­gátt stjórn­valda – bæði frá ein­stak­ling­um og sam­tök­um. Er frum­varps­til­lag­an með­al ann­ars bendl­uð við fas­isma, fanga­búð­ir og að­för gegn mann­rétt­ind­um. Rauði kross­inn, Mann­rétt­inda­skrif­stofa, UNICEF og Barna­heill lýsa yf­ir áhyggj­um af vist­un barna í bú­setu­úr­ræð­inu og segja ákvæði frum­varps­ins óljós og mats­kennd.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
2
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
4
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
5
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
6
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
9
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár