Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
Í þingsal Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, var heitt í hamsi þegar hann flutti ræðu sína á þingi í dag og sagði Sjálfstæðisflokkinn bera ábyrgð á þá erfiðu stöðu sem nú er uppi í útlendingamálum. Mynd: Hari

Útlendingamál og málefni hælisleitenda voru ofarlega á baugi í umræðum á Alþingi í dag. Í störfum þingsins komu nokkrir þingmenn stjórnarflokkanna fram og fögnuðu því að tekist hafi að samþykkja heildræna stefnu í útlendingamálum, sem tilkynnt var um á vef stjórnarráðsins í gær. 

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði áherslu á líðan barna af erlendum uppruna í íslenskum skólum í ræðu sinni. Hún benti á að á síðustu fimm árum hafi börnum af erlendum uppruna fjölgað um 5.000 og nýjustu kannanir benda til þess að stór hluti þessa hóps barna upplifi sig síður tilheyra samfélaginu.

Ísland komi verr út á þessu sviði en önnur Norðurlönd. Bryndís sagði niðurstöðurnar vera sláandi og kalla á sérstakar aðgerðir er lúta að því hvernig við tökum á móti erlendum börnum í skólakerfinu okkar. Ummæli Bryndísar eru í takt við markmiðin sem stjórnvöld hafa nýlega sett sér í málaflokknum.

Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins, fagnaði þeim áfanga að tekist hafi að mynda heildræna stefnu í kringum útlendingamál. Í ræðu sinni fór hann yfir helstu markmið og verkefni sem kynnt voru í tilkynningu stjórnvalda.

Jóhann Friðrik beindi síðan spjótum sínum að stjórnarandstöðunni og sagðist velta fyrir sér hvort þingmenn þeirra flokka muni styðja við breytingar á málaflokknum. „[Á] síðasta þingi voru hér stjórnmálamenn sem studdu hvorki þær breytingar né virtust gera sér grein fyrir því hversu mikilvægt er að málaflokkurinn verði reglulega endurskoðaður. Við þurftum líka að sitja undir einu lengsta málþófi sögunnar,“ sagði Jóhann Friðrik. 

Stjórnvöld hafi skautað framhjá málaflokknum of lengi

„Því miður er ekki auðvelt að tala um málaflokkinn þar sem góða fólkið skautar fram hjá öllum staðreyndum og öskrar strax rasismi, rasismi, rasismi!“
Guðmundur Ingi Kristinsson,
þingmaður Flokks fólksins

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði í ræðu sinni að stjórnvöld hafi í of langan sleppt því að sinna málaflokknum. Fjöldi flóttamanna hér á landi sé nú orðið stórt vandamál sem leggist þungt á skóla- og heilbrigðiskerfin.

Taldi Guðmundur Ingi stefnuleysið vera vegna þess að málefni hælisleitenda og flóttafólks séu orðin að pólitískt eldfimu umræðuefni. „Því miður er ekki auðvelt að tala um málaflokkinn þar sem góða fólkið skautar fram hjá öllum staðreyndum og öskrar strax rasismi, rasismi, rasismi! Og því er eiginlega vonlaust að tala um málaflokkinn að nokkru viti,“ sagði Guðmundur Ingi. 

Stjórnarandstaðan gagnrýnir þróun umræðunnar

Þingmenn Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, gagnrýndu bæði þá þróun sem þeim þykir hafa átt sér stað í opinberri umræðu um útlendingamál og málefni flóttafólks. Í ræðu sinni biðlaði Þorgerður Katrín til þingmanna að stilla yfirlýsingar sínar í hóf og sneiða hjá því að gera útlendingamál að kosningamáli. Önnur mál séu betur til þess fallin og nefndi Þorgerður til dæmis orkumál og stöðu íslenska gjaldmiðilsins.

Þá harmaði Sigmar í ræðu sinni að það sé nú „orðið norm að hallamæla fólk í viðkvæmri stöðu.“     

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók í sama streng í ræðu sinni og sagði að ein helsta arfleifð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur mun vera sá viðsnúningur í viðhorfum til flóttamanna sem hefur átt sér stað á stjórnartíð hennar. „Nú er það orðinn eðlilegur hlutur að henda þessu fólki út á götu. Þetta verður hin sorglega arfleifð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.“

Samfylkingunni kennt um stöðu útlendingamála

Í ræðu sinni beindi Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, máli sínu að Sjálfstæðisflokknum og sagði að gripið hafi um sig  „ákveðin taugaveiklun hjá Sjálfstæðisflokknum eftir að Kristrún Frostadóttir steig inn í umræðuna um útlendingamál“. Jóhann sagði Sjálfstæðisflokkinn í kjölfarið ákveðið að kenna Samfylkingunni um núverandi stöðu útlendingamála.

„Fólk í viðkvæmri stöðu var látið hafast við í bílakjöllurum og gjótum á meðan ráðuneytin slógust um það hvernig framkvæma ætti lögin“
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar

Í ræðunni benti Jóhann Páll á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið að málaflokknum í áratug og beri ábyrgð á ákvörðunum á borð við þeirri að taka á móti flóttamönnum frá Venesúela.

Þessi hópur hafi síðan þurft að bíða lengi á meðan það fékk viðeigandi málsmeðferð í stjórnsýslukerfinu. Í stað þess að taka á þessum vanda hafi „öllu púðrinu verið eytt í útlendingafrumvarp sem hefur aftur og aftur drepist í nefnd vegna ósættis milli stjórnarflokkanna“.

Þá sagði Jóhann að þegar frumvarpið hafi loks tekið gildi hafi komið í ljós að það skilaði ekki tilætluðum árangri. Ný lög hafi hins vegar verið þess valdandi að „fólk í viðkvæmri stöðu var látið hafast við í bílakjöllurum og gjótum á meðan ráðuneytin slógust um það hvernig framkvæma ætti lögin“. 

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EGT
    Einar G Torfason skrifaði
    Flott hjá Guðrúnu, flott hjá Kristrúnu!
    Innviðir Íslands eru löngu sprungnir vegna u.þ.b.120 hælisleitenda, sem eru, eða ætla að éta Okkur og túristana út á gaddinn.
    Næsti áfangi hlýtur að vera að taka á öllum gamlingjunum, sem bara hrúgast upp. Þjóðin er að eldast og flestir gamlingjarnir eldast um eitt ár á ári, og skammast sín ekki neitt fyrir.
    Mér finnst hugljómunin úr Kópavogi alveg frábær, þó hún sé ekki að fullu útfærð.
    Lokað búsetuúrræði fyrir gamlingja á Gunnarshólma, nýta ódýrt vinnuafl frá Hólmsheiði í skeiningar og aðra umönnun.
    Í ljósi þess að kirkjugarðar höfuðborgarsvæðisins eru að fyllast, mætti brjóta þarna nýtt land fyrir kirkjugarð, en jafnframt niðurgreiða "hverfisdeild" Sorpu, til að tryggja heilbrigða samkeppni við aðrar útfararstofnanir og lágt kolefnisspor.
    Til að auka skilvirkni, mætti svo tryggja gott aðgengi að Fentanýl, fyrir aðstandendur og þá sem ekki þekkja sinn vitjunartíma
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Í hjólastól á Lækjartorgi: „Það kemur ekki til greina að halda kjafti“
FréttirFlóttamenn

Í hjóla­stól á Lækj­ar­torgi: „Það kem­ur ekki til greina að halda kjafti“

Þrátt fyr­ir há­vær mót­mæli Ís­lend­inga, inn­flytj­enda og fjöl­margra rétt­inda­sam­taka er enn á dag­skrá að vísa 11 ára göml­um palestínsk­um dreng með hrörn­un­ar­sjúk­dóm úr landi. Nú reyn­ir stuðn­ings­fólk hans nýja að­ferð til þess að ná eyr­um stjórn­valda, að setj­ast nið­ur fyr­ir dreng­inn í stað þess að standa upp fyr­ir hon­um.
„Má hann ekki njóta þess sem hann á eftir hamingjusamur hér?“
FréttirFlóttamenn

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eft­ir ham­ingju­sam­ur hér?“

Mót­mæli gegn brott­vís­un hins ell­efu ára gamla Yaz­ans Tamim­is á Aust­ur­velli eru síð­asta von hans og for­eldra hans, seg­ir vin­kona fjöl­skyld­unn­ar. Hún seg­ir mót­mæl­in tæki­færi til þess að sýna Yaz­an „að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ Þing­mað­ur spyr hvort ís­lensk stjórn­völd vilji raun­veru­lega vera ábyrg fyr­ir því að stytta líf drengs­ins.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu