Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Svört skýrsla MAST um faraldur laxalúsar: Gagnrýna laxeldisfyrirtækin

Mat­væla­stofn­un hef­ur gef­ið út gagn­rýna skýrslu um laxal­úsafar­ald­ur hjá lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um Arn­ar­lax og Arctic Fish í Tálkna­firði nú í haust. Stofn­un­in gagn­rýn­ir fyr­ir­tæk­in fyr­ir að hafa ekki ver­ið nægi­lega við­bú­in fyr­ir far­ald­ur­inn. Stofn­un­in vill að lög verði sett til að koma í veg fyr­ir að sam­bæri­leg­ur far­ald­ur end­ur­taki sig.

Svört skýrsla MAST um faraldur laxalúsar: Gagnrýna laxeldisfyrirtækin
Fyrsta skiptið Í skýrslu Matvælastofnunar er talað um hversu einstakur laxalúsafaraldurinn í Tálknafirði í haust var. Veiga Grétarsdóttur náði myndum af sárugum og dauðum eldislöxum í kvíum Arctic Fish og vöktu myndirnar alþjóðlega athygli. Mynd: Veiga Grétarsdóttir

Matvælastofnun hefur gefið út svarta skýrslu um laxalúsafaraldurinn hjá Arctic Fish og Arnarlaxi í Tálknafirði nú í haust. Faraldurinn er án hliðstæðu hér á landi. Í skýrslunni segir meðal annars að laxeldisfyrirtækin hafi verið illa búin undir lúsafaraldurinn. „Magn laxalúsar í Tálknafirði í október 2023 var meira en sést hefur áður hérlendis. Þetta aukna lúsaálag hafði mjög slæm áhrif á velferð fisksins og voru afleiðingarnar umfangsmiklar. Ljóst er að rekstraraðilar hafa verið illa búnir til þess að verjast miklu magni af laxalús og leiða má að því líkur að áhrif laxalúsarinnar hafi verið vanmetin. Regluverkið hefur ekki verið nægjanlega skýrt til þess að tryggja það að rekstraraðilar viðhafi öflugar forvarnir og skjót viðbrögð þegar mikillar lúsar verður vart.

Laxalúsafaraldurinn hjá Arnarlaxi og Arctic Fish á Vestfjörðum vakti mikla athygli á seinni hluta síðasta árs eftir að kajakaræðarinn Veiga Grétarsdóttir náði myndum af sárugum og dauðum eldislöxum í sjókvíum síðarnefnda fyrirtækisins í Tálknafirði. Heimildin birti þessar myndir í byrjun nóvember. Um var að ræða fyrsta slíka faraldurinn hér á landi.

„Að mati Matvælastofnunar hefðu rekstraraðilar þurft að bregðast fyrr við auknu álagi laxalúsar í firðinum.“
Úr skýrslu MAST um laxalúsina

Laxalúsin étur roðið á laxinum þannig að sár myndast og bakteríur komast í sárin og stækka þau; laxarnir verða svo veikburða vegna þessa og drepast á endanum ef þeim er ekki slátrað áður en til þess kemur. 

Laxalúsin leiddi til þess að rúmlega 2 milljónir eldislaxa drápust eða var fargað hér á landi í október og nóvember í fyrra samkvæmt Mælaborði fiskeldis hjá MAST. Þetta var um helmingurinn af öllum afföllum hjá íslenskum sjókvíaeldisfyrirtækjum í fyrra en þau námu 4,5 milljón fiskum yfir árið. 

Vöktu alþjóðlega athygliMyndir Veigu Grétarsdóttur af sárugum og dauðum eldislöxum vegna laxalúsar vöktu alþjóðlega athygli í fyrra.

Meiri viðbúnaður og nýr lagarammi

Tillögurnar sem Matvælastofnun gerir í skýrslunni er að laxeldisfyrirtækin verði meðvitaðri um möguleikann á slíkum laxalúsafaraldri í framtíðinni. „Matvælastofnun telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir umrædda atburði ef viðbrögð rekstraraðila og viðbragðsáætlanir hefðu verið samræmdari og ítarlegri. Þá hefði þurft að samræma lyfjaval við meðhöndlun og vinna markvisst saman að úrbótum á ástandinu. Þar að auki hefði þurft að samnýta búnað og mannskap rekstraraðila, svo vinna hefði mátt markvisst að aðgerðum. Rekstraraðilar þurfa að hafa samræmdar viðbragðsáætlanir og samnýta búnað og starfsfólk, þegar upp koma krefjandi aðstæður sem þessar.“

Þá telur stofnunin að Alþingi þurfi að breyta þurfi lögum um laxeldi á Íslandi þannig að komið verði í veg fyrir að sambærilegir atburðir endurtaki sig. „Nauðsynlegt er að breyta lagaumhverfi á þann hátt að settur verði heildstæður rammi fyrir varnir gegn sjúkdómum og sníkjudýrum í fiskeldi, með það að leiðarljósi að áhersla verði sett á fyrirbyggjandi aðgerðir og skjót viðbrögð, sem stuðlar að sjálfbæru og ábyrgu fiskeldi. Mikilvægt er að efla rannsóknir á líffræði laxalúsar á Íslandi, til þess að fá betri þekkingu á samspili laxalúsar í umhverfinu og áhrif hennar á fisk í sjókvíaeldi og villtri náttúru.“

Meira en 100 lýs

Í kjölfarið á birtingu mynda Veigu Grétarsdóttur í byrjun nóvember héldu fjölmiðlar áfram að fjalla um laxalúsina. Í ljós kom að meira en 100 laxalýs fundust á sumum af eldislöxunum hjá Arctic Fish í Tálknafirði sem drápust eða þurfti að farga vegna fyrsta lúsafaraldursins sem komið hefur upp í íslensku sjókvíaeldi. Þetta kom fram í tölum sem Matvælastofnun (MAST) sendi Heimildinni á grundvelli gagnabeiðni. Laxalýs á fiskum í kvíum eru taldar reglulega; starfsmenn eldisfyrirtækja háfa þá laxana, svæfa þá, telja lýsnar á þeim og setja svo aftur í sjóinn. 

Um var að ræða tölur um fjölda lúsa úr sex sjókvíum Arctic Fish í Hvannadal í Tálknafirði. Þessar tölur voru meðal annars frá mælingum í viku 40, segir í svari MAST, eða frá 2. til 8. október. Þá fundust rúmlega 96 lýs á löxunum að meðaltali. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“
3
FréttirJólin

Alls kon­ar fólk sem þarf að­stoð: „Það get­ur eitt­hvað kom­ið fyr­ir hjá öll­um“

Fjöl­breytt­ur hóp­ur sæk­ir matarað­stoð fyr­ir jól­in en út­lit er fyr­ir að svip­að marg­ir þurfi á slíkri að­stoð að halda í ár og í fyrra, um 4.000 heim­ili ef lit­ið er til að­stoð­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar. Há leiga eða há­ar af­borg­an­ir eru að sliga marga sem þurfa að sækja sér að­stoð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár