Friðrik J. Arngrímsson, skipamiðlari og fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ), keypti varðskipin Ægi og Tý af íslenska ríkinu í fyrra í gegnum útboð hjá Ríkiskaupum og seldi þau til Tyrklands sama ár fyrir tæplega 40 milljónum krónum meira en hann borgaði fyrir þau. Þetta kemur fram í ársreikningi eignarhaldsfélags Friðriks, Fagurs ehf., fyrir árið 2023 sem skilað var til Skattsins í byrjun febrúar.
Þar segir að félag hans hafi verið með rekstrargjöld upp á rúmlega 52 milljónir en rekstrartekjur upp á nærri 91 milljón árið 2023. Félagið var stofnað árið áður, að því er virðist gagngert til að stunda viðskipti með varðskipin. Bókfærður hagnaður félagsins á árinu nam rúmum 30 milljónum.
Í samtali við Heimildina neitar Friðrik …
„Takk fyrir. Ég ætla ekki að tala við þig; ég ætla ekki að tala við Heimildina.“
Þegar fíflin vilja ekki tala við fréttafólk, þá er það vitað mál að það er eitthavð loðið við umrætt mál.
Segi það bara og skrifa eins og ég sé það.