Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.

Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
Tæplega 40 milljóna króna hagnaður Friðrik J. Arngrímsson keypti tvö varðskip af Landhelgisgæslunni í fyrra og seldi þau með tæplega 40 milljóna króna hagnaði. Hann segir engin leyndarmál í kringum viðskiptin. Mynd: b'Sigurgeir Sigur\xc3\xb0sson'

Friðrik J. Arngrímsson, skipamiðlari og fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ), keypti varðskipin Ægi og Tý af íslenska ríkinu í fyrra í gegnum útboð hjá Ríkiskaupum og seldi þau til Tyrklands sama ár fyrir tæplega 40 milljónum krónum meira en hann borgaði fyrir þau. Þetta kemur fram í ársreikningi eignarhaldsfélags Friðriks, Fagurs ehf., fyrir árið 2023 sem skilað var til Skattsins í byrjun febrúar. 

Tæplega 40 milljóna króna hagnaðurEinkahlutafélag Friðriks Arngrímssonar, skipamiðlara og fyrrverandi framkvæmdastjóra LÍÚ, hagnaðist um tæplega 40 milljónir króna á sölu varðskipanna Týs og Ægis í fyrra. Týr sést hér á mynd.

Þar segir að félag hans hafi verið með rekstrargjöld upp á rúmlega 52 milljónir en rekstrartekjur upp á nærri 91 milljón árið 2023. Félagið var stofnað árið áður, að því er virðist gagngert til að stunda viðskipti með varðskipin. Bókfærður hagnaður félagsins á árinu nam rúmum 30 milljónum. 

Í samtali við Heimildina neitar Friðrik …

Kjósa
61
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    „Friðrik J. Arngrímsson, skipasali og fyrrverandi framkvæmdastjóri LÍÚ, er ósáttur við fréttaflutning Heimildarinnar sem kom út síðastliðinn föstudag.“
    „Takk fyrir. Ég ætla ekki að tala við þig; ég ætla ekki að tala við Heimildina.“

    Þegar fíflin vilja ekki tala við fréttafólk, þá er það vitað mál að það er eitthavð loðið við umrætt mál.
    Segi það bara og skrifa eins og ég sé það.
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Ég var strax hissa þegar ég heyrði hvað skipin voru seld ódýrt, eins og þau væru brotajárn. Endalaus spilling!
    7
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Alltaf kemur upp grunur um spillingu í þessu litla samfélagi okkar þar sem fáir hafa tækifæri að hagnast verulega.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár