Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Traust til Seðlabankans mælist næstum helmingi minna en fyrir tveimur árum

Traust lands­manna til Seðla­bank­ans jókst gríð­ar­lega eft­ir að Ás­geir Jóns­son tók við embætt­inu 2019. Nú hef­ur öll sú aukn­ing horf­ið og tæp­ur þriðj­ung­ur treyst­ir bank­an­um. Al­þingi nýt­ur trausts rúm­lega fjórð­ungs lands­manna en fæst­ir treysta banka­kerf­inu líkt og áð­ur.

Traust til Seðlabankans mælist næstum helmingi minna en fyrir tveimur árum
Flaug hátt en fellur nú Traust til Seðlabankans jókst mikið á þeim tíma þegar vextir voru lágir og vilyrði voru gefin um að lágir vextir væru komnir til að vera. Eftir að stýrivextir og verðbólga fóru að hækka hefur traustið hríðfallið. Mynd: Bára Huld Beck

Traust til Seðlabanka Íslands heldur áfram að hríðfalla milli ára. Samkvæmt nýbirtum Þjóðarpúlsi Gallup báru 32 prósent landsmanna mikið traust til hans í febrúar á þessu ári sem er sjö prósentustigum minna en á sama tíma í fyrra. Engin stofnun sem mælingin nær til hefur tapað jafn miklu trausti á tímabilinu og Seðlabankinn. 

Þegar litið er lengra aftur þá er fall Seðlabankans enn umfangsmeira. Í lok árs 2021 treystu 62 prósent þjóðarinnar bankanum. Rúmu ári síðar mældist það 39 prósent og nú, líkt og áður sagði, 32 prósent. Traustið hefur því dregist saman um 30 prósentustig á rúmum tveimur árum. 

Fjölmiðlar greindu frá því í gær að embætti Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, sem setið hefur frá því í ágúst 2019, hafi ekki verið auglýst laust til umsóknar af forsætisráðherra innan tilskilins frests, sem rann út fyrr í þessum mánuði. Fyrir vikið framlengist skipun Ásgeir um fimm ár í viðbót og hann mun því sitja sem seðlabankastjóri að óbreyttu til 2029. 

Þegar Ásgeir tók við mældist traust til Seðlabankans nánast það sama og nú, eða 31 prósent. Hann tók við af Má Guðmundssyni sem hafði gegnt starfinu í áratug. Ásgeir fékk fljúgandi start í starfi, traust til bankans tvöfaldaðist milli áranna 2019 og 2021. Á þeim tíma lækkuðu stýrivextir enda mikið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins og fóru lægst niður í 0,75 prósent. Peningar höfðu aldrei verið ódýrari í Íslandssögunni og almenningur ásamt fyrirtækjum naut þess, enda lækkað fjármagnskostnaður þeirra mikið. 

Svona ferli hefur afleiðingar og birtingarmynd þeirra er verðbólga. Hún hefur verið afar há undanfarin ár, og var um tíma í tveggja stafa tölu, en er sem stendur 6,6 prósent. Til að bregðast við þessari stöðu, og draga úr þenslu, hækkaði Seðlabankinn stýrivexti fjórtán sinnum í röð upp í 9,25 prósent, þar sem þeir standa enn í dag. Fyrir vikið hefur fjármagnskostnaður heimila og fyrirtækja hækkað gríðarlega. Kaupmáttur launa hefur nú dregist saman að minnsta kosti fimm ársfjórðunga í röð og vaxtagreiðslur heimila á fyrri hluta ársins 2023 voru 22,5 milljörðum krónum hærri en á sama tímabili árið áður.

Færri treysta Alþingi en þegar ríkisstjórnin tók við

Það stjórnvald sem bætir við sig mestu trausti milli ára er borgarstjórn Reykjavíkur. Alls eykst traust til hennar um sex prósentustig frá því sem var í byrjun árs 2023. Samt sem áður er traust á borgarstjórn lítið, eða 19 prósent. Eina stofnunin sem mæld er sem nýtur minna trausts er bankakerfið, sem einungis 16 prósent segjast treysta því en traust til þess hefur ekki mælst minna síðan á árinu 2017. Það lækkar um tvö prósentustig milli ára. 

Traust til Alþingis þokast lítillega upp milli ára, alls um tvö prósentustig, og mælist nú 27 prósent. Sú bæting kemur þó eftir skell árið á undan, en traust til þjóðþingsins féll um ellefu prósentustig milli áranna 2022 og 2023. Í könnuninni í ár kemst Alþingi rétt upp fyrir Þjóðkirkjuna í óvinsældum og mælist nú fjórða óvinsælasta stofnun landsins. Traust gagnvart Alþingi er nú minna en það mældist í fyrstu könnun Gallup eftir að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við haustið 2017.

Landhelgisgæslan er sú stofnun sem langflestir landsmenn treysta, alls 91 prósent, og þar á eftir kemur Háskóli Íslands sem nýtur trausts 73 prósent landsmanna. Aðrar stofnanir sem njóta trausts yfir helming þjóðarinnar eru embætti forseta Íslands (71 prósent), lögreglan (70 prósent), heilbrigðiskerfið (57 prósent) og ríkissáttarsemjari (55 prósent). 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Seðlabanki sem hefur ekki mótstuðning fá ráðamönnum, sem reyndar eru sammála um að gera ekki neitt, getur því ekkert gert nema nota sitt eina vopn, vaxtastýringu.
    Þær aðgerðir sem Seðlabankinn hefur gert til þessa, eru því einungis það eina sem hægt er að gera til að varna stjórnleysis!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár