Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Ásgeir Jónsson endurskipaður seðlabankastjóri – Staðan ekki auglýst

For­sæt­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið að sitj­andi Seðla­banka­stjóri muni sitja í starfi í fimm ár til við­bót­ar, eða fram í ág­úst 2029.

Ásgeir Jónsson endurskipaður seðlabankastjóri – Staðan ekki auglýst
Seðlabankastjóri Gustað hefur um Ásgeir Jónsson síðan að hann tók við starfi seðlabankastjóra. Síðustu ár hafa vextir hækkað gríðarlega til að reyna að hemja verðbólgu og samhliða hafa vinsældir hans dvínað mikið.

Ásgeir Jónsson, sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði í embætti seðlabankastjóra árið 2019, mun gegna starfinu áfram næstu rúmu fimm árin.

Frá þessu er greint á vef RÚV en skipunartími Ásgeirs rennur út 20. ágúst næstkomandi og forsætisráðherra hefði þurft að greina honum frá því að staðan yrði auglýst með sex mánaða fyrirvara. Það var ekki gert og því er Ásgeir sjálfkrafa skipaður áfram til að gegna embættinu, nú fram í ágústmánuð 2029. 

Ásgeir var forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands áður en hann var skipaður seðlabankastjóri. Hann var einn af fjórum umsækjendum um starfið sem taldir voru mjög hæfir, en hinir voru Gylfi Magnússon, Jón Daníelsson og Arnór Sighvatsson. Allir mennirnir fjórir hafa doktorspróf í hagfræði. 

Næstum annar hver Íslendingur vantreysir Seðlabankanum

Traust til Seðlabanka Íslands hefur minnkað hratt á síðustu árum. Í könnun Maskínu í nóvember í fyrra kom fram að alls beri 47 prósent landsmanna lítið traust til Seðlabanka Íslands. Vantraust á bankann hefur ekki mælst svo mikið síðan á árinu 2012, eða fyrir ellefu árum síðan. Á tveimur árum hefur vantraust á Seðlabankann farið úr því að mælast 16 prósent í áðurnefnda tölu, 47 prósent. 

Einungis 23 prósent landsmanna sögðust bera mikið traust mikið traust til bankans en í desember 2021 sögðust 54 prósent aðspurðra treysta honum vel. Áratugur var síðan að svo lágt hlutfall landsmanna svaraði því til að hann treysti Seðlabankanum svo lítið. 

Kjósendur stjórnarflokkanna þriggja: Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, treystu Seðlabankanum mun betur en kjósendur annarra flokka. Á meðal kjósenda stjórnarflokkanna mældist mikið traust á bankann á bilinu 38 til 46 prósent en hjá kjósendum annarra flokka er það á bilinu níu til 27 prósent. Mest er vantraustið hjá kjósendum Fólks flokksins og Sósíalistaflokksins þar sem 70 til 75 prósent treysta Seðlabanka Íslands lítið.

Það átti að auglýsa stöðu Más

Ásgeir tók við starfinu af Má Guðmundssyni, sem sat sem seðlabankastjóri frá 2009 til 2019. Þegar Már hafði setið í fimm ár lá fyrir Alþingi ósamþykkt frumvarp um breytingar á Seðlabanka Íslands. Í fréttaskýringu í Kjarnanum frá þessum tíma var greint frá því að í febrúar það ár, nánar tiltekið 19. febrúar 2014, hefði Bjarni Bene­dikts­son, þá fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, tilkynnt Má að staða hans yrði aug­lýst til umsókn­ar. Heim­ild var fyrir því þá líkt og nú að láta skipun Más end­ur­nýj­ast sjálf­krafa um önnur fimm ár þar sem seðla­banka­stjórar mega sitja tvö fimm ára tíma­bil. Þessi dagur í febr­úar var síð­asti dag­ur­inn sem Bjarni gat ákveðið að aug­lýsa stöð­una. Dag­inn eftir hefði ráðn­ing Más end­ur­nýj­ast sjálf­krafa sam­kvæmt lög­um.

Þetta gerðist þremur dögum eftir að þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fór í frægt sjónvarpsviðtal við Gísla Martein Baldursson á RÚV þar sem hann sagðist um nokkurt skeið hafa verið ósam­mála mörgu í stefnu Seðla­bank­ans og að það væri mik­il­væg­ara að standa vörð um sjálf­stæði hans ef önnur rík­is­stjórn en sú sem hann leiddi væri við stjórn­völ­inn.

Már Guð­munds­son var á end­anum end­ur­skip­aður í stól seðla­banka­stjóri í ágúst 2014 og boð­aðar breyt­ingar á yfir­stjórn Seðla­bank­ans gengu ekki í gegn. 

Talaði um afnám verðtryggingar

Í síðustu mælingu Maskínu áður en að Már hætti, sem var framkvæmd í apríl 2019, sagðist fjórðungur treysta bankanum vel en 37 prósent treystu honum litið. Eftir að Ásgeir tók við lagaðist staðan hratt og traust til Seðlabanka Íslands fór í methæðir. Í desember 2021 mældist vantraust á hann einungis tólf prósent og í september árið eftir sögðust 54 prósent landsmanna að þeir treystu bankanum mikið.

Á þessum árum voru stýrivextir í lágmarki, þeir fór lægst í 0,75 prósent vorið 2021. Peningar voru ódýrari en nokkru sinni fyrr í Íslandssögunni og kaupmáttur jókst gríðarlega, meðal annars vegna þessa. Landsmenn færðu sig í stórum stil yfir í óvertryggð lán meðal annars vegna þess að Ásgeir hvatti til þess opinberlega.

Í viðtölum greindi hann frá því að í fyrsta sinn væri það „raunverulegur valkostur fyrir heimilin að skipta yfir í nafnvexti og þannig afnema verðtrygginguna að eigin frumkvæði af sínum lánum“. Afleiðingin varð sú að hlutfall óverðtryggðra lána fór úr því að vera um 30 prósent allra íbúðarlána fyrir kórónuveirufaraldur í að vera yfir helmingur allra lána þegar stýrivextir fóru að hækka á árinu 2021. 

Allt breyst á skömmum tíma

Síðan hefur orðið algjör kúvending á Íslandi. Verðbólga hefur verið mikil um langt skeið og mælist í dag 6,7 prósent. Til að takast á við þessa stöðu hefur Seðlabanki Íslands ítrekað hækkað stýrivexti og þeir standa nú í 9,25 prósent. Vegna þessa hafa íbúðalánavextir á óverðtryggðum lánum farið úr því að vera á milli fjögur og fimm prósent í að vera um og yfir ellefu prósent. Mánaðarleg greiðslubyrði slíkra lána hefur í mörgum tilvikum tvöfaldast. Kaupmáttur launa hefur nú dregist saman að minnsta kosti fimm ársfjórðunga í röð og vaxtagreiðslur heimila á fyrri hluta ársins 2023 voru 22,5 milljörðum krónum hærri en á sama tímabili árið áður.

Heimili landsins hafa fyrir vikið flúið í stórum stíl aftur í verðtryggð lán. Þau hafa þann kost að greiðslubyrðin er lægri en þann vankant að verðbætur leggjast á höfuðstól lána í mikilli verðbólgu. Í byrjun síðasta árs voru tæplega 44 prósent íbúðalána heimila landsins, sem eru í heildina rúmlega 2.576 milljarðar króna, verðtryggð. Í lok þess var hlutfallið komið í 51 prósent.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Hefur staðið sig vel í ráðaleysi ráðamanna!
    Vonaandi fær hann betri ráðamenn!?!?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár