Samtök fjármálafyrirtækja vilja að beðið verði með lögfestingu frumvarps leggur grunn að því að Seðlabankinn geti komið á fót innlendri óháðri smágreiðslumiðlun. Þau telja „verulegan vafa á því hvort að lagasetningin standist grundvallarreglur stjórnarskrárinnar og lögmætisreglu stjórnskipunarréttar“ og að það geri „ráð fyrir óvenjulegu inngripi í rekstur fyrirtækja á samkeppnismarkaði“.
Af ummælum í greinargerð frumvarpsins megi ráða að það sé ætlan stjórnvalda að ný löggjöf muni heimila Seðlabankanum að setja reglur sem veiti bankanum heimild til þess að skylda nokkur fjármálamálafyrirtæki til að „þróa nýja innlenda greiðslulausn samkvæmt fyrirmælum í reglum frá Seðlabankanum og bera kostnað af þróun þessarar greiðslulausnar og af rekstri hennar og viðhaldi á sama tíma og heimild verður til staðar til að takmarka gjaldtöku fjármálafyrirtækja vegna hennar.“
Samtökin segja enn fremur að reynt hefur verið að réttlæta slík inngrip með vísan til þjóðaröryggis en virðast gefa lítið fyrir þá röksemdarfærslu og telja að aðrar ástæður séu …
Athugasemdir (8)