Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þekktur blaðamaður búsettur á Íslandi sakaður um stórfelldan ritstuld

Danski blaða­mað­ur­inn Lasse Skytt, sem bú­sett­ur er í Reykja­vík, hef­ur ver­ið sak­að­ur um fjöl­mörg til­vik ritstuld­ar í Dan­mörku. Jót­land­s­póst­ur­inn hef­ur nú tek­ið þó nokkr­ar grein­ar hans úr birt­ingu og Kristi­legt dag­blað sömu­leið­is.

Þekktur blaðamaður búsettur á Íslandi sakaður um stórfelldan ritstuld
Hefur fjallað um Ísland Danskir fjölmiðlar hafa leitað til Lasse Skytt vegna íslenskra málefna í gegnum tíðina, enda hefur hann verið búsettur hérlendis. Hann skrifaði auk þess tvær greinar í byrjun síðasta árs um Ísland. Á annari greininni þurfti að biðjast afsökunar og hin innihélt staðreyndarvillur sem hafa nú verið leiðréttar. Mynd: Skjáskot/TV2

Danski blaðamaðurinn Lasse Skytt, sem er sjálfstætt starfandi, hefur verið ásakaður um það að hafa framið stórfelldan ritstuld í  umfjöllunum sínum í þó nokkrum dönskum miðlum. Politiken greinir frá. Skytt starfar og býr í Reykjavík og Búdapest til skiptis. 

Skytt hefur skrifað fjölmargar greinar, einkum um alþjóðleg málefni, fyrir stærstu fjölmiðla Danmerkur. Á föstudag fjarlægði Kristilegt dagblað sex greinar eftir Skytt sem talið var að hefðu falið í sér ritstuld. Í kjölfarið gerði Jótlandspósturinn slíkt hið sama við allar greinar hans í miðilinn. Í minnst þremur hafði Skytt til dæmis vitnað í viðmælendur sem hann hafði ekki rætt við. 

Journalisten, Weekendavisen, Berlinske og Information skoða nú hvort það sama eigi við um skrif Skytt í þeirra miðla. Hann hefur einnig skrifað í dönsku miðlana Politiken, Ekstra Bladet, Soundvenue, B.T. og Zetland.

Gat ekki heimilda í erlenda miðla

Politiken hefur eftir Jeppe Duvå ritstjóra Kristilegs dagblaðs að ritstuldur Skytt sé svo …

Kjósa
47
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár