Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sló lán til þess að bjarga mæðgunum

Til þess að koma dætr­um sín­um og eig­in­konu úr lífs­hættu á Gaza­svæð­inu þurfti Hani Al Zainy að taka lán hjá vin­um og ætt­ingj­um upp á tæp­ar þrjár millj­ón­ir króna. Þær komu til Ís­lands í gær og þar með lauk tveggja ára að­skiln­aði.

Sló lán til þess að bjarga mæðgunum
Fjölskyldan Dæturnar sögðust hamingjusamar að vera loksins komnar til Íslands og pabba síns. Mynd: Golli

Hani Al Zainy stóð með fjóra blómvendi í fanginu fyrir framan mótttökuhliðið í Leifsstöð og beið. Hann var brosandi en stressið leyndi sér ekki. Vélin með eiginkonu hans og þremur dætrum sem hann hafði ekki séð í tvö ár var lent en hvergi bólaði á mæðgunum. 

Mínúturnar liðu, „hver eins og klukkustund“ sagði Moamen Awad, vinur Hanis sem beið með honum ásamt tveimur öðrum. Þeir eru allir frá Palestínu og eiga allir ættingja og vini á Gazasvæðinu sem búa við stríðsástand. 

Svo voru þær allt í einu komnar, Abeer og dæturnar þrjár: Ameera – ellefu ára – Adeal – sex ára – og Howayda – fjögurra ára. Þær léku sér í snjónum fyrir utan flugvöllinn á leiðinni út. 

Með þeim var Sigrún Johnson, sjálfboðaliði sem tók sér launalaust leyfi úr vinnu til þess að aðstoða fólk af Gaza sem er með íslenskt dvalarleyfi. 

Ævilöng skuldbinding

En það kostaði sitt að koma fjölskyldunni hingað til lands, nánar til tekið það sem nemur um 2,7 milljónum króna. Það er fjárhæð sem Hani fékk lánaða frá vinum og ættingjum sínum. 

„Það er náttúrulega ævilöng skuldbinding að borga það lán til baka,“ sagði Sigrún. 

ÞakklætiEin stúlknanna rétti Sigrúnu blómvönd á vellinum.

Mæðgurnar voru ekki hluti af þeim hóp sem sjálfboðaliðarnir náðu út þar sem Hani greiddi sjálfur fyrir för þeirra. Sjálfboðaliðarnir ætla samt að reyna að aðstoða Hani við að greiða skuldina til baka, en þeir hafa safnað um 30 milljónum nú þegar til þess að greiða fyrir för íslenskra dvalarleyfishafa sem eru fastir á Gazasvæðinu. 20 til 30 milljónir þarf til viðbótar til þess að koma öllum sem hafa íslenskt dvalarleyfi og eru á Gaza þaðan. Sjálfboðaliðarnir hafa gagnrýnt íslensk stjórnvöld harðlega fyrir að taka ekki málin í sínar eigin hendur og segja að þau þyrftu ekki að greiða slíkar fjárhæðir til þess að koma fólkinu af svæðinu.

Sigrún komin aftur heim til tveggja ára dóttur

Sigrún fór af stað til Kaíró með Semu Erlu Serdaroglu viku síðan. „Ég bara gat ekki setið heima hjá mér með brotið hjarta,“ sagði Sigrún. „Mér fannst það siðferðileg skylda okkar að gera eitthvað ef við getum. Ég setti vinnuna á hold, tók mér launalaust leyfi og er með vinnuveitendur sem sýna því skilning. Ég skyldi fjölskylduna eftir, tveggja ára dóttur sem saknar mömmu sinnar. Ég er mjög fegin að vera komin aftur.“ 

Á vellinum tók faðir hennar, Agnar Johnson á móti henni. 

„Ég er mjög stoltur af henni og þeir sem koma að máli við mig segja það líka: Þú hlýtur að vera mjög stoltur af dóttur þinni,“ sagði Agnar. 

Hani, Abeer og stúlkurnar þeirra þrjár lögðu af stað af flugvellinum í litlu íbúðina sína fljótlega eftir að mæðgurnar lentu. Þau eru að leita sér að stærra húsnæði, nú þegar fjölgað hefur svo mikið í hópnum. Og Hani, sem starfaði við hjúkrun á spítala á Gazasvæðinu áður en hann kom hingað til lands, er farinn að læra íslensku og dreymir um að komast í háskólanám hér á landi. 

Vona að stjórnvöld geri sitt

Áfram bíða þó tugir fjölskyldumeðlima fólks sem fast er á Gazasvæðinu eftir svörum hér á Íslandi. Áfram munu sjálfboðaliðarnir reyna sitt besta við að koma þeim úr lífshættulegum aðstæðum. 

„Við vonum bara það besta og vonum að íslensk stjórnvöld nái þessari rest út,“ segir Sigrún. 

Kjósa
67
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Júlia Bjōrnsdóttir skrifaði
    Takk elsku sjálfboðaliðar allir fyrir ykkar frumkvæði og mikla dugnað, þið sýnið sannarlega fallegt fordæmi !
    Mér er spurn, hvað er eiginlega þessi þriggja manna hópur frá Utanríkisráðuneytinu að gera þarna úti ? það heyrist ekkert frá þeim! Er þetta sýndarmennska ráðuneytisins, verið að róa okkur hér heima, slá ryki í augu fólks ? Augljóslega vilja ráðamenn okkar ekkert gera og þeirra er svo sannarlega skömmin að halda að sér höndum allan þennan tíma og þykjast vera að vinna í málum sem séu svo "flókin" !!
    4
  • Hadla Helgadottir skrifaði
    Ríkisstjórnin má skammast sín fyrir aumingjadóminn, já eða kynþáttahatrið...
    13
  • HSG
    Helga Salbjörg Guðmundsdóttir skrifaði
    Þvílíkar hetjur!!
    13
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár