Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Sló lán til þess að bjarga mæðgunum

Til þess að koma dætr­um sín­um og eig­in­konu úr lífs­hættu á Gaza­svæð­inu þurfti Hani Al Zainy að taka lán hjá vin­um og ætt­ingj­um upp á tæp­ar þrjár millj­ón­ir króna. Þær komu til Ís­lands í gær og þar með lauk tveggja ára að­skiln­aði.

Sló lán til þess að bjarga mæðgunum
Fjölskyldan Dæturnar sögðust hamingjusamar að vera loksins komnar til Íslands og pabba síns. Mynd: Golli

Hani Al Zainy stóð með fjóra blómvendi í fanginu fyrir framan mótttökuhliðið í Leifsstöð og beið. Hann var brosandi en stressið leyndi sér ekki. Vélin með eiginkonu hans og þremur dætrum sem hann hafði ekki séð í tvö ár var lent en hvergi bólaði á mæðgunum. 

Mínúturnar liðu, „hver eins og klukkustund“ sagði Moamen Awad, vinur Hanis sem beið með honum ásamt tveimur öðrum. Þeir eru allir frá Palestínu og eiga allir ættingja og vini á Gazasvæðinu sem búa við stríðsástand. 

Svo voru þær allt í einu komnar, Abeer og dæturnar þrjár: Ameera – ellefu ára – Adeal – sex ára – og Howayda – fjögurra ára. Þær léku sér í snjónum fyrir utan flugvöllinn á leiðinni út. 

Með þeim var Sigrún Johnson, sjálfboðaliði sem tók sér launalaust leyfi úr vinnu til þess að aðstoða fólk af Gaza sem er með íslenskt dvalarleyfi. 

Ævilöng skuldbinding

En það kostaði sitt að koma fjölskyldunni hingað til lands, nánar til tekið það sem nemur um 2,7 milljónum króna. Það er fjárhæð sem Hani fékk lánaða frá vinum og ættingjum sínum. 

„Það er náttúrulega ævilöng skuldbinding að borga það lán til baka,“ sagði Sigrún. 

ÞakklætiEin stúlknanna rétti Sigrúnu blómvönd á vellinum.

Mæðgurnar voru ekki hluti af þeim hóp sem sjálfboðaliðarnir náðu út þar sem Hani greiddi sjálfur fyrir för þeirra. Sjálfboðaliðarnir ætla samt að reyna að aðstoða Hani við að greiða skuldina til baka, en þeir hafa safnað um 30 milljónum nú þegar til þess að greiða fyrir för íslenskra dvalarleyfishafa sem eru fastir á Gazasvæðinu. 20 til 30 milljónir þarf til viðbótar til þess að koma öllum sem hafa íslenskt dvalarleyfi og eru á Gaza þaðan. Sjálfboðaliðarnir hafa gagnrýnt íslensk stjórnvöld harðlega fyrir að taka ekki málin í sínar eigin hendur og segja að þau þyrftu ekki að greiða slíkar fjárhæðir til þess að koma fólkinu af svæðinu.

Sigrún komin aftur heim til tveggja ára dóttur

Sigrún fór af stað til Kaíró með Semu Erlu Serdaroglu viku síðan. „Ég bara gat ekki setið heima hjá mér með brotið hjarta,“ sagði Sigrún. „Mér fannst það siðferðileg skylda okkar að gera eitthvað ef við getum. Ég setti vinnuna á hold, tók mér launalaust leyfi og er með vinnuveitendur sem sýna því skilning. Ég skyldi fjölskylduna eftir, tveggja ára dóttur sem saknar mömmu sinnar. Ég er mjög fegin að vera komin aftur.“ 

Á vellinum tók faðir hennar, Agnar Johnson á móti henni. 

„Ég er mjög stoltur af henni og þeir sem koma að máli við mig segja það líka: Þú hlýtur að vera mjög stoltur af dóttur þinni,“ sagði Agnar. 

Hani, Abeer og stúlkurnar þeirra þrjár lögðu af stað af flugvellinum í litlu íbúðina sína fljótlega eftir að mæðgurnar lentu. Þau eru að leita sér að stærra húsnæði, nú þegar fjölgað hefur svo mikið í hópnum. Og Hani, sem starfaði við hjúkrun á spítala á Gazasvæðinu áður en hann kom hingað til lands, er farinn að læra íslensku og dreymir um að komast í háskólanám hér á landi. 

Vona að stjórnvöld geri sitt

Áfram bíða þó tugir fjölskyldumeðlima fólks sem fast er á Gazasvæðinu eftir svörum hér á Íslandi. Áfram munu sjálfboðaliðarnir reyna sitt besta við að koma þeim úr lífshættulegum aðstæðum. 

„Við vonum bara það besta og vonum að íslensk stjórnvöld nái þessari rest út,“ segir Sigrún. 

Kjósa
67
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Júlia Bjōrnsdóttir skrifaði
    Takk elsku sjálfboðaliðar allir fyrir ykkar frumkvæði og mikla dugnað, þið sýnið sannarlega fallegt fordæmi !
    Mér er spurn, hvað er eiginlega þessi þriggja manna hópur frá Utanríkisráðuneytinu að gera þarna úti ? það heyrist ekkert frá þeim! Er þetta sýndarmennska ráðuneytisins, verið að róa okkur hér heima, slá ryki í augu fólks ? Augljóslega vilja ráðamenn okkar ekkert gera og þeirra er svo sannarlega skömmin að halda að sér höndum allan þennan tíma og þykjast vera að vinna í málum sem séu svo "flókin" !!
    4
  • Hadla Helgadottir skrifaði
    Ríkisstjórnin má skammast sín fyrir aumingjadóminn, já eða kynþáttahatrið...
    13
  • HSG
    Helga Salbjörg Guðmundsdóttir skrifaði
    Þvílíkar hetjur!!
    13
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu