Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík leggst gegn tilboði ráðherra

Í álykt­un sem Stúd­enta­fé­lag Há­skól­ans í Reykja­vík sendi frá sér vegna til­boðs há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra um áf­nám skóla­gjalda einka­rek­ina há­skóla er úr­ræð­ið sagt fela í sér 15 pró­sent nið­ur­skurð á rekstri skól­ans. Stúd­enta­fé­lag­ið kall­ar eft­ir full­um fjár­fram­lög­um án kröfu um áf­nám skóla­gjalda.

Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík leggst gegn tilboði ráðherra
Jakob Daníelsson, forseti Stúdentaráðs Háskólans í Reykjavík segir að tilboð háskólaráðherra feli sér skerðingu á rekstrartekjum skólans upp á rúman milljarð króna

Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík sendi nýverið frá sér ályktun þar sem tilboði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins um full fjárframlög gegn afnámi skólagjalda er hafnað og stjórnvöld hvött til þess að endurskoða úrræðið.

Í ályktuninni segir að tilboðið feli í sér að rekstrartekjur skólans lækki um rúman milljarð króna „og þar sem HR er rekið sem sjálfseignarfélag og skilar hann ekki hagnaði þýðir þeta niðurskurður um u.þ.b. 15%.“

Í tilkynningunni segir Stúdentafélagið fagna umræðu um að fé skuli fylgja nemendum en kallar eftir því að stjórnvöld styðji nemendur í sjálfstætt starfandi háskólum, óháð því hvort þeir greiði skólagjöld eða ekki.

Þá segir í ályktuninni að ekki sé hægt að tryggja gæði kennslu og fara eftir skilmálum úrræðisins sem skólanum býðst. „Forsendur í núverandi tilboði frá ráðuneytinu gefa í ljós að HR gæt þá tæplega helmingað skólagjöld en haldið sömu sérstöðu sem nemendur hafa valið.“

Í samtali við Jakob Daníelsson, forseta Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík, segir hann að stúdentafélagið hafi sent ályktunina til stjórn skólans sem tekur lokaákvörðun um málið. „Ég held að þau séu nú sammála okkur í þessu að það sé erfitt að halda þessari sérstöðu uppi ef þú ætlar að skera niður um 15 prósent,“ segir Jakob.

Tilboð háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra

Fyrr í vikunni tilkynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að sjálfstætt starfandi háskólum; Háskólanum í Reykjavík, Háskólanum á Bifröst og Listaháskóla Íslands stæði til boða fá óskert fjárframlög gegn því skilyrði að þeir afnemi skólagjöld. 

Undanfarin ár hafa framlög til skólanna þriggja verið á bilinu 60 til 80 prósent af því sem opinberir háskólar hafa fengið. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að breytingin verði fjármögnuð innan ramma fjárlaga 2024 og innan gildandi fjármálaáætlunar. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvort Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst muni þiggja boð ráðherra.

Listaháskóli Íslands tilkynnti samdægurs að skólinn myndi þekkjast boð ráðherra og mun afnema skólagjöld frá og með næsta hausti. Í samtali við blaðamann Heimildarinnar sagði Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, að það hafi lengi verið eitt af stóru markmiðum skólans að gera nám í listum aðgengilegra fyrir fjölbreyttari hóp fólks. Þá muni skólinn líta til annara möguleika til þess að afla sér sértekna.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár