Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík leggst gegn tilboði ráðherra

Í álykt­un sem Stúd­enta­fé­lag Há­skól­ans í Reykja­vík sendi frá sér vegna til­boðs há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra um áf­nám skóla­gjalda einka­rek­ina há­skóla er úr­ræð­ið sagt fela í sér 15 pró­sent nið­ur­skurð á rekstri skól­ans. Stúd­enta­fé­lag­ið kall­ar eft­ir full­um fjár­fram­lög­um án kröfu um áf­nám skóla­gjalda.

Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík leggst gegn tilboði ráðherra
Jakob Daníelsson, forseti Stúdentaráðs Háskólans í Reykjavík segir að tilboð háskólaráðherra feli sér skerðingu á rekstrartekjum skólans upp á rúman milljarð króna

Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík sendi nýverið frá sér ályktun þar sem tilboði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins um full fjárframlög gegn afnámi skólagjalda er hafnað og stjórnvöld hvött til þess að endurskoða úrræðið.

Í ályktuninni segir að tilboðið feli í sér að rekstrartekjur skólans lækki um rúman milljarð króna „og þar sem HR er rekið sem sjálfseignarfélag og skilar hann ekki hagnaði þýðir þeta niðurskurður um u.þ.b. 15%.“

Í tilkynningunni segir Stúdentafélagið fagna umræðu um að fé skuli fylgja nemendum en kallar eftir því að stjórnvöld styðji nemendur í sjálfstætt starfandi háskólum, óháð því hvort þeir greiði skólagjöld eða ekki.

Þá segir í ályktuninni að ekki sé hægt að tryggja gæði kennslu og fara eftir skilmálum úrræðisins sem skólanum býðst. „Forsendur í núverandi tilboði frá ráðuneytinu gefa í ljós að HR gæt þá tæplega helmingað skólagjöld en haldið sömu sérstöðu sem nemendur hafa valið.“

Í samtali við Jakob Daníelsson, forseta Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík, segir hann að stúdentafélagið hafi sent ályktunina til stjórn skólans sem tekur lokaákvörðun um málið. „Ég held að þau séu nú sammála okkur í þessu að það sé erfitt að halda þessari sérstöðu uppi ef þú ætlar að skera niður um 15 prósent,“ segir Jakob.

Tilboð háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra

Fyrr í vikunni tilkynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að sjálfstætt starfandi háskólum; Háskólanum í Reykjavík, Háskólanum á Bifröst og Listaháskóla Íslands stæði til boða fá óskert fjárframlög gegn því skilyrði að þeir afnemi skólagjöld. 

Undanfarin ár hafa framlög til skólanna þriggja verið á bilinu 60 til 80 prósent af því sem opinberir háskólar hafa fengið. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að breytingin verði fjármögnuð innan ramma fjárlaga 2024 og innan gildandi fjármálaáætlunar. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvort Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst muni þiggja boð ráðherra.

Listaháskóli Íslands tilkynnti samdægurs að skólinn myndi þekkjast boð ráðherra og mun afnema skólagjöld frá og með næsta hausti. Í samtali við blaðamann Heimildarinnar sagði Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, að það hafi lengi verið eitt af stóru markmiðum skólans að gera nám í listum aðgengilegra fyrir fjölbreyttari hóp fólks. Þá muni skólinn líta til annara möguleika til þess að afla sér sértekna.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu