Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Formaður Leigjendasamtakanna segir fréttatilkynningu HMS vera „aðför að leigjendum“

Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar (HMS) er greint frá því að vaxta­hækk­an­ir síð­ustu ára hafa leitt til þess að greiðslu­byrði lána hafi auk­ist um­fram leigu­verðs­hækk­an­ir. Sam­kvæmt grein­ingu HMS er greiðslu­byrð­in orð­in allt að 40 pró­sent­um hærri en leigu­verð. Formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna seg­ir HMS fara með rangt mál og til­kynn­ing­una vera til þess fallna að af­vega­leiða um­ræð­una.

Formaður Leigjendasamtakanna segir fréttatilkynningu HMS vera „aðför að leigjendum“
Formaður Leigjendasamtakanna er ósammála nýlegri fréttatilkynningu HMS og segir að hún sé aðför að leigjendum á Íslandi Mynd: Bára Huld Beck

Í nýlegri fréttatilkynningu sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti á vef sínum er sagt frá því að í kjölfar tíðra stýrivaxtahækkana, sem hófust árið 2022, hafi greiðslubyrði á húsnæði vaxið umfram leiguverð. Í dag sé til að mynda um 100 þúsund króna verðmunur á greiðslubyrði óverðtryggðs láns og leigu á 80 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu. 

Í tilkynningu HMS er litið yfir þróun leiguverðs og greiðslubyrði af nýjum húsnæðislánum á 80 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu milli áranna 2011 til 2023. 

Milli áranna 2011 og 2019 hélst hlutfall leigu og greiðslubyrðar stöðugt á höfuðborgarsvæðinu þar sem leiguverð mælist ívið hærra en mánaðarlegar afborganir á lánum.  

Í línuritinu má svo glöggt sjá sveiflurnar í greiðslubyrði lána í kjölfar lágvaxtaskeiðsins sem hófst árið 2019 snarpra vaxtahækkana sem tóku við árið 2022. 

Formaður segir framsetningu HMS villandi 

Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, segir í samtali við Heimildina að tilkynningin sé misvísandi og til þess fallin að afvegaleiða umræðuna í þágu leigusala. Hann segir HMS taka „ein lánskjör út fyrir sviga og mæla gegn tölum sem í rauninni ná alls ekki yfir verð á leigumarkaði.“

Tölur HMS um verðlag á leigumarkaði byggja á nýrri leiguskrá sem stofnunin tók í gagnið í síðasta mánuði. Þrátt fyrir að nýja leiguskráin sé byggð umfangsmeiri og betri gögnum segir Guðmundur greiningu HMS enn vera „ órafjarri því sem gengur og gerist á leigumarkaðnum, enda ná þeirra tölur yfir mjög lítinn hluta af leigumarkaðnum.“ 

Guðmundur segir að þó svo að HMS greini réttilega, að leiguverð hafi hækkað mikið undanfarin, sé hækkunin í raun talsvert meiri. Það sjáist þegar tölur HMS eru bornar saman við greiningar verðlagseftirlits Leigusamtakanna. „Við höfum séð það að húsaleiga er allt upp undir 50 prósent hærri á sömu tegundum íbúða, á sömu svæðum, heldur en Húsnæðis- mannvirkjastofnun reiknar út.“

Segir HMS afvegaleiða umræðuna í þágu leigusala

Í samtali segir Guðmundur þetta ekki vera í fyrsta sinn sem HMS sendi frá sér fréttatilkynningar af þessu tagi. Hann segir aðalfréttina vera falda í tilkynningu HMS, sem er að húsaleiga síðustu tólf ár hafi verið hærri en afborganir á lánum.

Lítið fari þó fyrir þeirra staðreynd og telur Guðmundur það vera vísvitandi gert. „þeir taka óhikað og ítrekað afstöðu með sjónarhorni leigusala á leigumarkaði sem er mjög alvarlegt vegna þess að stofnunin ber ábyrgð á stöðu húsnæðismála og staða í húsnæðismálum er þannig að leigjendur þjást sem aldrei fyrr. Samt velur stofnunin alltaf sjálf sjónarmið leigusalans þegar það á að fjalla um leigumarkaðinn.“  

Þá telur Guðmundur stöðuna á leigumarkaði vera grafalvarlega og segir tilkynningu HMS vera aðför að leigjendum, „sem eru að kljást og reyna fóta sig inn á þessum skortmarkaði sem er einhver óregluvæddasti leigumarkaður sem fyrirfinnst á byggðu bóli.“ 

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    HMS er að framkvæma ÁRÁS á leigjendur með svona bull og þvælu yfirlýsingu.
    0
  • Ég hef aldrei þurft að borga fokdýra húsa leigu eins og aðrir þurfa að gera í dag en þó finnst mér hún samt nógu dýr fyrir mig upp á launin að gera sem ég fæ frá tryggingunum í dag að mínu mati
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
4
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu