Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Formaður Leigjendasamtakanna segir fréttatilkynningu HMS vera „aðför að leigjendum“

Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar (HMS) er greint frá því að vaxta­hækk­an­ir síð­ustu ára hafa leitt til þess að greiðslu­byrði lána hafi auk­ist um­fram leigu­verðs­hækk­an­ir. Sam­kvæmt grein­ingu HMS er greiðslu­byrð­in orð­in allt að 40 pró­sent­um hærri en leigu­verð. Formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna seg­ir HMS fara með rangt mál og til­kynn­ing­una vera til þess fallna að af­vega­leiða um­ræð­una.

Formaður Leigjendasamtakanna segir fréttatilkynningu HMS vera „aðför að leigjendum“
Formaður Leigjendasamtakanna er ósammála nýlegri fréttatilkynningu HMS og segir að hún sé aðför að leigjendum á Íslandi Mynd: Bára Huld Beck

Í nýlegri fréttatilkynningu sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti á vef sínum er sagt frá því að í kjölfar tíðra stýrivaxtahækkana, sem hófust árið 2022, hafi greiðslubyrði á húsnæði vaxið umfram leiguverð. Í dag sé til að mynda um 100 þúsund króna verðmunur á greiðslubyrði óverðtryggðs láns og leigu á 80 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu. 

Í tilkynningu HMS er litið yfir þróun leiguverðs og greiðslubyrði af nýjum húsnæðislánum á 80 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu milli áranna 2011 til 2023. 

Milli áranna 2011 og 2019 hélst hlutfall leigu og greiðslubyrðar stöðugt á höfuðborgarsvæðinu þar sem leiguverð mælist ívið hærra en mánaðarlegar afborganir á lánum.  

Í línuritinu má svo glöggt sjá sveiflurnar í greiðslubyrði lána í kjölfar lágvaxtaskeiðsins sem hófst árið 2019 snarpra vaxtahækkana sem tóku við árið 2022. 

Formaður segir framsetningu HMS villandi 

Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, segir í samtali við Heimildina að tilkynningin sé misvísandi og til þess fallin að afvegaleiða umræðuna í þágu leigusala. Hann segir HMS taka „ein lánskjör út fyrir sviga og mæla gegn tölum sem í rauninni ná alls ekki yfir verð á leigumarkaði.“

Tölur HMS um verðlag á leigumarkaði byggja á nýrri leiguskrá sem stofnunin tók í gagnið í síðasta mánuði. Þrátt fyrir að nýja leiguskráin sé byggð umfangsmeiri og betri gögnum segir Guðmundur greiningu HMS enn vera „ órafjarri því sem gengur og gerist á leigumarkaðnum, enda ná þeirra tölur yfir mjög lítinn hluta af leigumarkaðnum.“ 

Guðmundur segir að þó svo að HMS greini réttilega, að leiguverð hafi hækkað mikið undanfarin, sé hækkunin í raun talsvert meiri. Það sjáist þegar tölur HMS eru bornar saman við greiningar verðlagseftirlits Leigusamtakanna. „Við höfum séð það að húsaleiga er allt upp undir 50 prósent hærri á sömu tegundum íbúða, á sömu svæðum, heldur en Húsnæðis- mannvirkjastofnun reiknar út.“

Segir HMS afvegaleiða umræðuna í þágu leigusala

Í samtali segir Guðmundur þetta ekki vera í fyrsta sinn sem HMS sendi frá sér fréttatilkynningar af þessu tagi. Hann segir aðalfréttina vera falda í tilkynningu HMS, sem er að húsaleiga síðustu tólf ár hafi verið hærri en afborganir á lánum.

Lítið fari þó fyrir þeirra staðreynd og telur Guðmundur það vera vísvitandi gert. „þeir taka óhikað og ítrekað afstöðu með sjónarhorni leigusala á leigumarkaði sem er mjög alvarlegt vegna þess að stofnunin ber ábyrgð á stöðu húsnæðismála og staða í húsnæðismálum er þannig að leigjendur þjást sem aldrei fyrr. Samt velur stofnunin alltaf sjálf sjónarmið leigusalans þegar það á að fjalla um leigumarkaðinn.“  

Þá telur Guðmundur stöðuna á leigumarkaði vera grafalvarlega og segir tilkynningu HMS vera aðför að leigjendum, „sem eru að kljást og reyna fóta sig inn á þessum skortmarkaði sem er einhver óregluvæddasti leigumarkaður sem fyrirfinnst á byggðu bóli.“ 

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    HMS er að framkvæma ÁRÁS á leigjendur með svona bull og þvælu yfirlýsingu.
    0
  • Ég hef aldrei þurft að borga fokdýra húsa leigu eins og aðrir þurfa að gera í dag en þó finnst mér hún samt nógu dýr fyrir mig upp á launin að gera sem ég fæ frá tryggingunum í dag að mínu mati
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
2
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
3
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
5
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár