Dagarnir byrja eldsnemma hjá fimm íslenskum sjálfboðaliðum sem eru staddir úti í Kaíró í Egyptalandi og vinna þar við að koma fólki sem er með dvalarleyfi á Íslandi út af Gazasvæðinu. Þeim hefur nú þegar tekist að koma nokkrum þaðan og tólf til viðbótar eru á leiðinni af svæðinu. Þetta fólk fer í framhaldinu til Íslands, líklega um eða eftir helgi.
Ríflega 100 manns eru föst á Gazasvæðinu sem hafa þegar fengið samþykkt dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Það er flókið og dýrt að koma þeim þaðan og reiknast Semu Erlu Serdaroglu til að það muni alls kosta 50 til 60 milljónir. Landssöfnun sem hófst í síðustu viku hefur skilað árangri, um 30 milljónum, en það nægir ekki fyrir allt fólkið.
„Eins hræðilegt og er að segja það þá þurfum við að forgangsraða þeim sem þarf að koma fyrst undan þjóðarmorði,“ segir Sema. „Það eru hræðilegar aðstæður að …
Athugasemdir