Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fimm ár verði hámarksrannsóknartími sakamála

Þing­menn fimm flokka hafa lagt til að lög­reglu verði gert að hætta rann­sókn saka­máls fylgi henni ekki ákæra að ári liðnu. Hægt verði þó að fram­lengja rann­sókn­ina um ár í senn að há­marki fimm sinn­um. Hildi Sverr­is­dótt­ur, þing­flokks­for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrsta flutn­ings­manni, þyk­ir þetta eðli­legt í öfl­ugu og sann­gjörnu rétt­ar­ríki. Hér­aðssak­sókn­ari seg­ist ekki kann­ast við slík lög í öðr­um lönd­um.

Fimm ár verði hámarksrannsóknartími sakamála
Lögreglurannsóknir „Það er nú töluvert af rannsóknum sem teygja sig yfir árið,“ segir héraðssaksóknari. Mynd: Bára Huld Beck

Tólf þingmenn úr fimm flokkum hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um hámarkstíma á rannsóknum sakamála. Þær megi ekki standa lengur en eitt ár. Lögin eiga að gilda óháð tegund brota. 

Fylgi rannsókn ekki ákæra að ári liðnu verður lögreglu gert að fella hana niður. Lögregla getur þó óskað eftir framlengingu hjá dómstólum til eins árs í senn, að hámarki fimm sinnum. Þarf hún þá að sýna fram á að nauðsynlegt sé að halda rannsókninni áfram.

Flutningsmenn frumvarpsins koma úr Sjálfstæðisflokki, Framsókn, Pírötum, Viðreisn og Flokki fólksins.  

Íþyngjandi að sæta stöðu sakbornings

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segir að henni þyki skjóta skökku við að í réttarríki séu engin mörk á hve lengi lögregla getur rannsakað mál. Fólk þurfi þá að sæta íþyngjandi stöðu sakbornings, jafnvel svo árum skipti.  

Hildur Sverrisdóttirer fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.

„Ég er alls ekki að segja …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Fórnarlömb sakamála eru líka svift mannréttindum með hlerunum sem þjóna hagsmunum glæpamanna úr hruninu t.d í mínu tilfelli mínus 20 ár þetta er spilling og getur ekki hafa verið gert með dómsúrskurði heldur ólögleg aukabúgrein sem einhverjum er greitt fyrir með þýfi úr hruninu. Fann þetta á mér megnið af tímanum og er búin að sannreyna margoft og kvarta fyrst fyrir nokkrum árum hrokin og valdníðslan er slík að fátt er um svör en settur bara upp annar og fullkomnari hlerunarbúnaður lazer líklega sem beint er inn í íbúðina frá ljósastaur fyrir utan gluggan. Tæki sem finna slík rottuaugu og eyru staðfesta að þetta kemur frá ljósastaurnum sem skipt var um hausin á fyrir nokkrum árum. Þetta eru þeir búnir að gera síðan fyrir hrun í þessum þaulskipulagða glæp hérna í glæparíkinu sem ekki er með þrískipt ríkisvald og flestir í boltanum með Hemma. Fyndið að heira þessa froðusnakka tala um réttarríki þrískipt ríkisvald og þar fram eftir götunum eftir þennan bíltúr með Geirfinni Einarssyni um Efstasundið
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár