Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Um 85 prósent ljósmæðra segja öryggi mæðra stofnað í hættu vegna manneklu

Þriðja hver ljós­móð­ir íhug­að að hætta störf­um á síð­ustu tveim­ur ár­um vegna mann­eklu, of mik­ils álags og óánægju með stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar í vakta­vinnu.

Um 85 prósent ljósmæðra segja öryggi mæðra stofnað í hættu vegna manneklu
Fæðing Alls komu 4.391 lifandi fædd börn í heiminn á Íslandi á árinu 2022. Þeim fækkaði umtalsvert frá árinu áður. Ljósmæður annast stuðning, umönnun og ráðgjöf til kvenna á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu, stunda fæðingarhjálp á eigin ábyrgð og annast nýbura og ungbörn. Mynd: Shutterstock

Í könnun sem BHM gerði fyrir Ljósmæðrafélag Íslands í síðasta mánuði kemur fram að 85 prósent þeirra segja öryggi mæðra hafa verið stofnað í hættu einhvern tímann á síðustu sex mánuðum. Hlutfallið var lægra á meðal þeirra ljósmæðra í dagvinnu, eða 72 prósent, en nánast allir svarendur, 93 prósent, svöruðu að upp hefði komið aðstæður í vaktavinnu þar sem mönnun var ekki næg til að tryggja lágmarksöryggi sjúklinga. Þá svaraði tæpur helmingur, alls 48 prósent, því til að þessi staða sé að koma upp oftar en áður og af þeim hópi sem telur svo vera er 61 prósent í vaktavinnu.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hefur þriðja hver ljósmóðir íhugað að hætta störfum á síðustu tveimur árum. Þær ástæður sem fyrst og síðast eru nefndar eru mannekla, of mikið álag og óánægja með styttingu vinnuvikunnar í vaktavinnu.

Alls sögðust þrjár af hverjum fjórum ljósmæðrum upplifa álagið í starfi sínu vera annað hvort mikið eða of mikið og 70 prósent aðspurðra sagði að það hefði aukist frá því sem áður var, sérstaklega hjá þeim sem starfi í vaktavinnu. 

Óánægja með styttingu vinnuviku sem eykur álag

Í flestum kjarasamningum sem voru undirritaðir veturinn 2019 til 2020 var kveðið á um heimild til að gera breytingar á skipulagi vinnutíma og stytta vinnuvikuna í að minnsta kosti 36 virkar vinnustundir á viku, en í tilfelli vaktavinnufólks er stytting niður í 32 stundir möguleg. Yfirskrift þessara breytinga er „Betri vinnutími“. 

Launamyndun vaktavinnufólks breyttist við þetta og tók meira mið af vaktabyrði en áður. Vaktaálagsflokkum fjölgaði og nú er greiddur er sérstakur vaktahvati sem tekur mið af fjölda og fjölbreytileika vakta.

Í tilkynningu frá BHM vegna könnunarinnar, sem náði til 300 ljósmæðra á landinu öllu og var svarað af 70 prósent þess hóps, er vakin sérstök athygli á því að rúmlega helmingur ljósmæðra í vaktavinnu hjá ríkinu, 54 prósent, telur starfsaðstæður hafa versnað með tilkomu „Betri vinnutíma“ en aðeins 30 prósent telja starfsaðstæður hafa batnað. „Mikil ánægja er með betri vinnutíma meðal ljósmæðra í dagvinnu en óánægja í vaktavinnunni tengist  helst svokölluðum „vaktahvata“ og neikvæðum áhrifum styttingarinnar á sveigjanleika í starfi.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár