Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Ríkið sýknað af kröfu einstaklings sem krafðist miskabóta vegna sóttkvíar

Stefn­andi í máli gegn ís­lenska rík­inu þótti sótt­varn­ar­að­gerð­ir yf­ir­valda hér á landi ganga fram úr hófi og hon­um því fund­ist nóg kom­ið. Arn­ar Þór Jóns­son, for­setafram­bjóð­andi, er lög­mað­ur stefn­and­ans.

Ríkið sýknað af kröfu einstaklings sem krafðist miskabóta vegna sóttkvíar
Arnar Þór Jónsson Forsetaframbjóðandinn er lögmaður stefnanda í málinu. Hann hefur talað opinskátt um sínar skoðanir á aðgerðum stjórnvalda í heimsfaraldrinum. Mynd: Golli

Íslenska ríkið var sýknað af kröfu nafnlauss stefnanda sem krafðist miskabóta þar sem honum þótti hann hafa verið með ólögmættum hætti haldið í sóttkví vegna gruns um Covid smit. Arnar Þór Jónsson, forsetaframbjóðandi, er lögmaður stefnandans. 

Arnar Þór tjáði sig mikið um bólusetningar þegar faraldur Covid-19 geisaði enn. Lýsti hann yfir áhyggjum af því að borgaraleg réttindi þeirra sem efuðust um gildi bólusetninga yrðu skert líkt og réttindi gyðinga á tímum Hitlers.

Stefnandinn í málinu fylgdi ekki þeim reglum sem voru í gildi á Íslandi við heimkomu frá Bretlandi 11. nóvember 2021. Hafði hann ekki forskráð sig fyrir heimkomuna inn í landið, líkt og honum var skylt að gera, framvísaði ekki vottorði og neitaði þar að auki að gangast undir PCR-próf á landamærastöðinni á Keflavíkurflugvelli. Stefnandinn fór heldur ekki í PCR-próf fimm dögum eftir heimkomu, eins og honum bar að gera.

Brot á hans mannréttindum

Í dómsskjölum kemur fram að stefnandinn byggði „mál sitt á því að athafnir yfirvalda vegna Covid-19 faraldursins hafi verið ólögmætar. Brotið hafi verið gegn stjórnarskrárvörðu frelsi og mannréttindum hans. Skerðingarnar hafi verið réttlættar með óvísindalegum rökum, sem hrakin hafi verið í málinu. Meðalhófs hafi ekki verið gætt og jafnræðisregla brotin. Ákvörðun sóttvarnalæknis hafi jafnframt brostið lagastoð og stefnandi verið sviptur frelsi án dóms og laga.“

Þótti honum málsmeðferðin hafa verið í molum og rannsóknarreglur brotnar. Sagði hann persónuupplýsingum sínum verið miðlað með ólögmætum hætti.

Þekkti reglurnar

Fyrir dómi sagði stefnandinn að hann hefði kynnt sér reglurnar, lesið sóttvarnalög og þá reglugerð sem var í gildi. Þótti honum sóttvarnaraðgerðir yfirvalda hér á landi ganga úr hófi fram og „honum því fundist nóg komið. Aðgerðir yfirvalda hafi ekki verið forsvaranlegar að hans mati.“ 

Segir í dómnum að stefnandinn hafi meðvitað ekki fylgt þeim reglum sem voru í gildi, heldur farið í andstöðu við þær. Sagði stefnandinn að hann hefði verið í 14 daga sóttkví eftir heimkomu. Honum bar að vera í 14 daga sóttkví þar sem hann vildi ekki gangast undir PCR-sýnatöku til afléttingar á sóttkví samkvæmt gildandi reglum á þeim tíma. 

Dómurinn getur hvorki fallist á þá staðhæfingu stefnanda að rannsókn málsins hafi verið í molum né á þá málsástæðu hans að brotið hafi verið gegn rannsóknarreglu við meðferð á máli hans.“

Sóttvarnalæknir hefur heimild til vinnslu persónuupplýsinga, þar með talið „viðkvæmra persónuupplýsinga um heilsufar og lyfjanotkun einstaklinga, í þeim tilgangi að verjast alvarlegum heilsufarsógnum og til að sinna lögbundnu hlutverki sínu samkvæmt sóttvarnalögum.“

Þótti stefnanda óvísindaleg rök á bak við 14 daga sóttkví og bygði mál sitt á því að um hafi verið að ræða frelsisskerðingu. Hann dró í efa þær sóttvarnaaðgerðir sem voru þá í gildi og nauðsynleika þeirra. Dró hann einnig í efa upplýsingar sem lágu fyrir um þróun og stöðu Covid-19 faraldursins þá „dánartíðni sjúklinga, virkni og hættueiginleika bóluefna, áreiðanleika PCR-prófa og hættu við sjúkdómsskimun, það er töku sýnis með háls- og nefkoksstroki.“

Þótti aðgerðir stjórnvalda óþarfar

„Stefnandi byggir enn fremur á því að sóttvarnaaðgerðir yfirvalda hafi verið ólögmætar og óþarfar. Þær hafi valdið meiri skaða en þær hafi gert gagn og skert mannréttindi hans með ólögmætum hætti. Aðgerðir sóttvarnayfirvalda og þar með stjórnvaldsákvörðun sóttvarnalæknis í máli hans hafi auk þess ekki uppfyllt kröfur um meðalhóf og jafnræði.“

Stefnandinn er ekki sagður hafa „staðið hætta af því að fylgja þeim aðgerðum sem honum var gert að fylgja við komu hingað til lands. Niðurstaða dómsins eru að staðhæfingar stefnandans „séu rangar eða í það minnsta ófullnægjandi.“ Segir einnig í dómnum að stjórnvöld fái „nokkurt svigrúm við mat á því hvað teljist vera nauðsynlegar aðgerðir á hverjum tíma.“ Er það vegna skyldunnar sem hvílir á löggjafarvaldinu og stjórnvöldum til að vernda líf og heilsu landsmanna þegar farsóttir geisa. 

Markmið aðgerðanna að vernda heilsu almennings

Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, gaf skýrslu fyrir dómi. Tók hún það fram fyrir dómi að um nýjan sjúkdóm hafi verið að ræða sem leitt hafi til heimsfaraldurs. Var markmið aðgerðanna að vernda heilsu almennings og lágmarka skaðann sem gæti orðið, þar með talið að draga úr alvarlegum veikindum einstaklinga. 

„Sagði sóttvarnalæknir jafnframt að ekki hefði verið unnt að útiloka að þeir sem ekki hefðu einkenni sjúkdómsins gætu smitað aðra. Sóttkví hefði hins vegar mátt stytta úr 14 dögum í fimm með neikvæðu PCR-prófi fimm dögum eftir komu til landsins.“

Gögnin sem stefnandi hefur vísað til, til rökstuðnings eru ekki „ritrýnd vísindi, heldur spádómar sem hafi byggt á fölskum forsendum“ kemur fram í dómnum. 

Þurfti stefndi að sitja 14 daga sóttkví þar sem hann vildi ekki undirgangast sýnatöku við komu til landsins. Skortur á fullnægjandi niðurstöðum úr sýnatöku voru rökin fyrir því að hann þurfti að sæta 14 daga sóttkví en ekki fimm daga. Honum gafst færi á því að enda sóttkví sína með að undirgangast tvö PCR-próf með fimm daga millibili og sóttkví á milli. „Hefðu niðurstöður þeirra prófa verið neikvæðar hefði stefnandi losnað úr sóttkví að liðnum fimm dögum frá heimkomu. Á það reyndi hins vegar ekki, þar sem stefnandi valdi að sleppa því að undirgangast slík próf. Þá var það ekki tilviljun að einstaklingi sem ekki hafði undirgengist PCR-próf til afléttingar á sóttkví var gert að sæta sóttkví í 14 daga, því sá tími var talinn mögulegur meðgöngutími veirunnar, frá smiti og þar til einkenni gætu komið fram.“

Öllum málsliðum málsins var hafnað, en þeir voru meðal annars hvort að sóttvarnalæknir hafi gætt að réttaröryggishlutverki sínu, hvort að persónuupplýsingum stefnanda hafi verið miðlað með ólögmætu hætti, um faglegar forsendur aðgerða sóttvarayfirvaldi og fleiri liðir. Niðurstaða dómsins er að sóttvarnaaðgerðir yfirvaldi hafi verið byggðar á málefnalegum og réttmætum ástæðum. Dóminn má lesa í heild sinni á vef Héraðsdóms.

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu