Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkið sýknað af kröfu einstaklings sem krafðist miskabóta vegna sóttkvíar

Stefn­andi í máli gegn ís­lenska rík­inu þótti sótt­varn­ar­að­gerð­ir yf­ir­valda hér á landi ganga fram úr hófi og hon­um því fund­ist nóg kom­ið. Arn­ar Þór Jóns­son, for­setafram­bjóð­andi, er lög­mað­ur stefn­and­ans.

Ríkið sýknað af kröfu einstaklings sem krafðist miskabóta vegna sóttkvíar
Arnar Þór Jónsson Forsetaframbjóðandinn er lögmaður stefnanda í málinu. Hann hefur talað opinskátt um sínar skoðanir á aðgerðum stjórnvalda í heimsfaraldrinum. Mynd: Golli

Íslenska ríkið var sýknað af kröfu nafnlauss stefnanda sem krafðist miskabóta þar sem honum þótti hann hafa verið með ólögmættum hætti haldið í sóttkví vegna gruns um Covid smit. Arnar Þór Jónsson, forsetaframbjóðandi, er lögmaður stefnandans. 

Arnar Þór tjáði sig mikið um bólusetningar þegar faraldur Covid-19 geisaði enn. Lýsti hann yfir áhyggjum af því að borgaraleg réttindi þeirra sem efuðust um gildi bólusetninga yrðu skert líkt og réttindi gyðinga á tímum Hitlers.

Stefnandinn í málinu fylgdi ekki þeim reglum sem voru í gildi á Íslandi við heimkomu frá Bretlandi 11. nóvember 2021. Hafði hann ekki forskráð sig fyrir heimkomuna inn í landið, líkt og honum var skylt að gera, framvísaði ekki vottorði og neitaði þar að auki að gangast undir PCR-próf á landamærastöðinni á Keflavíkurflugvelli. Stefnandinn fór heldur ekki í PCR-próf fimm dögum eftir heimkomu, eins og honum bar að gera.

Brot á hans mannréttindum

Í dómsskjölum kemur fram að stefnandinn byggði „mál sitt á því að athafnir yfirvalda vegna Covid-19 faraldursins hafi verið ólögmætar. Brotið hafi verið gegn stjórnarskrárvörðu frelsi og mannréttindum hans. Skerðingarnar hafi verið réttlættar með óvísindalegum rökum, sem hrakin hafi verið í málinu. Meðalhófs hafi ekki verið gætt og jafnræðisregla brotin. Ákvörðun sóttvarnalæknis hafi jafnframt brostið lagastoð og stefnandi verið sviptur frelsi án dóms og laga.“

Þótti honum málsmeðferðin hafa verið í molum og rannsóknarreglur brotnar. Sagði hann persónuupplýsingum sínum verið miðlað með ólögmætum hætti.

Þekkti reglurnar

Fyrir dómi sagði stefnandinn að hann hefði kynnt sér reglurnar, lesið sóttvarnalög og þá reglugerð sem var í gildi. Þótti honum sóttvarnaraðgerðir yfirvalda hér á landi ganga úr hófi fram og „honum því fundist nóg komið. Aðgerðir yfirvalda hafi ekki verið forsvaranlegar að hans mati.“ 

Segir í dómnum að stefnandinn hafi meðvitað ekki fylgt þeim reglum sem voru í gildi, heldur farið í andstöðu við þær. Sagði stefnandinn að hann hefði verið í 14 daga sóttkví eftir heimkomu. Honum bar að vera í 14 daga sóttkví þar sem hann vildi ekki gangast undir PCR-sýnatöku til afléttingar á sóttkví samkvæmt gildandi reglum á þeim tíma. 

Dómurinn getur hvorki fallist á þá staðhæfingu stefnanda að rannsókn málsins hafi verið í molum né á þá málsástæðu hans að brotið hafi verið gegn rannsóknarreglu við meðferð á máli hans.“

Sóttvarnalæknir hefur heimild til vinnslu persónuupplýsinga, þar með talið „viðkvæmra persónuupplýsinga um heilsufar og lyfjanotkun einstaklinga, í þeim tilgangi að verjast alvarlegum heilsufarsógnum og til að sinna lögbundnu hlutverki sínu samkvæmt sóttvarnalögum.“

Þótti stefnanda óvísindaleg rök á bak við 14 daga sóttkví og bygði mál sitt á því að um hafi verið að ræða frelsisskerðingu. Hann dró í efa þær sóttvarnaaðgerðir sem voru þá í gildi og nauðsynleika þeirra. Dró hann einnig í efa upplýsingar sem lágu fyrir um þróun og stöðu Covid-19 faraldursins þá „dánartíðni sjúklinga, virkni og hættueiginleika bóluefna, áreiðanleika PCR-prófa og hættu við sjúkdómsskimun, það er töku sýnis með háls- og nefkoksstroki.“

Þótti aðgerðir stjórnvalda óþarfar

„Stefnandi byggir enn fremur á því að sóttvarnaaðgerðir yfirvalda hafi verið ólögmætar og óþarfar. Þær hafi valdið meiri skaða en þær hafi gert gagn og skert mannréttindi hans með ólögmætum hætti. Aðgerðir sóttvarnayfirvalda og þar með stjórnvaldsákvörðun sóttvarnalæknis í máli hans hafi auk þess ekki uppfyllt kröfur um meðalhóf og jafnræði.“

Stefnandinn er ekki sagður hafa „staðið hætta af því að fylgja þeim aðgerðum sem honum var gert að fylgja við komu hingað til lands. Niðurstaða dómsins eru að staðhæfingar stefnandans „séu rangar eða í það minnsta ófullnægjandi.“ Segir einnig í dómnum að stjórnvöld fái „nokkurt svigrúm við mat á því hvað teljist vera nauðsynlegar aðgerðir á hverjum tíma.“ Er það vegna skyldunnar sem hvílir á löggjafarvaldinu og stjórnvöldum til að vernda líf og heilsu landsmanna þegar farsóttir geisa. 

Markmið aðgerðanna að vernda heilsu almennings

Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, gaf skýrslu fyrir dómi. Tók hún það fram fyrir dómi að um nýjan sjúkdóm hafi verið að ræða sem leitt hafi til heimsfaraldurs. Var markmið aðgerðanna að vernda heilsu almennings og lágmarka skaðann sem gæti orðið, þar með talið að draga úr alvarlegum veikindum einstaklinga. 

„Sagði sóttvarnalæknir jafnframt að ekki hefði verið unnt að útiloka að þeir sem ekki hefðu einkenni sjúkdómsins gætu smitað aðra. Sóttkví hefði hins vegar mátt stytta úr 14 dögum í fimm með neikvæðu PCR-prófi fimm dögum eftir komu til landsins.“

Gögnin sem stefnandi hefur vísað til, til rökstuðnings eru ekki „ritrýnd vísindi, heldur spádómar sem hafi byggt á fölskum forsendum“ kemur fram í dómnum. 

Þurfti stefndi að sitja 14 daga sóttkví þar sem hann vildi ekki undirgangast sýnatöku við komu til landsins. Skortur á fullnægjandi niðurstöðum úr sýnatöku voru rökin fyrir því að hann þurfti að sæta 14 daga sóttkví en ekki fimm daga. Honum gafst færi á því að enda sóttkví sína með að undirgangast tvö PCR-próf með fimm daga millibili og sóttkví á milli. „Hefðu niðurstöður þeirra prófa verið neikvæðar hefði stefnandi losnað úr sóttkví að liðnum fimm dögum frá heimkomu. Á það reyndi hins vegar ekki, þar sem stefnandi valdi að sleppa því að undirgangast slík próf. Þá var það ekki tilviljun að einstaklingi sem ekki hafði undirgengist PCR-próf til afléttingar á sóttkví var gert að sæta sóttkví í 14 daga, því sá tími var talinn mögulegur meðgöngutími veirunnar, frá smiti og þar til einkenni gætu komið fram.“

Öllum málsliðum málsins var hafnað, en þeir voru meðal annars hvort að sóttvarnalæknir hafi gætt að réttaröryggishlutverki sínu, hvort að persónuupplýsingum stefnanda hafi verið miðlað með ólögmætu hætti, um faglegar forsendur aðgerða sóttvarayfirvaldi og fleiri liðir. Niðurstaða dómsins er að sóttvarnaaðgerðir yfirvaldi hafi verið byggðar á málefnalegum og réttmætum ástæðum. Dóminn má lesa í heild sinni á vef Héraðsdóms.

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu