Utanríkisráðuneytið telur sig ekki unnt að afhenda afrit af samskiptum sínum við sendiráð Egypta og Ísraela í Osló er varðar þá Palestínumenn sem hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar á Íslandi en til þess að fólkið sem er fast á Gaza, en á rétt á að búa á Íslandi, komist yfir landamærin til Egyptalands, verður ráðuneytið að senda lista með nöfnum þeirra til þessara aðila. Utanríkisráðuneytið vísar í það ákvæði upplýsingalaga sem heimilar að takmarka upplýsingarétt almennings „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast þess,“ eins og segir í svari við fyrirspurn Heimildarinnar sem barst í dag 13. febrúar.
„Það er nauðsynlegt að samskipti utanríkisþjónustunnar af þessu tagi fari leynt til að tryggja áframhaldandi góð samskipti og gagnkvæmt traust viðkomandi aðila,“ segir í svarinu. En það var fyrr í mánuðinum sem ráðuneytið svaraði annarri fyrirspurn, sem var send 30. janúar, hvort að ráðuneytið væri búið að senda listann með nöfnunum, sem er grunnforsenda þessa …
Athugasemdir (1)