Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Prestur innflytjenda líkaði við færslu Bjarna

Ann­ar starf­andi prest­ur inn­flytj­enda og flótta­fólks hjá þjóð­kirkj­unni lík­aði við Face­book-færslu Bjarna Bene­dikts­son­ar ut­an­rík­is­ráð­herra þar sem fram kom að herða þyrfti regl­ur um hæl­is­leit­enda­mál og auka eft­ir­lit á landa­mær­um. Nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag væri al­ger­lega kom­ið úr bönd­un­um og inn­við­ir sprungn­ir. Prest­ur­inn seg­ist hafa ver­ið sam­mála um­mæl­um Bjarna um tjald­búð­irn­ar.

Prestur innflytjenda líkaði við færslu Bjarna
Tjaldbúðum var slegið upp á Austurvelli vikunum saman til að mótmæla skorti á aðgerðum stjórnvalda í málefnum dvalarleyfishafa á Gaza. Mynd: Golli

Pétur Ragnhildarson, annar prestur innflytjenda og flóttafólks hjá þjóðkirkjunni, líkaði við umdeilda Facebook-færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisáðherra sem birtist í síðasta mánuði. Færslan var birt í kjölfar mótmæla Palestínumanna sem kröfðust aðgerða ríkisstjórnarinnar í málefnum dvalarleyfishafa á grundvelli fjölskyldusameiningar sem fastir eru á Gaza.

Í færslunni gagnrýndi utanríkisráðherra tjaldbúðir mótmælenda á Austurvelli, kallaði þær „hörmung“ og taldi það ólíðandi að öðrum þjóðfána væri flaggað fyrir framan Alþingi svo vikum skipti. Í því samhengi sagði hann að herða þyrfti reglur um hælisleitendamál.

„Núverandi fyrirkomulag er algerlega komið úr böndunum, bæði varðandi kostnað og fjölda umsókna. Innviðir okkar eru komnir að þolmörkum,“ skrifaði Bjarni.

Á vegum þjóðkirkjunnar starfa prestar sem þjónusta sérstaklega innflytjendur og flóttafólk. Prestarnir vinna sem almennir ráðgjafar, ekki sem trúboðar, þannig að allir geta notið þjónustu hjá þeim óháð trúarlegum bakgrunni sínum.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EGT
    Einar G Torfason skrifaði
    "Ömurlegt"!
    0
  • Helga Ögmundardóttir skrifaði
    Þvílíkur fulltrúi kærleika og umburðarlyndis. Skömm að þessu.
    1
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Er það rétt skilið hjá mér að þessi greyn sé skrifuð í þeim eina tilgangi að sá sá efa um hollustu og góðvild umræds prest?
    -4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár