Byggðakvóti sem ríkisstofnunin Byggðastofnun hefur úthlutað síðustu tvö fiskveiðiár til að efla byggð í þorpinu Djúpavogi á Austurlandi hefur runnið til útgerða sem gera ekki út þaðan. Um er að ræða útgerðir eins og Jakob Valgeir í Bolungarvík, Skinney-Þinganes frá Höfn í Hornafirði, Brim í Reykjavík og GPG á Stykkishólmi. Á þessu er samt eðlileg skýring segir Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum frá Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra við spurningum sem þingmaður Flokks fólksins, Eyjólfur Ármannsson, lagði fram. Svör Sigurðar Inga birtust á vef Alþingis þann 22. janúar síðastliðinn. Ekkert af þeim byggðakvóta sem er eyrnamerktur Djúpavogi er landað þar. Í svari Sigurðar Inga kemur líka fram að þó að umræddur byggðakvóti renni til þessara útgerða þá segi það ekki alla söguna því þær hafi þá gert vistunarsamninga um …
En hvar er rotið?
Er strax í upphafi búið að semja bak við tjöldin – hvað er hvurs og hvurs er hvað – eða er það hagnaður kvótanotanda að semja útfyrir sitt byggðalag?
Hvað sem er, þá er þetta samfélagi okkar ekki til upphefðar – heldur niðurrifs!