Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Áralangt karp um byggðakvótann: Alþingi samþykkir gerð skýrslu

Beiðni um að Rík­is­end­ur­skoð­un geri skýrslu um út­hlut­un Byggða­kvóta var sam­þykkt á Al­þingi í síð­ustu viku. Sig­ur­jón Þórð­ar­son, vara­mað­ur í stjórn Byggða­stofn­un­ar, seg­ir að Byggða­stofn­un sé að fram­fylgja póli­tísk­um vilja Fram­sókn­ar­flokks­ins við út­hlut­un byggða­kvóta. For­stjóri Byggða­stofn­un­ar, Arn­ar Elías­son, seg­ir gagn­rýn­ina byggða á mis­skiln­ingi.

Áralangt karp um byggðakvótann: Alþingi samþykkir gerð skýrslu
Þingmenn samþykkja skýrslu Samkvæmt yfirliti yfir kvótaúthlutanir sem eiga að efla byggðina á Djúpavogi þá rennur sá kvóti ekki til útgerða þar. Arnar Már Elíasson er forstjóri Byggðastofnunar. Þingmenn á Alþingi samþykktu í síðustu viku að Ríkisendurskoðun geri skýrslu um úthlutun Byggðakvóta. Forstjórin segir gagnrýni á úthlutunina byggða á misskilningi. Mynd: Byggðastofnun

Byggðakvóti sem ríkisstofnunin Byggðastofnun hefur úthlutað síðustu tvö fiskveiðiár til að efla byggð í þorpinu Djúpavogi á Austurlandi hefur runnið til útgerða sem gera ekki út þaðan. Um er að ræða útgerðir eins og Jakob Valgeir í Bolungarvík, Skinney-Þinganes frá Höfn í Hornafirði, Brim í Reykjavík og GPG á Stykkishólmi. Á þessu er samt eðlileg skýring segir Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum frá Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra við spurningum sem þingmaður Flokks fólksins, Eyjólfur Ármannsson, lagði fram. Svör Sigurðar Inga birtust á vef Alþingis þann 22. janúar síðastliðinn. Ekkert af þeim byggðakvóta sem er eyrnamerktur Djúpavogi er landað þar. Í svari Sigurðar Inga kemur líka fram að þó að umræddur byggðakvóti renni til þessara útgerða þá segi það ekki alla söguna því þær hafi þá gert vistunarsamninga um …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Ætíð hefur hinn einfaldi talið að byggðakvóti sé brennimerktur ákveðinni byggð, til þess að auka og efla starfsemi þar.
    En hvar er rotið?
    Er strax í upphafi búið að semja bak við tjöldin – hvað er hvurs og hvurs er hvað – eða er það hagnaður kvótanotanda að semja útfyrir sitt byggðalag?
    Hvað sem er, þá er þetta samfélagi okkar ekki til upphefðar – heldur niðurrifs!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kvótaúthlutanir Byggðastofnunar

Þingmenn biðja um athugun á kvótaúthlutunum Byggðastofnunar
FréttirKvótaúthlutanir Byggðastofnunar

Þing­menn biðja um at­hug­un á kvóta­út­hlut­un­um Byggða­stofn­un­ar

14 þing­menn úr stjórn­ar­and­stöð­unni hafa lagt fram beiðni á Al­þingi um að Rík­is­end­ur­skoð­un vinni skýrslu um kvóta­út­hlut­an­ir Byggða­stofn­un­ar. Í lok síð­asta árs var greint frá því að Byggða­stofn­un hefði, þvert á lög, út­hlut­að byggða­kvóta til fyr­ir­tæk­is í meiri­hluta­eigu norsks lax­eld­isrisa.
Segir óráðsíu og eftirlitsleysi ríkja í úthlutun á milljarða króna byggðakvóta
FréttirKvótaúthlutanir Byggðastofnunar

Seg­ir óráðs­íu og eft­ir­lits­leysi ríkja í út­hlut­un á millj­arða króna byggða­kvóta

Tæp­lega tveggja millj­arða byggða­kvóta er út­hlut­að ár­lega frá ís­lenska rík­inu. Út­hlut­un á rúm­lega 300 millj­óna byggða­kvóta til fyr­ir­tækja á Djúpa­vogi sem eru í meiri­hluta­eigu norskra lax­eld­is­fyr­ir­tækja var brot á lög­um. Byggða­stofn­un hef­ur breytt verklagi sínu vegna þessa máls. Sig­ur­jón Þórð­ar­son, vara­mað­ur í stjórn Byggða­stofn­un­ar, seg­ir óverj­andi hvernig byggða­kvót­an­um er út­hlut­að.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár