Þröstur Kjaran Elísson vélamaður hefur starfað við gerð varnargarða í Svartsengi síðan í nóvember. Á fimmtudagskvöldið var hann að starfa upp við glóandi hraunbreiðuna og prófaði að reka tönnina á jarðýtu sinni í hana. Myndbandi sem sýnir atvikið deildi hann á Facebook. Undir færsluna skrifar hann „Ég bara varð að prófa...“
Í samtali við Heimildina segist Þröstur ekki vera hræddur við hraunið. „Það þýðir ekkert. Þetta er farið að komast upp í vana.“ Nálægðin við eldgos venjist eins og hvað annað. „Þetta er hlýtt og notalegt,“ segir hann.
Blm: Og ýtan þolir þetta alveg?
„Jájá. Þetta er úr járni. Það eru aðrir strákar þarna og þeir eru grafandi ofan í þetta. Þetta er góður hópur og hlutirnir eru að ganga upp þarna.“
Þröstur segir ekkert streituvaldandi að vinna varnargarðana í kappi við tímann með eldgos yfirvofandi. „Þetta er ekki stressandi fyrir mig. Frekar hvetjandi. Þetta rekur á eftir manni.“ …
Athugasemdir (2)