Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Brá þegar hann þurfti að yfirgefa hótelið vegna eldgoss

Ferða­mað­ur­inn og Youtu­be-stjarn­an Tim Lindon þurfti að yf­ir­gefa hót­el­ið við Bláa lón­ið að­faranótt fimmtu­dags vegna eld­goss­ins. Gos­ið kom upp ná­lægt hót­el­inu og á með­fylgj­andi mynd­skeiði sést hvar hann keyr­ir út af svæð­inu, með eld­gos í bak­sýn­is­spegl­in­um.

Brá þegar hann þurfti að yfirgefa hótelið vegna eldgoss
Rauður bjarminn Tim Lindon, Youtube-stjörnu, var brugðið að sjá bjarmann frá hrauninu þegar hann gekk út af hóteli Bláa lónsins. Mynd: Skjáskot

Ferðamaðurinn og Youtube-stjarnan Tim Lindon gisti á Silica hótelinu við Bláa lónið aðfaranótt fimmtudags. Klukkan hálfsex að morgni vaknaði hann við háværar sírenur, bank á herbergisdyrnar og fyrirmæli um að yfirgefa hótelið strax. Rétt upp úr klukkan sex hófst eldgos í Sundhnúkaröðinni, en þegar á leið daginn rann hraun yfir Grindavíkurveg og stofnlögn HS-Veitna fyrir svæðið. 

En hann vissi það ekki þegar hann var að pakka saman dótinu sínu og gekk út úr herberginu.

Fann hitann frá hrauninu

Í myndbandinu lýsir Tim atvikum beint: „Ég er frekar stressaður, veit eiginlega ekki hvað er í gangi.“ Hann sá svo reykinn og bjarmann af gosinu út um gluggann: „Ég held að þetta sé það sem er í gangi.“ 

Þegar hann gekk út af hótelinu blöstu logar eldgossins við. 

Í myndbandinu má einnig sjá þegar hótelgestum var sagt að fara frá hótelinu, á eigin bílum eða með rútu. Margir keyrðu því framhjá gosinu og sáu það vel, stoppuðu jafnvel á Grindavíkurvegi til að dást að því. 

Tim var á bílaleigubíl og var sagt að yfirgefa svæðið á honum. Hann nýtti tækifærið til þess að staldra við og dáðst að gosinu: „Ég finn fyrir hitanum héðan!“

Hann sýndi hversu nálægt gosið var hótelinu: „Ég hef ekki upplifað þetta áður, að keyra og þegar ég lít í hliðarspegilinn sé ég eldgos.“

Flauturnar fóru af stað

Alls þurftu 150 gestir og starfsmenn að yfirgefa hótelið í flýti. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstrar- og þjónustu Bláa lónsins, sagði í samtali við Heimildina á fimmtudag að rýmingin hefði farið fram með yfirveguðum hætti, tekið 40 mínútur og gestir hefðu fengið tíma til þess að pakka í töskur og ganga frá herbergjum. Þetta sýnir myndbandið frá Tim. 

Í Spursmálum á Mbl sem kom út í morgun segir Helga að allir gestirnir hafi verið farnir af svæðinu áður en gosið hófst. Spurð út í málið segir Helga í samtali við Heimildina að gestirnir hafi farið út á svipuðum tíma og gaus. „Bílarnir keyrðu fram hjá gosinu. Þetta er náttúrulega bara mínútu spursmál en við vissum alltaf að þetta væri í Sundhnúkagígunum, sem er einhverja þrjá kílómetra frá okkur. Þess vegna vorum við bara með yfirvegaða rýmingu.“ 

Rýmingin hafi gengið vel. „Það sem var sérstakt við þessa rýmingu núna var að það er búið að koma upp viðvaranaflautum við Bláa lónið og inni í Grindavík,“ sagði hún.

Hljóðið heyrist vel í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu