Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Staðan er grafalvarleg og við þurfum að búa okkur undir það að hún geti versnað“

Bæj­ar­stjór­inn í Vog­um seg­ir að það sé erfitt að segja ná­kvæm­lega til um hversu lang­an tíma það muni taka að koma heitu vatni aft­ur á Reykja­nes­ið. Um 30 þús­und manns búa á svæð­inu.

„Staðan er grafalvarleg og við þurfum að búa okkur undir það að hún geti versnað“
Vonast eftir góðum fréttum Bæjarstjórinn í Vogum ætlar að leyfa sér að halda í bjartsýnina þótt íbúar þurfi að búa sig undir að staðan muni versna. Mynd: Vogar.is

Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum, segir í færslu á Facebook að ljóst sé að Reykjanesið verði án hitaveitu „í lengri tíma en bjartsýnasta sviðsmyndin“ gerði ráð fyrir. „Hversu lengi ástandið mun vara er enn óljóst en starfsfólk orkufyrirtækjanna og viðbragðsaðilar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að tengja hitaveitu á svæðinu með öðrum leiðum. Eins og fram hefur komið munu þær aðgerðir taka einhverja daga til viðbótar og erfitt að segja nákvæmlega til um hvernig það mun ganga og hversu langan tíma það getur tekið að koma aftur hita á svæðið.“

Seint í gærkvöldi varð ljóst að ekkert heitt vatn muni á næstunni streyma um lagn­ir frá Svartsengi til byggð­ar­laga á Reykja­nesi. Hjá­v­eitu­lögn meðfram Njarð­víkuræð­inni, sem reynt var að nota eft­ir við­gerð, fór þá í sund­ur und­ir hraun­inu. „Það er ljóst að næstu dag­ar og næt­ur geta því orð­ið kald­ar í hús­um á Suð­ur­nesj­um,“ sögðu al­manna­varn­ir í tilkynningu í nótt. 

Svartsengi er lífæð Suðurnesja þegar kemur að heitavatnsframleiðslu. Þaðan hafa 30 þúsund íbúar á Reykjanesi, að tæplega fjögur þúsund íbúum Grindavíkur meðtöldum, heita vatnið sitt. Auk Voga verður ekkert heitt til staðar í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Grindavík.

„Staðan er grafalvarleg“

Gunnar Axel segir að í svona aðstæðum reyni á þolrif samfélagsins og að næstu dagar verða áskorun fyrir íbúa. „Miðað við þá samstöðu og samhug sem hefur birst okkur síðustu daga, þar sem allir virðast reiðubúnir til að leggja fram hjálparhönd, aðstoða nágranna sína og kannski umfram allt sýna ótrúlega yfirvegun í þessum fordæmalausu aðstæðum, þá leyfi ég mér að halda í bjartsýnina. Það verður þó ekki framhjá þvi horft að staðan er grafalvarleg og við þurfum að búa okkur undir það að hún geti versnað. Það búa ekki allir við sömu aðstæður, sumir eiga baklönd og eru jafnvel vel færir um að bjarga sér í en það á ekki við um alla. Nýjustu veðurspár gera ráð fyrir því að aðeins muni draga úr frosti en samt má búast við áframhaldandi talsverðum kulda næstu daga.“

Bæjarstjórinn skrifar að lokum að verkefni þessa laugardags verði vafalaust fjölmörg og að aðgerðastjórn, sem hittist strax í morgunsárið til að fara yfir stöðuna, muni funda reglulega til að taka stöðuna og ákveða næstu skref. „Vonandi færir dagurinn okkur einhverjar góðar fréttir.“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár