Útilokað að gera við lögnina – Það verður kalt næstu nætur á Suðurnesjum

Útilokað að gera við lögnina – Það verður kalt næstu nætur á Suðurnesjum

Ekk­ert heitt vatn mun á næst­unni streyma um lagn­ir frá Svartsengi til byggð­ar­laga á Reykja­nesi. Hjá­v­eitu­lögn með­fram Njarð­víkuræð­inni, sem reynt var að nota eft­ir við­gerð, er far­in í sund­ur und­ir hraun­inu. „Það er ljóst að næstu dag­ar og næt­ur geta því orð­ið kald­ar í hús­um á Suð­ur­nesj­um,“ segja al­manna­varn­ir.

Hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni, stofnlögninni sem flytur heitt vatn til byggðarlaga á Suðurnesjum, fór í sundur undir miðju hrauni um kl. 22:30 í gærkvöld (föstudagskvöld) og „ber hún því ekki heitt vatn lengur til Reykjanesbæjar,” segir í tilkynningu á Facebook-síðu HS Orku.

Væntanlega laskaðist lögnin við hraunrennslið að morgni miðvikudagsins og seint í gærkvöld, föstudagskvöld, þegar aukið var við vatnsdælingu, virðist hún hafa brostið endanlega. „Staðsetningin er undir miðju hrauni, á þeim kafla þar sem það er þykkast, og því útilokað að ráðast í viðgerðir þar.”

Stofnæðin fuðraði uppMynd­band sem ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar tók í gær sýn­ir glöggt eyði­legg­ing­ar­mátt hraun­flæð­is­ins þeg­ar það fór yf­ir heita vatns­lögn HS-VeitnaHeimildin / Golli

HS Orka segir að þegar sé hafinn undirbúningur að lagningu nýrrar lagnar í samstarfi við almannavarnir en ljóst er að sú framkvæmd mun taka einhverja daga. Ekki er hægt að áætla nákvæmari tímasetningar á þessari stundu, segir HS Orka í tilkynningunni.

„Brýnt er að fylgja leiðbeiningu almannavarna og HS Veitna varðandi viðbrögð í þessum erfiðu og krefjandi aðstæðum.”

Næstu nætur geta „orðið kaldar í húsum á Suðurnesjum“

Almannavarnir sendu svo frá sér tilkynningu klukkan rúmlega eitt í nótt þar sem sagði að afleiðingar af eldgosinu sem hófst um sexleytið í á fimmtudagsmorgun væru að sýna sig að verða verulegar og að þær muni hafa mjög mikil áhrif á daglegt líf íbúa á Reykjanesi næstu dagana. Því væri óhætt að segja að næsta vika muni taka á samtakamátt og samheldni íbúa. „Það er ljóst að næstu dagar og nætur geta því orðið kaldar í húsum á Suðurnesjum. Mörg eru búin að tryggja sér rafmagnshitara og er það ítrekað að minna fólk á að nota þau raftæki sparlega, eða eftir þörfum og taki þar með tillit til annarra. Í kvöld kom það vel í ljós hvaða áhrif álagspunktar á kerfið geta haft þegar rafmagn fór af stórum hluta svæðisins. Áður hefur komið fram að rafdreifikerfi HS Veitna er ekki hannað til húskyndingar  og því þolir kerfið ekki mikla álagspunkta. Það er ekki hægt að segja það nægilega oft hve mikilvægt það er fyrir rafkerfið á Suðurnesjum að fara sparlega með rafmagnið.Það mun skipta sköpum fyrir næstu daga.“

Almannavarnir hvöttu alla til þess að huga að nágrönnum sínum þar sem að ekki væri víst að allir hefðu haft tækifæri til að verða sér úti um hitara eða skilja þær leiðbeiningar sem sendar höfðu verið út í gær um takmörkun á notkun þeirra.  Þá hefðu einhverjir orðið sér út um gashitara og minnt var á á mikilvægi þess að hafa opna glugga þegar gas væri notað. „Þá er ekki síður mikilvægt að slökkva á öllu gasi áður en fólk fer að sofa og setja gaskútinn út fyrir dyr. Aldrei á að nota gas í lokuðu rými innanhúss og yfir nótt, mikilvægt er að lofta um rými þar sem gas er í notkun.“

Almannavarnir ítrekuðu að til þess að halda rafmagni á húsum væri mikilvægt að allir hámarki rafkyndingu við 2,5 kW á hverja íbúð. „Fari sparlega með rafmagn, slökkva á rafmagnsofnum á meðan önnur orkufrek raftæki eru notuð og hlaði ekki rafbíla heima fyrir heldur noti hverfahleðslur og hraðhleðslur sem í boði eru á svæðinu.“

Stjórnvöld voru vöruð við

Í forsíðuumfjöllun nýjasta tölublaðs Heimildarinnar var fjallað ítarlega um þær mögulegt hitavatnsleysi á Reykjanesi vegna eldgosa og jarðhræringa. Þar var greint frá minn­is­blöðum sem Heim­ild­in hef­ur feng­ið af­hent sem sýna að mögu­legt hita­vatns­leysi á Suð­ur­nesj­um hef­ur ver­ið mik­ið áhyggju­efni mán­uð­um sam­an og að stjórn­völd voru hvött til að hefja und­ir­bún­ings­vinnu til að tak­ast á við verstu sviðs­mynd­ir. Sú vinna þyrfti meðal annars að fela í sér uppsetningu á neyðarhitaveitu sem yrði keyrð á jarðefnaeldsneyti. Elsta minnisblaðið er dagsett 11. nóvember, degi eftir að Grindavík var rýmd. 

Við­brögð­ stjórnvalda hafa hins vegar ver­ið af skorn­um skammti, en sú sviðsmynd sem raungerðist á fimmtudag var sú næst versta. Eina sem gæti hafa verið verri er ef það hefði gosið í Svartsengi þar sem heitt vatn og raforka eru framleidd af einkafyrirtækinu HS Orku. 

Sú lausn sem vonast var til að leysti stöðuna, að minnsta kosti tímabundið, var áðurnefnd varaheitavatnslögn í jörðu sem byrjað var að vinna að fyrir jól og var langt komin þegar eldgosið byrjaði. Allt traust var lagt á hana. Hún fór hins vegar, líkt og áður sagði, undir hraun en var talin mögulega nothæf. 

Um sexleytið síðdegis í gær sendi HS Orka frá sér tilkynningum um að vatn væri aftur komið á stofnæðina, hina svokölluðu Njarðvíkuræð. Þar sagði að aðgerðir við að tengja hana við varaheitavatnslögnina hefðu tekist vel. „Óttast var að skemmdir hefðu orðið á þeim hluta hennar sem fór undir hraun auk þess sem hitabreytingar við inndælingu gátu valdið því að lögnin skryppi saman og tog kæmi á hana. Það gerðist ekki. Á þeim hluta lagnarinnar sem búið var að sanda og fergja eru vísbendingar um að hitastigið sé ekki mjög hátt miðað við aðstæður en lögnin var á tveggja metra dýpi áður en hraunið rann. Ekki er sjálfgefið að aðgerð af þessum toga, við jafn krefjandi aðstæður og raun ber vitni, gangi áfallalaust fyrir sig. Það var þó reyndin í dag.“ Svo var þeim sem unnu að viðgerðum og tengingum þakkað.

Nokkrum klukkutímum síðar var lögnin undir hrauninu farin í sundur. 

Hús fara að skemmast ef hiti fer undir fjórar gráður

Rafdreifikerfið á svæðinu er ekki hannað til húshitunnar, ekki frekar en á flestum öðrum stöðum á landinu. Þolmörk þess liggja við það að hvert heimili geti notað 2,5 kílóvattstundir. 

Í gærkvöldi var þegar ljóst að álag á rafdreifikerfið var komið yfir þolmörk. Sum heimili voru nokkuð sýnilega að nota meira rafmagn en áætlað var á þau. Fyrir vikið varð rafmagnslaust í Innri-Njarðvík og viss­um hverf­um í Reykja­nes­bæ. Einkafyrirtækið HS Veitur, sem notast við slagorðið „Við færum þér þægindin heim“, sér um dreifingu á rafmagni til íbúa á svæðinu. Í færslu þess á Facebook í gærkvöldi sagði: „Fólk virðist aðeins vera að gleyma sér og álag á sumum svæðum að fara yfir þolmörk með þeim afleiðingum að rafmagn er að slá út. Endilega stöndum saman í þessu þar til ástandinu verður aflétt.“

Í umfjöllun Heimildarinnar í gær kom fram að þau viðbrögð sem heimilin voru hvött til að sýna, að verða sér úti um einn rafmagnsofn eða einn hitablásara hvert, voru ekki ætluð til að halda stofuhita á híbýlum fólks heldur til að ná upp um fimm gráðu meðalhita innanhúss. Ætli fjölskyldur að fylgja leiðbeiningum og koma í veg fyrir að rafdreifikerfið bresti líka þá blasir við að þær komi hita á eitt herbergi og sofi þar saman. 

Þessi upphitun, sem er neyðarviðbragð, dugar til þess að verja hús tímabundið frá skemmdum í frostinu sem verið hefur síðustu daga. Frostskemmdir í húsum fara fyrst að gera vart við sig ef húshiti fer niður fyrir fjórar gráður. Við núverandi veðurfar er almennt hægt að gera ráð fyrir að slík kólnun eigi sér stað í húsum eftir þrjá til fjóra daga án hita. Frostskemmdir í snjóbræðslu, þar sem notast er við affall af húsum til upphitunar á innkeyrslum eða öðrum svæðum, munu samkvæmt  ábendingum sem Félag pípulagningameistara og Samtök rafverktaka hafa tekið saman, byrja að myndast innan sólarhrings. Sömu sögu er að segja af heitum pottum þar sem affall fer í lögn fyrir þá. Mikið er af sérbýlum á Suðurnesjunum og því töluvert um bæði snjóbræðslu og heita potta. 

Það eru ekki einungis húsin sem verða köld á Suðurnesjum. Fyrirtækin verða það líka. Þeirra á meðal eru matvöruverslanir, sem nota mun meira rafmagn en venjuleg heimili enda meðal annars nauðsynlegt að viðhalda kælirýmum svo matvara skemmist ekki. Í Bónus á Fitjum í Reykjanesbæ var 125 kílóvatta rafstöð komin í gang strax í gærmorgun og önnur minni var væntaleg við aðra verslun fyrirtækisins síðar um daginn. Í færslu á Facebook-síðu Bónus sagði: „Með þessu móti er hægt að kynda verslunina og reka Fitjar ef rafmagn fer af svæðinu.“ Byko greip til sambærilegra ráðstafanna. 

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Það sem við erum að Supa seiðið af i dag er að Rikið seldi sin 40% i Hitaveitu Suðurnesja og Felaginu var splittað upp i 2 felög Bæjarfelögin seldu sinn eignarhlut a Tombolu Verði. Ekki hefur verið spað i Vara leið fyrir heitt Vatn af þeim sem eiga felagið i Dag. Við erum nu að Gjalda fyrir EINKAVÆÐINGU, Felagið hefur greitt Hluthöfum ut haar Arðgreiðslur Menn hafa flotið sofandi að Feigðarosi. Nu hefur það versta gerst 30.000 Ibuar eru an heitts vatns i 10 daga. Engin Varaleið er til. Við stofnun Hitaveitu Suðurnesja i Þoshamri kom fljotlega upp su Hugmind að Kaupa Heitt vatn af Orkuveitu Reykjavikur og leggja 20 Tommu leiðslu a Fitjar i Njarðvik i Öxl Reykjanesbrautar 30 kilometra leið Illa gekk að fa keypt Landið i Svartseingi. Su leið er enn til staðar og er Besti Varakosturinn fyrir Suðurnes Hringtenging a kerfinu. Þetta Astand getur varað lengi að sögn Serfroðra manna. Hugsanlega gæti Orkuverið i Svartsengi FARIÐ AF I GOSI. Þvi þarf ISLENSKA RIKIÐ að ÞJOÐNYTA 51% i HS Orku og HS Veitum og koma varanlegu Astandi a og TRYGGJA ÖRIGGI suðurnesja til frambuðar. Auka þarf Orguframleiðslu i Reykjavik samhliða þvi. Nuverandi EIGENDUR þessa Felaga hafa engan ahuga a þvi. Það eru bara HAKALLAR i leit að Peningum og ARÐGREIÐSLUM AR KVERT.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

Almannavarnir sveitarfélaganna í ólestri
FréttirReykjaneseldar

Al­manna­varn­ir sveit­ar­fé­lag­anna í ólestri

Mik­ill meiri­hluti sveit­ar­fé­laga hef­ur ekki fram­kvæmt eða skil­að grein­ingu á áhættu og áfalla­þoli til Al­manna­varna. Með­al þeirra eru Grinda­vík og Suð­ur­nesja­bær á Reykja­nesskaga og fjöl­menn sveit­ar­fé­lög eins og Kópa­vogs­bær. Þær grein­ing­ar sem hafa ver­ið gerð­ar mála upp mynd af víð­tæk­um van­bún­aði og van­getu til að kljást við áföll, á tím­um nýrra áskor­ana eins og Reykja­neselda.
Með vatnsbirgðir til að ráða við einn „venjulegan húsbruna“
FréttirReykjaneseldar

Með vatns­birgð­ir til að ráða við einn „venju­leg­an hús­bruna“

Vegna lask­aðra inn­viða eru að­stæð­ur í Grinda­vík til slökkvistarfa ekki þær ákjós­an­leg­ustu. Slökkvi­lið Grinda­vík­ur býr yf­ir vatns­birgð­um fyr­ir fyrsta við­bragð ef upp kæmi elds­voði en þyrfti að sækja vatn í sjó eða til Svartseng­is ef þær duga ekki til. „Nei, nei, nei,“ svar­ar slökkvi­liðs­stjór­inn, spurð­ur hvort hann ætli að gista í bæn­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár