Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Rúmlega hundrað gestir í Bláa lóninu – höfðu tíma til að pakka í töskur

Þó nokk­ur fjöldi var stadd­ur á hót­el­um Bláa lóns­ins þeg­ar gjósa fór í morg­un. Að sögn Helgu Árna­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra sölu-, mark­aðs- og vöru­þró­un­ar­sviðs Bláa lóns­ins, ein­kennd­ist rým­ing­in ekki af neinu óða­g­oti. Bú­ið var að und­ir­búa gesti und­ir þann mögu­leika að gjósa færi.

Rúmlega hundrað gestir í Bláa lóninu – höfðu tíma til að pakka í töskur
Bláa lónið hótelgestir voru vaktir snemma í morgun með viðvörunarflautum og látnir yfirgefa svæðið. Mynd: Golli

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstrar- og þjónustu Bláa lónsins, segir í samtali við Heimildina að rúmlega hundrað gestir og starfsmenn hafi verið staddir á hóteli Bláa lóninsins þegar svæðið var rýmt í nótt. Eldgos hófst í Sundhnúkagígaröðinni laust eftir klukkan 6 í morgun.

„Við erum beintengd við almannavarnakerfið og fáum upplýsingar eins hratt og auðið er,“ segir Helga.

Kom fólki ekki á óvart

Að hennar sögn var þetta yfirveguð rýming sem þýðir að menn höfðu tíma til að pakka í töskur og ganga frá herbergjunum. Hún segir að ekkert óðagot hafi einkennt aðgerðir. „Enda vissum við í hvers konar jarðhræringar stefndi og hvar. Það var búið að koma fram í fjölmiðlum dagana á undan að menn áttu von á gosi við Sundhnúkagígaröðina og ef til þess kæmi þá yrði fyrirvarinn tiltölulega stuttur. Það er akkúrat það sem raungerðist.“ Hún tekur þó fram að Bláa lónið og starfsstöðvar þess liggi ekki einmitt á því svæði. 

Gosið kom því ekki á óvart. „Það var búið að upplýsa gesti fyrirfram, svo þetta var ekki að koma fólki á óvart. Gestir sýndu þessu mikinn skilning og yfirvegun.“

Spurð hvort hún hafi áhyggjur af staðsetningu gossins segir Helga að Bláa lónið fylgi því sem komi fram hjá Veðurstofu og almannavörnum. „Hræringarnar eru fyrst og síðast við Sundhnúkagígaröðina og við erum ekki á því svæði,“ segir hún.

Í Bláa lóninu hefur verið komið upp samræmdu viðvörunarkerfi sem hægt er að setja í gang þar auk Grindavíkur og hjá HS Orku.

Samræmdar viðvörunarflautur nýkomnar upp

Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, tekur undir það að rýming hafi gengið vel í Svartsengi og hóteli Bláa lónsins. „Það sem var kannski sérstakt við þessa rýmingu núna að það er búið að koma upp viðvaranaflautum við Bláa lónið og inni í Grindavík. Það var maður sem setti þær í gang og það var búið að æfa það allt saman í vikunni,“ segir hún. 

Hjördís segir að hljóðið í viðvarnaflautunum gæti vakið upp einhverjar minningar í þeim sem komnir eru yfir fimmtugt. „Þetta er sama hljóð og í loftvarnarflautunum sem fólk yfir vissan aldur kannast eflaust vel við,“ segir hún.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár