Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Arion banki hagnaðist um tæpa 26 milljarða króna og greiðir helminginn í arð

Banka­stjóri Ari­on banka var með 7,2 millj­ón­ir króna að með­al­tali í laun á ár­inu 2023 og stjórn­ar­formað­ur bank­ans fékk 2,2 millj­ón­ir króna greidd­ar á mán­uði. Hrein­ar vaxta­tekj­ur uxu milli ára en vaxtamun­ur­inn var áfram 3,1 pró­sent, líkt og hann var ár­ið 2022.

Arion banki hagnaðist um tæpa 26 milljarða króna og greiðir helminginn í arð
Stjórnendur Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka og Brynjólfur Bjarnason er stjórnarformaður bankans. Mynd: Arion banki

Arion banki hagnaðist um 25,7 milljarða króna á árinu 2023. Það er mjög svipaður hagnaður og hjá bankanum árið áður, þegar hagnaðurinn nam tæpum 26 milljörðum króna. Þó verður að taka fram að tekjur vegna aflagðrar starfsemi voru 6,5 milljarðar króna árið 2022 en einungis fjórar milljónir króna í fyrra. Er þar um að ræða Valitor, sem Rapyd keypti af Arion banka á árinu 2022. Hreinar rekstrartekjur Arion banka af undirliggjandi rekstri jukust því umtalsvert á síðasta ári um 8,9 milljarða króna á milli ára, aðallega vegna þess að hreinar fjármunatekjur voru jákvæðar upp á 1,4 milljarða króna 2023 en höfðu verið neikvæðar um 3,3 milljarða króna árið 2022. 

Arðsemi eigin fjár bankans var 13,6 prósent, sem var aðeins minni en arðsemin var 2022, og kostnaðarhlutfallið var 44,7 prósent, mjög sambærilegt við árið áður. Bæði hlutföllin eru umfram fjárhagsleg markmið bankans. 

Á grundvelli þessarar rekstrarniðurstöðu leggur stjórn bankans til að 13 milljarðar króna verði greiddir til hluthafa auk þess sem til stendur að halda áfram að kaupa eigin bréf af hluthöfum. Hann skilaði 15,7 milljörðum króna til hluthafa sinna með arðgreiðslum og kaupum á eigin bréfum á árinu 2023. Íslenskir lífeyrissjóðir eru saman stærstu eigendur Arion banka. Þrír stærstu sjóðirnir: Gildi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisinsog Lífeyrissjóður verzlunarmanna eiga allir á bilinu níu til tæplega tíu prósent hlut í bankanum. Stærsti einkafjárfestirinn er fjárfestingafélagið Stoðir með 5,38 prósent hlut.

Þetta kemur fram í ársreikningi Arion banka sem birtur var í dag. 

Vaxtamunurinn stendur í stað milli ára

Hreinar vaxtatekjur eru áfram sem áður stærsti þátturinn í rekstrartekjum Arion banka, líkt og annarra banka, eða 70 prósent þeirra. Alls námu þær 44,7 milljörðum króna í fyrra sem var 4,5 milljörðum króna meira en á árinu 2022. Vaxtamunur var 3,1 prósent sem er sami vaxtamunur og var árið 2022. Hreinar þóknanatekjur stóðu í stað og voru um 16,4 milljarðar króna. 

Efnahagsreikningur bankans stækkaði um 4,1 prósent frá árslokum 2022 og fram að síðustu áramótum þegar eignir Arion banka metnar á 1.526 milljarða króna. Lán til viðskiptavina jukust um 6,3 prósent á árinu. Hækkun á lánum til fyrirtækja var 8,2 prósent og 4,6 prósent á lánum til einstaklinga, einkum íbúðalán. 

Innlán frá viðskiptavinum jukust um 4,9 prósent á árinu 2023 og eigið fé var 198,8 milljarðar króna um liðin áramót. Eiginfjárhlutfall var 24,1 prósent.

Bankastjórinn með nánast sömu laun og 2022

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, var með 86,7 milljónir króna í laun, árangurstengdar greiðslur og mótframlag í lífeyrissjóð á árinu 2023. Það gera rúmlega 7,2 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Heildarlaun hans voru nánast þau sömu og árið áður, þegar bankinn greiddi honum 87,2 milljónir króna.

Meira launaskrið var á meðal stjórnarmanna í bankanum. Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka, fékk alls 26,5 milljónir króna föst laun, önnur laun og framlag í lífeyrissjóð á síðasta ári, eða 2,2 milljónir króna á mánuði að meðaltali. Það er 13,2 prósent fleiri krónur en Brynjólfur fékk í laun ári áður. Stjórnarmaðurinn Paul Horner fékk 25,6 milljónir króna í heildargreiðslur, rúmlega 2,1 milljón króna á mánuði, en var með 22,5 milljónir króna árið áður. Aðrir stjórnarmenn hækkuðu líka, en minna en þeir tveir í krónum talið. 

Stjórnarmenn í bankanum fengu greitt fyrir að mæta á alls 13 stjórnarfundi sem haldnir voru á árinu auk þess sem þeir fá viðbótargreiðslur fyrir setu í nefndum stjórnar. Á árinu haldnir sjö fundir í lánanefnd, fimm fundir í endurskoðunarnefnd, níu fundir í áhættunefnd, fimm fundir í starfskjaranefnd og fjórir í tækninefnd. Auk þess fá stjórnarmenn sem búsettir eru erlendis 350.000 krónur greiddar vegna hvers stjórnarfundar sem þeir sækja í eigin persónu.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • jon petur kristjansson skrifaði
    Hvernig væri að fá 200 hundruð stærstu hluthafa í öllum bönkum landsins svo að almenningur sjái hvert peningarnir þeirra fara !
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár