Arion banki hagnaðist um tæpa 26 milljarða króna og greiðir helminginn í arð

Banka­stjóri Ari­on banka var með 7,2 millj­ón­ir króna að með­al­tali í laun á ár­inu 2023 og stjórn­ar­formað­ur bank­ans fékk 2,2 millj­ón­ir króna greidd­ar á mán­uði. Hrein­ar vaxta­tekj­ur uxu milli ára en vaxtamun­ur­inn var áfram 3,1 pró­sent, líkt og hann var ár­ið 2022.

Arion banki hagnaðist um tæpa 26 milljarða króna og greiðir helminginn í arð
Stjórnendur Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka og Brynjólfur Bjarnason er stjórnarformaður bankans. Mynd: Arion banki

Arion banki hagnaðist um 25,7 milljarða króna á árinu 2023. Það er mjög svipaður hagnaður og hjá bankanum árið áður, þegar hagnaðurinn nam tæpum 26 milljörðum króna. Þó verður að taka fram að tekjur vegna aflagðrar starfsemi voru 6,5 milljarðar króna árið 2022 en einungis fjórar milljónir króna í fyrra. Er þar um að ræða Valitor, sem Rapyd keypti af Arion banka á árinu 2022. Hreinar rekstrartekjur Arion banka af undirliggjandi rekstri jukust því umtalsvert á síðasta ári um 8,9 milljarða króna á milli ára, aðallega vegna þess að hreinar fjármunatekjur voru jákvæðar upp á 1,4 milljarða króna 2023 en höfðu verið neikvæðar um 3,3 milljarða króna árið 2022. 

Arðsemi eigin fjár bankans var 13,6 prósent, sem var aðeins minni en arðsemin var 2022, og kostnaðarhlutfallið var 44,7 prósent, mjög sambærilegt við árið áður. Bæði hlutföllin eru umfram fjárhagsleg markmið bankans. 

Á grundvelli þessarar rekstrarniðurstöðu leggur stjórn bankans til að 13 milljarðar króna verði greiddir til hluthafa auk þess sem til stendur að halda áfram að kaupa eigin bréf af hluthöfum. Hann skilaði 15,7 milljörðum króna til hluthafa sinna með arðgreiðslum og kaupum á eigin bréfum á árinu 2023. Íslenskir lífeyrissjóðir eru saman stærstu eigendur Arion banka. Þrír stærstu sjóðirnir: Gildi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisinsog Lífeyrissjóður verzlunarmanna eiga allir á bilinu níu til tæplega tíu prósent hlut í bankanum. Stærsti einkafjárfestirinn er fjárfestingafélagið Stoðir með 5,38 prósent hlut.

Þetta kemur fram í ársreikningi Arion banka sem birtur var í dag. 

Vaxtamunurinn stendur í stað milli ára

Hreinar vaxtatekjur eru áfram sem áður stærsti þátturinn í rekstrartekjum Arion banka, líkt og annarra banka, eða 70 prósent þeirra. Alls námu þær 44,7 milljörðum króna í fyrra sem var 4,5 milljörðum króna meira en á árinu 2022. Vaxtamunur var 3,1 prósent sem er sami vaxtamunur og var árið 2022. Hreinar þóknanatekjur stóðu í stað og voru um 16,4 milljarðar króna. 

Efnahagsreikningur bankans stækkaði um 4,1 prósent frá árslokum 2022 og fram að síðustu áramótum þegar eignir Arion banka metnar á 1.526 milljarða króna. Lán til viðskiptavina jukust um 6,3 prósent á árinu. Hækkun á lánum til fyrirtækja var 8,2 prósent og 4,6 prósent á lánum til einstaklinga, einkum íbúðalán. 

Innlán frá viðskiptavinum jukust um 4,9 prósent á árinu 2023 og eigið fé var 198,8 milljarðar króna um liðin áramót. Eiginfjárhlutfall var 24,1 prósent.

Bankastjórinn með nánast sömu laun og 2022

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, var með 86,7 milljónir króna í laun, árangurstengdar greiðslur og mótframlag í lífeyrissjóð á árinu 2023. Það gera rúmlega 7,2 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Heildarlaun hans voru nánast þau sömu og árið áður, þegar bankinn greiddi honum 87,2 milljónir króna.

Meira launaskrið var á meðal stjórnarmanna í bankanum. Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka, fékk alls 26,5 milljónir króna föst laun, önnur laun og framlag í lífeyrissjóð á síðasta ári, eða 2,2 milljónir króna á mánuði að meðaltali. Það er 13,2 prósent fleiri krónur en Brynjólfur fékk í laun ári áður. Stjórnarmaðurinn Paul Horner fékk 25,6 milljónir króna í heildargreiðslur, rúmlega 2,1 milljón króna á mánuði, en var með 22,5 milljónir króna árið áður. Aðrir stjórnarmenn hækkuðu líka, en minna en þeir tveir í krónum talið. 

Stjórnarmenn í bankanum fengu greitt fyrir að mæta á alls 13 stjórnarfundi sem haldnir voru á árinu auk þess sem þeir fá viðbótargreiðslur fyrir setu í nefndum stjórnar. Á árinu haldnir sjö fundir í lánanefnd, fimm fundir í endurskoðunarnefnd, níu fundir í áhættunefnd, fimm fundir í starfskjaranefnd og fjórir í tækninefnd. Auk þess fá stjórnarmenn sem búsettir eru erlendis 350.000 krónur greiddar vegna hvers stjórnarfundar sem þeir sækja í eigin persónu.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • jon petur kristjansson skrifaði
    Hvernig væri að fá 200 hundruð stærstu hluthafa í öllum bönkum landsins svo að almenningur sjái hvert peningarnir þeirra fara !
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
1
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Alltof mikið rask „fyrir hagsmuni mjög fárra“
4
FréttirNáttúruvernd

Alltof mik­ið rask „fyr­ir hags­muni mjög fárra“

Stuðn­ings­menn virkj­un­ar­áforma í Skjálf­andafljóti lyftu brún­um er vinnslu­til­laga að­al­skipu­lags Þing­eyj­ar­sveit­ar var aug­lýst ný­ver­ið. Þar var ekki að finna stakt orð um Ein­búa­virkj­un, smá­virkj­un svo­kall­aða sem land­eig­end­ur í Bárð­ar­dal áforma. Aðr­ir íbú­ar fagna hins veg­ar og segja fljót­ið mikla, sem fæð­ir bæði Ald­eyj­ar­foss og Goða­foss, dýr­mæt­ara í frjálsu falli.
Rektor Háskóla Íslands segir tilboð ráðherra hafa gert erfiða fjárhagsstöðu skólans verri
6
FréttirHáskólamál

Rektor Há­skóla Ís­lands seg­ir til­boð ráð­herra hafa gert erf­iða fjár­hags­stöðu skól­ans verri

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Ís­lands, seg­ir að til­boð há­skóla­ráð­herra til sjálf­stætt starf­andi há­skóla vera um­fangs­mikla stefnu­breyt­ingu í fjár­mögn­un há­skóla­kerf­is­ins. Ekk­ert sam­ráð hafi ver­ið haft við stjórn­end­ur skól­ans en ljóst þyk­ir að breyt­ing­in muni að óbreyttu hafa nei­kvæð áhrif á fjár­hags­stöðu skól­ans sem sé nú þeg­ar erf­ið. HÍ sé far­inn að hug­leiða að leggja nið­ur náms­leið­ir.
Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
7
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Ragnheiður Þorgrímsdóttir
9
Aðsent

Ragnheiður Þorgrímsdóttir

„Þeg­ar „meng­un­ar­veik­in“ er ann­ars veg­ar er fátt um bjarg­ir“

Ragn­heið­ur Þor­gríms­dótt­ir, hross­a­rækt­andi og ábú­andi á jörð­inni Kúlu­dalsá í Hval­fjarð­ar­sveit, seg­ir að veik­indi og dauða hest­anna henn­ar megi rekja til stór­iðj­unn­ar á Grund­ar­tanga. Nú í fe­brú­ar veikt­ust tvo af hross­um henn­ar og þurfti að fella þau. Hún ræð­ir þetta mál í að­sendri grein til Heim­ild­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
2
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
3
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
6
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
5
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
7
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu