Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
Nýtt áhættumat greiningardeildar ríkislögreglustjóra var birt í dag Mynd: Heiða Helgadóttir

Greiningardeild ríkislögreglustjóra (GRD) hefur gefið út nýja greiningarskýrslu þar sem lagt er mat á hryðjuverkaógn á Íslandi. Í skýrslunni er kynnt til sögunnar uppfært áhættumat sem byggir á viðmiðum og skilgreiningum á hættustigi vegna hryðjuverkaógnar.

Greiningardeildin hefur undanfarið unnið að því að samræma skilgreiningar á hættustigi við það sem þekkist meðal helstu samstarfsríkja Íslands. 

Samkvæmt nýju hættumati er Ísland á þriðja hættustigi af fimm, en það merkir að aukin ógn á hryðjuverkum og að „til staðar er ásetningur og/eða geta og hugsanleg skipulagning hryðjuverka.“

Fjórða stig merkir að þekkt ógn sé til staðar, það sé vitað um ásetning getu og skipulagningu á hugsanlegum hryðjuverkum. Í fimmta og efsta hættustigi er ógnin metin mjög alvarleg og að hugsanleg hryðjuverkáras sé yfirvofandi. 

GRD telur hryðjuverkaógnina stafa mestmegnis frá einstaklingum sem aðhyllist ofbeldisfulla öfgahyggju og séu reiðubúnir að fremja hryðjuverk. Í skýrslunni segir að „[k]omi til þess að framið verði hryðjuverk á Íslandi er líklegast að heimatilbúnum og einföldum vopnum verði beitt.“

Einn helsti veikleiki Íslands, samkvæmt skýrsluhöfundum, er talin vera skortur á heimildum til þess að „afla og miðla upplýsingum og gögnum þ.e. beiting fyrirbyggjandi aðgerða í þágu löggæslu.“

Forsendur að baki uppfærðu áhættumati

Taldar eru fram nokkrar forsendur sem liggja að baki matinu. Þar ber helst að nefna tvö nýlega áþreifanleg mál sem voru rannsökuð hér á landi.

Annars vegar er nefnd umfangsmikil rannsókn lögreglu á tveimur ungum mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir að skipuleggja hryðjuverk hér landi. Við rannsókn lögreglu var lagt hald á fjölmörg vopn og fræðsluefni sem notað er til að skipuleggja hryðjuverk. 

Hins vegar er nefnt til sögunnar nýlegt mál sem kom upp í janúar á þessu ári þar sem karlmaður var handtekinn og sendur til Grikklands ásamt fjölskyldu eftir að lögreglu bárust upplýsingar um að karlmaðurinn væri meðlimur í hryðjuverkasamtökunum ISIS.

Hinar forsendurnar sem taldar eru fram í skýrslu GRD eru talsvert óljósari í eðli sínu. Þar er til að mynda nefnt að aukin spenna í alþjóðasamskiptum, vöxtur og dreifing á öfgafullri orðræðu á samskiptamiðlum og stríðsátök í upprunaríkjum flóttamanna hafi áhrif á áhættumat lögreglu. 

Í því samhengi er sjónum sérstaklega beint að átökunum fyrir botni Miðjarðahafs og nefnt að Hamas-samtökin, ásamt öðrum, hafi undanfarið verið iðin við að miðla „miklu magni af hryðjuverkatengdu efni á netmiðlum.“

Þá er einnig talið að stríðsátök og starfsemi hryðjuverkasamtaka á stríðshrjáðum svæðum geti leitt til þess „að meðlimir hryðjuverkasamtaka eða aðilar sem tengjast hryðjuverkastarfsemi með einhverjum hætti, reyni að komast til Vesturlanda sem flóttamenn.“

Ungir menn á spjallrásum 

Í skýrslu GRD er þess einnig getið að lögregla hafi í auknum mæli orðið vör við ískyggilega þróun þar sem einstaklingar, sérstaklega ungir karlmenn, komast í kynni við öfgafulla hugmyndafræði á lokuðum spjallsvæðum sem finna má á ýmsum samfélagsmiðlum.

Í sumum tilfellum geti átt sér stað innræting á ofbeldisfullum viðhorfum meðal virkra notenda á slíkum spjallrásum. Þar sem einstaklingar eru hvattir til og gefin ráð um hvernig eigi skipuleggja hryðjuverk. 

Notast er við hugtakið „samþætt öfgahyggja“ til að lýsa þessu ferli þar sem einstaklingar taka upp öfgakenndar skoðanir og fá ráðleggingar og hvatningu til að fremja hryðjuverk frá öðrum virkum notendum á slíkum spjallrásum.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    "Í skýrslu GRD er þess einnig getið að lögregla hafi í auknum mæli orðið vör við ískyggilega þróun ... á lokuðum spjallsvæðum sem finna má á ýmsum samfélagsmiðlum."

    Lokuðum??? Merkileg viðurkenning á brotum gegn 88. gr. fjarskiptalaga og 71. gr. stjórnarskrár.
    2
  • Axel Axelsson skrifaði
    sæopp . . .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
7
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
6
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár