Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Saga tveggja magnaðra kvenna

Ásta Sól Kristjáns­dótt­ir fylgdi móð­ur sinni eft­ir síð­ustu spor lífs­ins við tök­ur á heim­ild­ar­mynd um sorg og sigra tveggja blindra kvenna. „Þetta var síð­asta tæki­fær­ið til að segja henn­ar sögu því henn­ar lífi var að ljúka.“

Saga tveggja magnaðra kvenna
Með opin augun Ásrún fagnaði síðasta afmælisdegi sínum ásamt dóttur sinni, Ástu Sól, og barnabörnunum tveimur, sólargeislunum í lífi hennar. Ásta Sól vinnur nú að heimildarmynd um líf móður hennar.

Vinna við heimildarmyndina Með opin augun hófst fyrir 20 árum þegar Elín Lilja Jónasdóttir skyggndist inn í hugarheim tveggja blindra kvenna, Ásrúnar Hauksdóttur og Brynju Arthúrsdóttur. 

Í byrjun myndarinnar er ekkert sem bendir sérstaklega til þess að konurnar tvær séu blindar, en áhorfendur uppgötva það smátt og smátt. Ýmis hljóð eru mögnuð upp og áhersla er á skynfæri. Á meðan Ásrún nuddar á nuddstofu sinni og Brynja undirbýr matarboð kynnast áhorfendur þeirra innri persónum, viðhorfum til lífsins, heyra sögur úr fortíðinni og vangaveltur um framtíðina. Ekki er um uppstillt viðtöl að ræða heldur er frekar hugsað um að mynda konurnar í eins náttúrulegum og óþvinguðum aðstæðum og mögulegt er, með léttu spjalli inn á milli. 

Ásrún er með augnsjúkdóminn Retinitis Pigmentosa (RP) sem uppgötvaðist þegar hún var tvítug en smátt og smátt missti hún sjónina alveg. Ásrún er menntaður hjúkrunarfræðingur og nuddari og rak um árabil sína eigin nuddstofu í húsi Blindrafélagsins í Reykjavík. Brynja veiktist af gigtarsjúkdómi um tvítugt sem meðal annars hafði þau áhrif að hún missti sjónina 29 ára gömul. Hún heyrir aðeins með öðru eyra og þjáist af liðagigt. Brynja er ógift, barnlaus og býr einsömul. Hún elskar að ferðast og er mikill listunnandi. 

Af ýmsum ástæðum var heimildamyndin aldrei kláruð, en að því er stefnt nú, 20 árum síðar. „Þetta kemur til mín á þann hátt að önnur konan er móðir mín,“ segir Ásta Sól Kristjánsdóttir, leikstjóri og kvikmyndagerðarkona. Áhuginn á kvikmyndagerð kviknaði þegar Elín Lilja fylgdi Ásrúnu móður hennar eftir um aldamótin. Hún hafði ekki leitt hugann að því að klára myndina um móður hennar og Brynju fyrr en hún rakst á Elínu Lilju í Sundhöllinni fyrir nokkrum árum. Úr varð að Ásta Sól tók við verkefninu og ætlar að klára myndina. „Við ákváðum að ég myndi taka við keflinu.“ 

Ásta Sól byrjaði að taka upp efni fyrir tveimur árum og tók upp móður sína og Brynju við dagleg störf, rétt eins og var gert fyrir rúmum 20 árum. Skömmu eftir að tökur hófust á ný greindist Ásrún með ólæknandi krabbamein. „Ég setti bara allt í gang, að taka upp hennar hluta,“ segir Ásta Sól og viðurkennir að það hafi verið krefjandi að fylgja móður sinni síðustu sporin í lífinu með myndavél en segir að annað hafi ekki komið til greina. „Fókusinn var ekki á veikindin en vissulega vissi ég að þetta var síðasta tækifærið til að segja hennar sögu því hennar lífi var að ljúka.“ 

Ásrún lést á meðan tökum stóð en Ásta Sól er þakklát fyrir að geta sagt sögu móður sinnar og Brynju. „Þetta er svo mikilvæg saga og þetta eru svo magnaðar konur. Þær eru svo miklar fyrirmyndir, ekki bara fyrir fatlaðar konur heldur fyrir alla.“ Tökum lauk í fyrra þegar Ásta Sól fylgdi Brynju eftir til Portúgal en hennar aðaláhugamál er ferðalög. Ferðin til Portúgal var hennar 83. utanlandsferð. „Hún er mögnuð,“ segir Ásta Sól um Brynju. 

SjávaranganHér horfir Brynja til hafs í Cascais í Portúgal. Það er henni mikilvægt að hafa herbergi með sjávarútsýni svo hún geti fundið lyktina af sjónum og heyrt í öldunum.

Markmið myndarinnar er að veita innsýn inn í veröld blindra, í þessu tilfelli veröld tveggja sjálfstæðra kvenna, auka skilning á málefnum og aðstæðum blindra og kanna hvort önnur skynfæri hafa eflst og sýna hvernig daglegt líf er frábrugðið daglegu lífi annarra. 

„Þetta er rosalega mikilvægt samfélagslegt verkefni. Þetta er þeirra líf en þetta er líka samfélagið okkar og við verðum að sýna fjölbreytileikann,“ segir Ásta Sól. Elín Lilja er meðframleiðandi myndarinnar og Ísak Jónsson sér um klippingu en hann hefur víðtæka reynslu af klippingu sjónvarpsefnis, kvikmynda og annars myndefnis. Blindrafélagið hefur samþykkt að styðja verkið með rausnarlegu framlagi en það er enn langt í land að sögn Ástu Sólar. Til að ljúka verkefninu óska Ásta Sól og þau sem að heimildarmyndinni standa eftir stuðningi almennings og hafa sett af stað söfnun á Karolina Fund sem lýkur eftir viku. Stefnt er að því að frumsýna myndina í vor.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Karolina Fund

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár