Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kominn til Egyptalands og reynir að bjarga lífum barna sinna

Palestínsk­ur fað­ir sem er með stöðu flótta­manns á Ís­landi fór til Egypta­lands fyr­ir mán­uði síð­an til þess að reyna að bjarga börn­um sín­um þrem­ur og eig­in­konu af Gasa­svæð­inu. Ekk­ert hef­ur geng­ið og hann grát­bið­ur ís­lensk stjórn­völd um hjálp.

Kominn til Egyptalands og reynir að bjarga lífum barna sinna
Ákveðinn „Ég ætla ekki að missa þau líka,“ segir Majdi sem hefur þegar misst ættingja í árásum Ísraelshers á Gasasvæðið. Mynd: Golli

Gerðu það pabbi, hjálpaðu mér,“ segir fimm ára sonur Majdis A. H. Abdaljawwads síendurtekið við föður sinn í skilaboðum og símtölum. Majdi, palestínskur þriggja barna faðir sem er með stöðu flóttamanns á Íslandi, er að gera hvað hann getur. En það gengur illa. 

Hann hélt að hann gæti bjargað þeim með því að leggja einn land undir fót og komast til Íslands, eins og hann gerði í fyrra. Hér sótti hann fyrst um alþjóðlega vernd, sem hann fékk, og svo um fjölskyldusameiningu svo hann gæti fengið börnin sín þrjú: Zaid, Zaina og Leyan og eiginkonu sína Reem, til sín í öryggið. Umsókn hans um fjölskyldusameiningu var samþykkt. Hann hélt að það væri nóg. Þau væru hólpin. Íslensk stjórnvöld myndu aðstoða þau að komast af svæðinu sem er í algjörri herkví. 

FjölskyldanBörn Majdis: Zaid, Zaina og Leyan ásamt eiginkonu hans Reem. Þau eru með dvalarleyfi á Íslandi en þeim hefur ekki verið hleypt út af Gasa. Íslensk stjórnvöld hafa ekkert gert til þess að hjálpa þeim þaðan, segir Majdi.

En þau gerðu það ekki. Eftir að Majdi hafði beðið í mánuð safnaði hann saman því litla sem hann átti og ferðaðist til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands. Það er það næsta sem hann kemst fjölskyldu sinni, sem er staðsett um 300 kílómetrum frá – í palestínsku borginni Rafah. Þar dvelja um tvær milljónir manna við aðstæður sem erfitt er fyrir venjulegan Íslending að ímynda sér: Vatn og matur er af mjög skornum skammti og fólk er farið að deyja úr hungri. Flóttamannabúðir eru yfirfullar og smitsjúkdómar dreifast eins og eldur í sinu. Hljóðið í sprengjum er orðið daglegt brauð – rétt eins og dauðsföllin. Ísraelskar hersveitir drepa um 250 manns daglega á Gasasvæðinu, samkvæmt hjálparsamtökunum Oxfam

ÁðurZaid, fimm ára gamall sonur Madji, áður en Ísraelsher fór að ráðast á Gasasvæðið af áður óþekktum ofsa.

Krafinn um tæpar tvær milljónir

Fyrsta verk Majdis þegar hann kom til Kaíró var að óska eftir því í utanríkisráðuneytinu þar í landi að fjölskylda hans, sem er með dvalarleyfi á Íslandi, yrði flutt frá Rafah. Hann segist hafa verið krafinn um alls 12.500 dali, það sem nemur um 1,7 milljónum íslenskri króna, fyrir aðstoð við það. 

„Ég á þá peninga ekki til,“ segir Majdi blaðamanni Heimildarinnar. En samt ætlar hann ekki að gefast upp. 

„Ég mun ekki fara aftur til Íslands án eiginkonu minnar og barnanna þriggja. Það er nóg að ég sé búinn að missa móður mína og frænda. Ég ætla ekki að missa þau líka.“ 

AfmæliMyndband sem fjölskyldan á Gasa sendi Majdi þegar Zaid, yngsta barn Majdis og Reem, átti fimm ára afmæli í september. Tæpum mánuði seinna var allt lífið breytt.
Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Föst á Gaza

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Dvalarleyfishafar senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis
FréttirFöst á Gaza

Dval­ar­leyf­is­haf­ar senda kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is

Móð­ir og þrjú börn hafa feng­ið sam­þykkta fjöl­skyldusam­ein­ingu á Ís­landi en sitja enn föst á Gaza. Fjöl­skyldufað­ir­inn er dval­ar­leyf­is­hafi á Ís­landi. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar hef­ur sent inn kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is. Er þar hald­ið fram að ís­lenska rík­ið fari á mis við laga­ákvæði og al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar með að­gerða­leysi sínu við að forða fólki frá stríðs­hrjáð­um svæð­um á Gaza.
Ísraelar skoða listann sérstaklega því enginn íslenskur ríkisborgari er á honum
FréttirFöst á Gaza

Ísra­el­ar skoða list­ann sér­stak­lega því eng­inn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari er á hon­um

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu seg­ir að tíma­lína mögu­legra fólks­flutn­inga dval­ar­leyf­is­hafa frá Gaza liggi ekki fyr­ir. Verk­efn­ið sé ein­stakt því eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á lista stjórn­valda. Þetta hafi í för með sér að ísra­elsk stjórn­völd þurfi að skoða mál­ið sér­stak­lega.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár