Nýlega birtust drög að frumvarpi til laga um svokallað „lokað búsetuúrræði“ í samráðsgátt stjórnvalda. Búsetuúrræðið er hugsað fyrir útlendinga sem „eiga eða gætu þurft að yfirgefa landið.“ Til dæmis þá sem hafa fengið endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Dómsmálaráðuneytið stendur að baki frumvarpinu.
Gildandi lög gera ráð fyrir því að útlendingur, sem senda á úr landi, sé vistaður í fangaklefa þurfi að tryggja það að hann yfirgefi landið. Lokaða búsetuúrræðið er hugsað til að ráða bót á því.
Þegar þessi frétt er skrifuð hafa borist 19 umsagnir við frumvarpsdrögin í samráðsgátt. Engin þeirra lýsir yfir neinni sérstakri ánægju með fyrirætlaðar breytingar á útlendingalögum.
„Sagan mun dæma ykkur, kæru ráðherrar“
„Ætliði virkilega að reisa hér fangabúðir með tilheyrandi kostnaði? Hvað með að skaffa þessu fólki einfaldlega vernd? Þið eruð djöfulsins fasistar og …
1: Buchenwald sem mætti íslenska sem Bókaskógur
2: Treblinka
3: Dachau
4: Auschwitz
kærar þakkir fyrir að linka í samráðsgáttina. Sama hvað ég reyni þá get ég ekki lært á vef alþingis. Ég væri ofsa þakklát ef þið vitið af einhverju frumvarpi í framtíðinni sem brýtur gegn mannlegri samkennd eða er bara beisikk krapp, að skrifa um það þegar samráðsgáttin er ennþá opin. Ef hún væri það ennþá yrðu umsagnirnar væntanlega tífalt fleiri.
Takk fyrir allt, þið eruð best ♥️