Það vilja allir fara inn í mig, en það vill enginn borga fyrir það,“ sungu Vandræðaskáldin Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur B. Bragason á litlu svörtu færanlegu sviði inni í Vaðlaheiðargöngum við opnun þeirra í janúarmánuði 2019. Þau vildu gefa umdeildum göngunum rödd. „Verið velkomin inn, verið velkomin inn í mig,“ klykktu þau út með af innlifun. Sumir hlógu, vanþóknun birtist á andlitum annarra.
Í byrjun febrúar fylgdist Vilhjálmur með því þegar skrautleg framkvæmd ganganna var endurgerð á Nýja sviði Borgarleikhússins, þar sem lagið var endurflutt af leikurunum Aðalbjörgu Árnadóttur, Hilmi Jenssyni og Kolbeini Arnbjörnssyni.
„Þó að ég sé sjálfur leikari og vinni við leikhús þá er maður ekki vanur því að sjá viðburði sem maður hefur verið partur af sjálfur lifna við á sviðinu þannig að það var sérstakt en mjög gaman,“ segir Vilhjálmur. Honum þótti leikhópnum Verkfræðingum takast vel upp við að endurskapa stemninguna á opnunarhátíðinni þar sem meðal …
Athugasemdir (1)