Heimildin hefur beint erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna afskipta ríkisstofnunarinnar Sjúkratrygginga Íslands af einkarekna heilbrigðisfyrirtækinu Klíníkinni. Blaðið sagði frá því í nóvember að Sjúkratryggingar Íslands hefðu gert athugasemdir við reikninga frá Klíníkinni vegna veittrar heilbrigðisþjónustu sem íslenska ríkið greiðir fyrir. Samkvæmt heimildum var til skoðunar hvort Klíníkin hafi ofrukkað Sjúkratryggingar Íslands fyrir veitta þjónustu.
Blaðið sendi spurningar um málið til Sjúkratrygginga Íslands þann 17. nóvember. Ein af spurningum blaðsins hljómaði svo: „Hafa einhvern tímann í gegnum árin verið opnuð eftirlitsmál gagnvart Klíníkinni, sem sagt starfsmönnum fyrirtækisins, innan Sjúkratrygginga Íslands? Þá er átt við mál sem tengjast mögulegum og meintum brotum starfsmanna fyrirtækisins á því laga- og regluverki sem gildir um samskipti Sjúkratrygginga Íslands og einkarekinna fyrirtækja sem veita heilbrigðisþjónustu.“
Sjúkratryggingar Íslands svöruðu aldrei þessari spurningu, né öðrum um tengd mál, þrátt fyrir fjölmargar ítrekanir. Heimildin leitaði í kjölfarið eftir milligöngu …
Athugasemdir (2)