Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Laufey vann Grammy-verðlaun

Lauf­ey Lin Jóns­dótt­ir og Ólaf­ur Arn­alds voru til­nefnd til Grammy-verð­laun­anna í ár. Í kvöld hlaut Lauf­ey verð­laun­in í þeim flokki sem hún var til­nefnd í. Bruce Springsteen var til­nefnd­ur í sama flokki og Lauf­ey.

Laufey vann Grammy-verðlaun
Sigurvegari Laufey á Grammy-verðlaunahátíðinni í kvöld þar sem hún tók á móti verðlaununum eftirsóttu. Mynd: Skjáskot

Laufey Lin Jónsdóttir vann í kvöld Grammy- verðlaun fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundna popptónlistar, sungin tónlist (e.Tra­diti­onal Pop Vocal Alb­um). Þetta var í fyrsta sinn sem Laufey var tilnefnd til verðlaunanna en á meðal þeirra sem voru líka tilnefndir í hennar flokki var goðsögnin Bruce Springsteen.

Hægt er að sjá brot úr sigurræðu Laufeyjar hér að neðan.

Þegar Laufey tók við verðlaununum þakkaði hún innilega fyrir sig og sagði að verðlaunin væru stórkostleg. „Ég trúði því ekki í milljón ár að þetta gæti gerst.“ Hún þakkaði svo teyminu á bakvið sig, foreldrum sínum og ömmum og öfum fyrir að kynna sig fyrir tónlist. Stærstu þakkirnar fékk svo Junia, tvíburasystir Laufeyjar, sem tónlistarkonan sagði vera sinn helsta stuðningsmann. 

Laufey var líka á meðal þeirra tónlistarmanna sem skemmtu á hátíðinni í kvöld. 

Tróð uppLaufey var á meðal þeirra tónlistarmanna sem spiluðu á verðlaunahátíðinni í kvöld

Ólafur Arnalds var einnig tilnefndur fyrir plötuna Some Kind of Peace (Piano Reworks) í flokknum nýaldarstemmningstónlist (e. Best New Age, Ambient, or Chant Album). Hann hefur tvisvar áður hlotið tilnefningu.

Jón Sigurgeirsson, faðir Laufeyjar, var eðlilega stoltur af dóttur sinni í kvöld.

Jón starfar sem efnahagsráðgjafi Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra. Lilja fagnaði verðlaununum á Facebook í kvöld með eftirfarandi orðum:

„Þvílík stund! Laufey hlaut Grammy-verðlaun fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundnar popptónlistar, sungin tónlist (e. Tra­diti­onal Pop Vocal Alb­um)!

Þetta er risastór áfangi og sigur fyrir Laufeyju sjálfa, en ekki síst íslenskt menningarlíf. 

Og kvöldið er ekki búið, en um sannkallaða Íslandshátíð er að ræða á sjöttugustu og sjöttu Grammy-tónlistarverðlaunahátíðinni, sem fram fer í Los Angelesí kvöld. Ólafur Arnalds er líka tilnefndur fyrir Some Kind of Peace (Piano Reworks) í flokknum nýaldarstemmningstónlist (e. Best New Age, Ambient, or Chant Album).

Ekki nóg með þetta, heldur koma Íslendingar við sögu í annarri tilnefningu í kvöld.  Tölvuleikurinn Stríðsguðin Ragnarök hlaut tilnefningu fyrir besta hljóðritið í flokki tölvuleikja og annarra gagnvirkra miðla (e. Best Score Soundtrack for Video Games and Other Interactive Media), og í flokknum besta hljóðplatan fyrir hljóðupptökur (e. Best Immersive Audio Album). Í laginu er áberandi kórsöngur á norrænu máli, sem Schola Cantorum og Hymnodia taka upp í Hofi á Akureyri undir merkjum SinfoniaNord.

Það drjúpa hæfileikar af hverju strái á þessari eyju okkar. Það er bara þannig. Við getum verið svo ótrúlega stolt hvað fólkið okkar er að ná langt úti í honum stóra heimi. Höldum áfram að hlúa að menningarlífinu okkar, útkoman úr því mun alltaf gera okkur stolt."

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • skrifaði
    Stórkostleg listakona! Kannski Laufey fáist til að syngja eina vel valda þjóðlega vögguvísu fyrir ónefndan ráðherra?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu