Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Þegar Norðurlöndin hefðu getað orðið eitt ríki

Fyr­ir nokkr­um vik­um var rak­inn hér í flækj­u­sögu að­drag­andi þeirra æsi­legu tíma um 1400 þeg­ar út­lit var fyr­ir að Norð­ur­lönd­in Dan­mörk, Nor­eg­ur og Sví­þjóð rynnu sam­an í eitt ríki sem hefði breytt ansi miklu í sögu Norð­ur­landa og jafn­vel Evr­ópu allr­ar.

Þegar Norðurlöndin hefðu getað orðið eitt ríki
Um 1400 voru Norðurlöndin að mörgu leyti vel í sveit sett, þótt hervirki svarta dauða hefðu leikin löndin illa. Öflug járnvinnsla var hafin í Svíþjóð, skógarhögg skilaði miklum tekjum og landbúnaður í Danmörku var arðbær. Gríðarleg síldveiði í Eystrasalti var líka ábatasöm. Stundum voru síldartorfurnar svo þéttar að hægt var — að sögn — að stinga atgeirum niður í torfurnar og stóðu þeir þá uppréttir í sjávarmálinu.

Eftir sigur á Albrekt Svíakóngi við Åsle árið 1389 var Margrét Valdimarsdóttir í raun orðið hæstráðandi í öllum Norðurlöndunum þremur. Hún var dóttir Danakonungs og ekkja Noregskonungs og nú hafði hún aflað sér stuðnings sænskra baróna líka með því að reka af höndum þeirra óvinsælan konung úr Þýskalandi. Hún var 36 ára og hafði sýnt og sannað að hún var röggsöm og snjöll og fyllilega fær um að stjórna ríki.

Og rétt er að taka fram að barónarnir skipuðu Margréti engan karlmann sem „yfirfrakka“. Hún var vissulega ekki einráð, fremur en kóngar almennt á þeim árum, og þurfti að skrifa upp á að fylgja lögum landanna hvers um sig, en hún hafði á engan hátt minni völd en karlkóngur hefði gert og ráðgjafa sína valdi hún sjálf.

Að hún skyldi ná öllum þessum völdum var mjög óvenjulegt og í raun einkar furðulegt. Engin kona hafði áður náð viðlíka stöðu í stóru ríki í Evrópu – þótt örfá dæmi væru um valdamiklar drottningar í Miklagarði fyrr á tíð. En hún náði þessari stöðu tiltölulega áreynslulítið og hafði nú í reynd sameinað þrjú ríki sem höfðu öldum saman keppt grimmilega innbyrðis.

Og helstu valdablokkar baróna yfirleitt streist gegn öllum tilraunum til sameiningar.

Treyst til að ráða við Hansakaupmenn

Og ekki er síður merkilegt að henni var enn fremur treyst til að gæta hagsmuna ríkjanna þriggja gegn hinu óhemju sterka verslunarvaldi Hansakaupmanna sem höfðu iðulega haft Norðurlöndin að leiksoppum undanfarnar aldir.

Henni var treyst til að eiga við auðvaldið, þessari kvensnift!

Allt þetta sýnir að Margrét hefur haft til að bera einhvern ótrúlegan sannfæringarkraft. Frá henni hefur stafað svo miklu öryggi og þvílíkri trú á hæfileika hennar og valdavisku að ríkisráð landanna – öll þrjú feðraveldi hin mestu! – gerðu hana að „voldugri frú“ og „réttum húsbónda“ eins og það var kallað.

Einu þurfti hún samt að bjarga áður en hægt var að hnýta síðustu lausu endana.

Eftir að Ólafur sonur hennar dó ungur að árum átti Margrét engin börn sem gætu tekið við af henni í fyllingu tímans.

Aldrei virðist hafa komið til mála að hún gengi aftur í hjónaband til að freista þess að eignast nýjan krónprins enda hefði hún þá væntanlega þurft að deila völdunum með eiginmanni eða jafnvel láta þau af hendi.

Það var ekki á dagskrá Margrétar Valdimarsdóttur.

Hins vegar þurftu íbúar landanna að vita hvað tæki við þegar hún félli frá svo ekki væri þá hætta á blóðugu borgarastríði milli metorðagjarnra baróna.

Bogislaw Wartislawsson

Og ríkisarfinn þurfti að vera (karl)maður sem ætti raunverulegt tilkall til valda í öllum ríkjunum þremur.

Margrét hafði raunar vænlegan ríkisarfa þegar uppi í erminni 1389. Hann var þá ekki nema sjö ára og virtist við fyrstu sýn ekki vænlegur konungur yfir Norðurlöndum því hann var ómæltur með öllu á norrænar tungur, hét Bogislaw Wartislawsson og var hertogasonur frá Pomeraníu, héraði á vestanverðri Eystrasaltsströnd Póllands.

En Bogislaw hafði ýmis náin tengsl við Norðurlönd.

María, móðir hans, var dóttir Ingeborgar sem var eldri systir Margrétar. Valdimar 4. Danakóngur, faðir Margrétar, var því langafi hans.

Lengra aftur í ættum var Bogislaw kominn af Hákoni lagabæti Noregskonungi (sem ríkti 1299–1318), Magnúsi 3. Svíakonungi (sem ríkti 1282–1318) og mörgum öðrum Norðurlandakóngum.

Kalmarsambandið

Skipt um nafn á ríkisarfa

Aftar í ættum Pólverjans unga mátti svo finna ýmsa krúnubera, Harald Guðvinsson Englandskonung, Lótar keisara Germanska veldisins („Hins heilaga rómverska ríkis“) og meira að segja Volodomýr hinn mikla fursta sem kristnaði Kænugarð.

Margrét útvegaði Bogislaw nú kennara í norrænni tungu og lét hann skipta um nafn. Hið slavneska skírnarnafn hans var lagt á hilluna en í staðinn kom nafnið Eiríkur af því öll Norðurlöndin þrjú höfðu áður haft Eiríka ýmsa í hásætum sínum og því var nafnið hvarvetna kunnuglegt.

Barónar í löndunum þrem treystu dómgreind Margrétar varðandi arftakann og þann 17. júní 1397 var Eiríkur krýndur konungur í öllum löndunum þremur við hátíðlega athöfn í Kalmar í Svíþjóð. Hann taldist nú fullveðja orðinn og hafði áður verið krýndur í hverju landi fyrir sig en þessi athöfn í Kalmar markaði upphaf hins eiginlega ríkjasambands.

Og var það svo kallað Kalmarsambandið.

Hún skyldi ráða!

En þótt Eiríkur teldist nú konungur duldist engum, og heldur ekki honum sjálfum, að Margrét myndi áfram halda um stjórnartaumana sem „húsbóndi“.

Til er bréf frá 1405 sem Margrét skrifaði Eiríki áður en hann hélt í heimsókn til Noregs. Eiríkur var þá 23 ára og taldist hafa verið fullveðja kóngur í átta ár. Í bréfinu segir Margrét að ef einhver muni í ferðinni biðja hann um einhvers konar fríðindi, þá skuli hann segja að ekkert slíkt verði afráðið fyrr en hún mæti á svæðið, enda viti hún meira um málið en hann. Á hinn bóginn skuli hann þiggja kurteislega allar gjafir og heimboð og þess háttar, það spari útgjöld.

Þannig réði hún í raun og veru öllu sem hún vildi ráða og þótt þess verði vart að sunnar í löndum hafi verið hæðst að barónunum á Norðurlöndum fyrir að taka við skipunum frá konu og skeggræða stjórnmál við hana á jafnréttisgrundvelli, þá verður ekki vart við mikla óánægju í löndunum þremur. Raunar dró Margrét markvisst úr áhrifum ríkisráðanna þriggja og hafði æ sjaldnar samráð við þau með árunum.

Hafði lítinn áhuga á Íslandi

Innanlands var Margrét helst gagnrýnd fyrir að draga taum Danmerkur. Danskir fógetar fengu lén og embætti í Noregi og Svíþjóð og segir á einum stað að þeir hafi litið á sig fremur sem persónulega starfsmenn Margrétar en ríkisins. Í Danmörku skipaði hún hins vegar oft Þjóðverja í embætti. En iðulega horfði hún fram hjá þjóðerni og til dæmis var einn af helstu ráðgjöfum hennar og herforingjum sænskur, Abraham Bróðurson, mikill kappi og fallegur að sagt var.

Því var meira að segja haldið fram að Margrét hefði á laun eignast dóttur með Abraham. Brita hét sú stúlka sem átti að vera dóttir Margrétar og Abrahams.

Íslandi virðist Margrét ekki hafa haft mikinn áhuga á. Hún var við stjórnartaumana þegar svarti dauði komst loks til Íslands 1402 og stráfelldi fólk svo Íslendingar hafa að líkindum aldrei verið færri en næstu árin.

Við slíkum ósköpum var raunar fátt að gera fyrir stjórnarherra, eða frú.

Hins vegar hirti Margrét lítt um að bregðast við þegar fréttist næstu árin þar á eftir að Englendingar væru farnir að gera sig æ heimakomnari við hina fjarlægu eyju hennar í hafinu.

Á Íslandi kvörtuðu lengst af fáir yfir því, enda mála sannast að hér á landi fylgdu Englendingum yfirleitt aurar og velmegun. Þar kom þó að Englendingar tóku að gerast einum of uppivöðslusamir.

Vildi tengjast Englandi

Margrét vildi raunar gjarnan tengjast Englandi sem var upprennandi stórveldi í Vestur-Evrópu í þá daga. Hún vildi að vísu fyrir alla muni ekki dragast inn í stríð Englendinga og Frakka sem stóð um þær mundir yfir og geisaði alls (með hléum) í 116 ár.

Hins vegar leit Margrét hýru auga brúðkaup Eiríks konungs og Filippu, dóttur Hinriks 4., þáverandi kóngs af Englandi. Þau giftust 1406. Ekki samdist hins vegar um mögulegt brúðkaup sonar Hinriks (síðar herkonungsins Hinriks 5.) og systur Eiríks.

Margrét gerði umbætur á peningakerfi Kalmarveldis og virtist ævinlega hafa fullar hendur fjár, þótt hún brýndi sparsemi fyrir Eiríki eins og fram kom hér að ofan. Hún hélt frið við kirkjuna með því að gefa henni næsta frjálsar hendur við að velja biskupa en þau mál voru eilífur ásteytingarsteinn konungsvalds og kirkju öldum saman. Hún studdi og við klaustur, ekki síst klaustur Birgittu í Vaðsteinum við Linköping. Margréti tókst að fá páfa til að gera Birgittu að dýrlingi 1391, aðeins 18 árum eftir að sú dugmikla abbadís dó.

Árið 1403 gekk Margrét raunar í reglu Birgittu en breytti þó í engu háttum sínum eða líferni.

Stefndi að einu ríki

Í utanríkismálum hugsaði Margrét fyrst og fremst um að styrkja stöðu Kalmarveldis. Hún virðist hafa stefnt markvisst að því að mynda á endanum eitt ríki fremur en þriggja ríkja bandalag en þurfti vissulega að gæta sín á því að opinbera þær fyrirætlanir bara smátt og smátt.

Og hver veit nema henni hefði lánast að mynda til frambúðar eitt öflugt ríki á Norðurlöndum ef hún hefði ekki dáið fyrir aldur fram og Eiríkur/Bogislaw reynst vanhæfur til ríkisstjórnar.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...
Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Brosir gegnum sárin
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
6
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
7
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
6
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár