Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Meðan hjarta mitt grætur fyrir Palestínu þá get ég ekki sungið fyrir Ísland“

Tón­list­ar­kon­an Sunna Krist­ins­dótt­ir, eða Sunny, mun ekki fara til Sví­þjóð­ar fyr­ir Ís­lands hönd skyldi hún sigra Söngv­akeppni sjón­varps­ins. Hún vill ekki keppa á móti Ísra­el­um vegna átak­anna sem nú geisa í Palestínu. Hún seg­ir stór­an hluta kepp­enda vera á sama máli og RÚV gera sitt besta til að koma til móts við þau öll.

„Meðan hjarta mitt grætur fyrir Palestínu þá get ég ekki sungið fyrir Ísland“
Keppandi „Ég vil alls ekki bregðast þeim sem myndu kjósa mig ef það er fólk sem vill að ég fari í Eurovision.“ Mynd: Hörður Sveinsson

Sunna Kristinsdóttir, eða tónlistarkonan Sunny, er einn af keppendunum í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Hún sendi lag sitt inn í keppnina áður en þau miklu átök sem nú geisa fyrir botni Miðjarðarhafs hófust. Í ljósi þeirra hefur hún tekið þá ákvörðun að fara ekki út í Eurovision í Svíþjóð skyldi hún vinna keppnina hér heima. Ástæða ákvörðunarinnar er að Ísrael muni að öllum líkindum fá að vera með. 

„Ég vil frekar standa með samvisku minni“

„Þegar þessi þjóðernishreinsun byrjaði þá kom stór steinn í magann á mér og það breyttist úr því að hlakka til að segja frá – því það er þagnarskylda fyrst – í kvíða að þurfa að segja að ég væri með,“ segir Sunna í samtali við Heimildina. „Það er verið að reyna að útrýma Palestínumönnum. Maður er bara grátandi yfir þessu.“

Sunna segir aðstæðurnar valda henni miklum kvíða. „Ég er hrædd. En ég finn að ég …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EK
    Elísabet Kjárr skrifaði
    Sunna er alltaf jafn sterk. Hún er fyrirmynd svo margra ungra stelpna sem eru að byrja sín fyrstu skref í baráttunni við kerfislæga ofbeldið hér á landi. Varðandi keppnina held ég að kjósendur séu líka á báðum áttum, því í ár þetta er einmitt ein pólitíkasta keppnin. Lögin sjálf skipta absolútt engu. Ég veit að fullt af fólki hefur tekið ákvörðun um að sniðganga öll fyrirtækin sem auglýsa og kjósa við Bahrir, burtséð frá tónlistinni.
    Muna ekki allir að Úkraína vann með ömurlegt lag? Bahrir gerir það vonandi líka sama hvernig lagið er.
    Ópólitísk keppni my ass.
    2
  • Svala Jónsdóttir skrifaði
    Gott hjá henni að láta eigin sannfæringu ráða.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár