Sunna Kristinsdóttir, eða tónlistarkonan Sunny, er einn af keppendunum í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Hún sendi lag sitt inn í keppnina áður en þau miklu átök sem nú geisa fyrir botni Miðjarðarhafs hófust. Í ljósi þeirra hefur hún tekið þá ákvörðun að fara ekki út í Eurovision í Svíþjóð skyldi hún vinna keppnina hér heima. Ástæða ákvörðunarinnar er að Ísrael muni að öllum líkindum fá að vera með.
„Ég vil frekar standa með samvisku minni“
„Þegar þessi þjóðernishreinsun byrjaði þá kom stór steinn í magann á mér og það breyttist úr því að hlakka til að segja frá – því það er þagnarskylda fyrst – í kvíða að þurfa að segja að ég væri með,“ segir Sunna í samtali við Heimildina. „Það er verið að reyna að útrýma Palestínumönnum. Maður er bara grátandi yfir þessu.“
Sunna segir aðstæðurnar valda henni miklum kvíða. „Ég er hrædd. En ég finn að ég …
Muna ekki allir að Úkraína vann með ömurlegt lag? Bahrir gerir það vonandi líka sama hvernig lagið er.
Ópólitísk keppni my ass.